Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 45

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 45
sér meira að hinum skapandi þætti munsturgerðar í tölvunni og fært síðan yfir í vefstólinn af meira öryggi en áður. Við kennslu í bindifræði hafa vefnaðarforrit reynst afbragðs hjálp- artæki. I Myndlista- og handíðaskóla Is- lands hefur vefnaðarforrit verið not- að um árabil við bindifræðikennslu og reynst vel. Fyrir kennarann opn- ast einföld leið til að útskýra undir- stöðuatriði bindifræðinnar. Notkun vefnaðarforrits við kennslu flýtir jafnframt fyrir skilningi nemenda og áhugi þeirra er vakinn. Nemendur eiga yfirleitt auðvelt með að tileinka sér notkun þess, einnig þeir sem ekki hafa áður komið nálægt tölvum. Að síðustu er gaman að geta þess að hægt er að fá forrit ásamt skafta- stýringu fyrir vefstóla, þannig að tölvan stýrir því hvaða sköff hækka og lækka. Þar með er tölvan farin að gegna nákvæmlega sama hlutverki og gataspjöldin gegndu í damask- vefstól Jacquards fyrir tæplega 200 árum. Herborg Sigtryggsdóttir Heimildir: Vibeke Vestby „Veving og data", Norsk HUSFLID nr. 4 1985, Oslo, 1985 Solveig Magnusson, „Dator och vávning VÁV Magasinet nr. 1 1992, Glimákra, 1992 Solveig Magnusson, „IBM eller Macintosh?..", VÁV Magasinet nr. 3 1993, Glimákra, 1993 Gunilla Petersén, „Frigör din kreativitet med datorns hjálp", VÁV Magasinet nr. 3 1994, Glimákra, 1994 Slotnick, Butterfield, Colantonio, Kopetzky, Slotnick, „Computers & applications ", Canada, 1989 Ingibjörg Jónsdóttir, vefnaðar- kennari Ymsir bæklingar Lesendur! Hafið þið athugað að með því að gerast félagar í Heimilisiðnaðarfélagi íslands fáið þið: 10% afslátt í versluninni Islenskum Heimilisiðnaði 10% afslátt af námskeiðsgjöldum í Heimilisiðnaðarskólanum Ársritið Hug og hönd innifalið í árgjaldinu Fréttabréf félagsins og fréttabréf Handverks - reynsluverkefnis með upplýsingum um allt sem er á döfinni varðandi málefni handverksfólks, um sýningar, kynningar o.fl. Hvers vegna ekki að slá til? Notfærið ykkur póstkort sem fylgir þessu blaði til að gerast félagar eða áskrifendur að Hug og hönd. Nýir áskrifendur og félagar fá þrjú eldri blöð af Hug og hönd í kaupbæti. 45

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.