Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 50

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 50
ÞAR ULL SKAL VINNA ER VEX INNGANGUR Frá upphafl Islandsbyggðar hefur ís- lenska ullin haft mikla þýðingu fyrir þjóðina. Islendingar gengu í ullar- fatnaði yst sem innst. Ullarfatnaður forðaði mörgum manninum frá því að krókna úr kulda á þeim tíma sem fólk bjó í torfbæjum og menn réru til fiskjar á opnum árabátum. Vaðmál var helsti gjaldmiðill þjóðarinnar á þeim tíma og var það ásamt prjóna- vörum flutt út sem söluvarningur. Mikil vinna var við að koma ull í fat, frá því að tekið var ofan af ullinni þangað til hægt var að spinna úr henni. Mikið var í húfi að vel tækist til við ullarvinnuna, því svo að segja hver flík var unnin úr ull. Það þótti mikil framför þegar rokkurinn kom til sögunnar, áður var allt spunnið á halasnældu. Síðan komu kembivélar þegar leið að aldamótum og leystu tóvinnufólk frá því að kemba ullina með handkömbum. Of að lokum komu handspunavélar og þótti það mikill fengur því fólkinu hafði fækk- að á bæjunum og vinnuafköstin þ.a.l. minnkað. Gamla tóvinnuaðferðin naut ekki vinsælda hjá handiðnaðarfólki síðari hluta aldarinnar og hefur þessi gamla verkmenning átt í vök að verjast. Heimilisiðnaðarfélag Islands hefur alla tíð sýnt íslenskri ull og ullarvör- um mikinn áhuga. Með vönduðu vöruframboði og námskeiðahaldi um íslenskan heimilisiðnað hefur félagið glætt áhuga fólks á ullinni. Þessi vinna hefur e.t.v. átt mestan þátt í að gamla aðferðin hefur ekki fallið í gleymskunnar dá. Hafi Heimilisiðn- aðarfélag Islands þökk fyrir. Tóvinna á sér langa sögu hér á landi eins og fornar heimildir greina frá. í Rígsþulu Eddu er t.d. eftirfar- andi lýsing: „Sat þar kona, sveigði rokk, breiddi faðm, bjó til váðar." (Sæmundar-Edda, s. 181). Nú í lok 20. aldar er svo komið fyrir þessari gömlu verkmenningu, að ef ekki verður brugðist rétt við, mun hún glatast. A undanförnum árum hefur gætt vaxandi áhuga fólks á að rifja upp gamla verklagið og kviknaði því sú hugmynd að taka saman ritaskrá þessa um tóvinnu. Heimildir um efnið eru mjög dreifðar og er þær helst að finna í tímaritum. Efnið er því ekki aðgengilegt fyrir notendur þar sem fæst ritanna eru efnistekin. KENNSLA í ULLARIÐN Á Bændaskólanum á Hvanneyri hófst kennsla í ullariðnaði árið 1989. Haldin hafa verið opin námskeið fyr- ir fólk úr sveitum landsins, einnig eiga nemendur kost á að taka ullar- iðn sem valgrein í sínu námi. Kennd er tóvinna, flókagerð og spjaldvefn- aður. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessari grein bæði meðal bændafólks og nemenda. Undanfarin ár hafa ver- ið gerðar tilraunir með línrækt á Bændaskólanum, en fyrstu tilraun- irnar voru gerðar árin 1956 og 1957 undir stjórn Magnúsar Óskarssonar með ágætum árangri. ULLARVINNSLA Árið 1992 var komið á fót Ullarseli á Hvanneyri. Markmiðið er að auka nýtingu íslensku ullarinnar til nytja-, list- og heimilisiðnaðar og er það þróunarverkefni. Þær stofnanir sem styrkja verkefnið eru: Bændaskólinn á Hvanneyri, búnaðarsamtök Vestur- lands og kvenfélagasambönd á Vest- urlandi. Ullarselið er vinnustofa og sölustaður fólks sem tekið hefur þátt í námskeiðum í ullariðn. Þar eru framleiddar handunnar vörur úr náttúrulegu hráefni, s.s. ull, kanínu- fiðu, bómull, líni, tré, steinum og skeljum. RITASKRÁ UM ÍSLENSKATÓVINNU Eftir miklar vangaveltur um það hvaða verkefni skyldi velja til um- fjöllunar í BA-ritgerð í námi mínu í bókasafns- og upplýsingafræðum við Háskóla íslands ákvað ég að taka saman ritaskrá um íslenska tóvinnu. Kveikjan að þeirri hugmynd að taka saman þessa ritaskrá var fyrst og fremst sú vinna og kennsla sem fer fram á Hvanneyri í ullarvinnslu. Það kom fljótlega í ljós að efnið var ákaf- lega dreift. Mikill tími fór í að leita að efni því er fjallar um íslenska tó- vinnu. Það var lítt aðgengilegt þar sem flest af því er birt í tímaritum, sem ekki eru efnistekin. Skráin varð mun stærri en efni stóðu til, upphaf- lega átti hún að vera ca. 350 færslur en varð 965 færslur. Ástæðan fyrir umfanginu var mikill áhugi fyrir efn- inu og þar sem um sögulega skrá var að ræða þótti tilhlýðilegt að gera tímaritinu Hlín eins góð skil og mögulegt var. Það rit varpar skýru ljósi á þá þróun sem varð í íslenskum heimilisiðnaði í upphafi aldarinnar. Þar er að finna margar stuttar grein- ar víðs vegar að af landinu er lýsa þeirri vinnu sem fram fór á heimil- um landsins um aldamótin. Ekki má gleyma heimilisiðnaðarsýningunum sem haldnar voru bæði hér á landi og erlendis. Þær endurspegla árangur þeirrar vinnu sem Halldóra Bjarna- dóttir, fyrsti heimilisiðnaðarráðu- nauturinn, innti af hendi við að efla áhuga fólks á íslensku ullinni og vinnslu hennar. Ástæða þótti til að hafa ullarrann- sóknir, línrækt og tóvinnuáhöld með í skránni svo og jurtalitun og heimil- isiðnaðarfræðslu ýmiss konar. EFNISÖFLUN OG FYRIRKOMULAG Leitað var fanga á ýmsum söfnum. Sérfræðisöfn landbúnaðar, Kvenna- 50

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.