Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 19
Vélprjónuðpeysa, REFUR. Þetta er dœmigerðpeysa efiir Sirkku sem hún hejúr framleitt í meira en 10 ár. Hiín er alltafjafh vinsæl sem og margar aðrar sams konar peysur með mynsturbekk með dýrum. Hún notar eingöngu dýr úr finnskri náttúru í mynsturbekkina. Hér er refurinn, sem reyndar er uppáhaldsdýrið hennar, kominn í vegg- eða gólfteppi úr júta. nágrennis. Sirkka segist hafa valið þennan framleiðanda vegna gæða ullarbandsins og óvenju mikils úr- vals lita. Eingöngu er notuð kemísk litun, en sumir litirnir líkjast mjög jurtalituðu bandi og þeim áhrifum sækist hún einmitt eftir. En Sirkku duga ekki þeir litir sem framleiddir eru fyrir venjulega kaupendur þótt margir séu (56 litir). Hún lætur lita sérstaklega fyrir sig tugi lita í við- bót. Hún lætur lita hvítt, ljósgrátt og grátt í sama litabaðinu mislengi og fær því marga tóna í sama litn- um. Eins og áður sagði er framleiðsla á peysum hennar aðalvinna, en hún tekur stundum að sér sérverkefni eins og hún gerði nýverið fyrir Landbúnaðarráðuneyti Finnlands. Þá hannaði hún peysulínu úr lambsull af finnsku fé til að auka nýtingar- og sölumöguleika á þeirri ull. Hún vill helst ekki selja upp- skriftir af peysum sínum, segir það auka líkur á hugmyndastuldi auk þess sem sala á tilbúnum peysum er hennar lifibrauð. En hún hefur þó selt Pirkkanmaa nokkrar uppskrift- ir og selja þeir garn og uppskriftir að handprjónuðum peysum saman í pakka til að koma til móts við þá sem vilja prjóna sjálfir. Guðrún Hannele Henttinen 19

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.