Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 30
PAPPIRSGERÐ NOKKUR ORÐ UM SÖGU PAPPÍRSINS I meira en 3000 ár notuðu Egyptar papýrus til að skrifa á. Fornleifa- fræðingar telja að áhöld til papýrus- gerðar sem fundist hafa geti jafnvel verið um 4500 ára gömul. Egyptar skáru papýrusstöngulinn í þunna strimla. Þeir voru flatdr út með því að hamra þá og pressa með steináhöldum og síðan lagðir í bleyti. Því næst voru strimlarnir lagðir samsíða á flata steina. Annað lag var sett ofan á, en nú voru strimlarnir látnir snúa þvert á þá sem fyrir voru. Þegar búið var að pressa arkirnar margoft var hægt að skrifa á þær. Eg- yptar bjuggu einnig til sandala, báta, segl og mottur úr papýrusplönt- unni. Notkun papýruss náði nokkurri útbreiðslu í löndunum við Miðjarð- arhafið, þar sem hann var í notkun til u.þ.b. 1000 e.Kr., en hann náði aldrei fótfestu í Mið- og Norður- Evrópu. Þar notuðu menn bókfell (skinn) eða pergament, sem var dýr- ara en betra að skrifa á og entist bet- ur. Hinn eiginlegi pappír sem tók við af bókfellinu barst til okkar frá Kína. Kínverski pappírinn var búinn til úr plöntutrefjum, sem bundust saman og mynduðu þunnt, slétt og mjúkt efni, vel til þess fallið að skrifa á. Sagan segir að Kínverji nokkur við hirðina, T'sai Lun, hafi fyrstur manna fundið upp aðferð til að búa til pappír úr plöntutrefjum um árið 105 e.Kr. Fornleifafundir sýna þó að líklega hafi frumstæð aðferð við pappírsgerð verið þekkt í nokkur hundruð ár þegar T'sai Lun datt niður á sína aðferð. T'sai Lun tók gömul fiskinet og reipi og barði þau í sundur í renn- andi vatni svo að úr varð mauk eða kvoða. Hann dreifði úr kvoðunni á þéttriðna bambusmottu og leyfði vatninu að renna af. Síðan pressaði hann kvoðuna með því að setja farg ofan á og lét hana síðan þorna. Þeg- Pappír, í þeirri mynd sem við þekkjum hann, er ný uppfinn- ing efmiðað er viðþann tíma sem hinn siðmenntaði maður hefur lifað ájörðinni. Aður en menn lærðu að gera pappír var notast við ýmislegt til að skrifa á. Má þar nefna leirtöflur, silkiklúta og steina. Síðar lœrðu menn að verka skinn til að skrifa á og Egyptar rituðu á papýrus. ar kvoðan var orðin þurr var hún orðin að örk sem hægt var að losa af bambusmottunni. Kínverjar áttuðu sig fljótlega á að hægt var að nota ýmsar gerðir plöntutrefja til pappírsgerðar. Silki- trefjar voru mikið notaðar í fyrstu, en þegar pappírsgerðarlistin var orð- in útbreidd var það of dýrt efni svo að finna varð önnur ráð. Kínverjar urðu fyrstir til að nota tuskur og taularfa til pappírsgerðar. Þeir hafa löngum verið sjálfum sér nógir og nýjum hugmyndum og menningar- straumum deildu þeir lítt með öðr- um þjóðum. Það varð því ekki fyrr en um árið 755 e.Kr. að leyndar- dómar pappírsgerðarlistarinnar urðu kunnir Aröbum. Aðferðir Kín- verja voru vel þegnar af Aröbum og ekki leið á löngu þar til kínverska pappírsgerðarlistin varð þekkt í öll- um Miðjarðarhafslöndum. Aðstæður í Evrópu urðu síðan til þess að hráefni varð annað en Kín- verjar notuðu. Fyrir valinu varð bómull, hör og hálmur. Þegar farið var að prenta bækur á pappírinn og þörf fyrir hráefni jókst fóru Evrópu- menn að eins og Kínverjar forðum og notuðu úrsérgengin klæði og dúka til framleiðslunnar. Arið 1150 var fyrsta pappírsmyll- an sett á stofn á Spáni og árið 1490 í Englandi. Á Norðurlöndum var farið að framleiða pappír fyrir alda- mótin 1600 og í Ameríku hófst framleiðsla 1688. Sten Bille setti á stofn fyrstu pappírsmyllu í Dan- mörku árið 1575. Sú aðferð að búa til pappír úr lörfum var einmuna óþrifaleg, ef ekki beinlínis heilsuspillandi. Drusl- urnar voru látnar rotna í vatni svo vikum skipti og síðan rifnar í smábúta. Þá vinnu höfðu aðallega konur og börn með höndum. Körin með rotnandi efnisbútum voru síð- an flutt til myllunnar sem gerði kvoðu til pappírsgerðar úr innihald- inu. Eftir því sem tímar liðu og tækni fleygði fram urðu vinnubrögð þró- aðri og vélvæddari. Um miðja 19. öld fóru menn að nota tré til papp- írsframleiðslu og þá var hráefnis- vandamálið leyst — eða hvað? Nú, meira en 100 árum síðar, er hráefnisvandamálið aftur á döfinni, einfaldlega vegna þess, að skógar jarðar þola ekki þann ágang sem sí- fellt aukin neysla krefst. Gæði jarðar eru ekki eins sjálfsögð og óendanleg og okkur er gjarnt að halda. Við eig- um sjálfsagt öll langt í land á þroska- brautinni. Og meðan við leyfum okkur að nota pappír sem einnota borðtuskur rista áhyggjurnar varla djúpt. 30

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.