Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 11
HUGMYND KEMURAF ÞÖRF Eg þarf yfirleitt eitthvert tilefni til að skapa nýjan hlut. Hugmynd kemur af þörf. Ég var beðinn um kerta- stjaka íyrir Orminn, þegar sú krá var opnuð sl. vor. Þá varð íyrir mér. lerkibútur og ég gerði lága stjaka þar sem börkurinn fær að njóta sín og stæðið fyrir kertið er gert ofan í börkinn. Einfalt og náttúrulegt. Fólk heldur að börkurinn sé laus og detti af en það er ekki. Það þarf mikið átak til að losa hann. Og það er vissulega rétt. Þetta er einfalt og fallegt. En jafnvel einfaldur hlutur verður ekki gerður nema hann hafi fyrst orðið til í kollinum á einhverj- um. UPPSVEIFLA í HANDVERKINU Það hefur orðið mikil breyting á síð- ustu árum í viðhorfi til handverks, segir Edda. A meðan ég vann úti fyrir 1989 spurði fólk mig hvað Hlynur væri að dunda þarna heima. Það var eins og lægi í orðunum að ég væri að vinna fyrir honum. Síðan eða um 1990 þegar fór að þrengjast um á vinnumarkaðnum var farið að leita leiða til þess að fólk gæti fund- ið sér eitthvað til að gera heima. Þá var farið að halda námskeið í ýmiss konar handverki og föndri. Þá varð eins konar bylting í viðhorfi til þessa og nú er handverk bókstaflega í tísku. Þetta er auðvitað mjög já- kvætt og leysir margt úr læðingi. EIGIN VERSLUN Fyrir þrem árum settu þau hjónin upp verslun heima á Miðhúsum. Það segja þau að sé grundvöllur að því að geta komið smáhlutunum í verð. Verslunin er opin allt árið en að sjálfsögðu er mest að gera á sumr- in. Þangað koma oft hópar til að skoða og versla. Nú er einnig svo komið að starf- semin er að sprengja utan af sér hús- næðið og í vetur hyggjast þau útbúa stærri vinnustofu í hlöðu sem til er á bænum. Einnig er svo komið að þau þurfa að fara að fá sér aðstoðar- fólk til að geta annað þeim verkefn- um sem til falla. NORRÆN RÁÐSTEFNA UM HANDVERK I september s.l. var Hlyn og Eddu boðið ásamt fleirum að taka þátt í ráðstefnu um handverk sem haldin var í Finnlandi. Hún var á vegum Forbundet Nordisk vuxenopplysn- ing og fjallaði um hvernig nýta mætti handverk í fullorðinsfræðslu. Þarna voru fyrirlestrar og sýning á handverki fyrir ráðstefnugesti. Við fórum eingöngu með hluti unna úr beini og horni, segir Edda. Þeir vöktu mikla athygli og þóttu ólíkir öðru því sem á sýningunni var, bæði hvað varðar hönnun og einnig hvað við notuðum óvenjuleg efni, sem þó er auðvelt að afla sér. Við fórum ekki með neitt úr tré því við töldum að Skandinavar væru þar í fremstu röð. Við sáum þó eft- ir að hafa ekki tekið eitthvað með úr lerki því á Norðurlöndunum vinna menn ekki úr lerki. Þeir hafa líka gamlar hefðir sem þeir eru bundnir af, en við getum látið hug- myndaflugið njóta sín. ALÞÝÐULISTIN ER EILÍF Edda og Hlynur telja sig vera að vinna að alþýðulist. Þau eru óskóla- gengin í því sem þau eru að gera. En þau eru hönnuðir og framleið- endur að hlutum sem eru einstakir í sinni röð. Þau eru frumherjar sem auðga þjóðlíf og menningu síns tíma og fyrirmynd þeim sem á eftir koma. Sigrún Björgvinsdóttir Ljósmyndir: Magnús Reynir 11

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.