Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Page 12

Hugur og hönd - 01.06.1995, Page 12
Páskaegg. Hurðaskellir, Gluggagœgir og Askasleikir. VERK RAGNHILDAR GUNNLAUGSDÓTTUR Ragnbildur Gunnlaugsdóttir. Markvisst átak hefur verið gert til að ná til handlistafólks og fá það til samstarfs og til að sýna hvað það er að fást við, svo og til að markaðssetja muni þess. Kröfur um fallega hönn- un, fegurð og gæði hafa vaxið og metnaður til að gera allt sem best. Ragnhildur Gunnlaugsdóttir frá Ólafsfirði er handlistakona og hús- móðir í Garðabæ. Hún hefur frá unga aldri haft áhuga og ánægju af margs konar handavinnu og hefur lengi fengist við að skapa fallega hluti af ýmsu tagi. Eftir að hún fluttist suður á höfuðborgarsvæðið lærði Seinustu ár hefur jjölbreyttur heimilisiðnaður farið vaxandi hér á landi. Astœðurnar eru sjálfsagt margar. Ahuginn hefur alltafverið fyrir hendi, nú eru fleiri menntun- arleiðir á þessu sviði en áður, fleiri tækifœri til að fara á námskeið hjá handlistafólki, sýningum á hand- gerðum munum áhugafólks hefur stórflölgað. Alls konar samkeppni, t.d. um gerð minjagripa, hefur örvandi áhrif. Upplýsingamiðlun er betri og síðast en ekki síst jákvæð umflöllun og upplýsingar í flölmiðlum um þetta svið menningarinnar. hún teikningu og vefnað í Mynd- lista- og handíðaskólanum og sótti m.a. námskeið í leirmótun og postu- línsmálun. Húsmóðurstörf og upp- eldi barna tók mestan tíma hennar um árabil, en þær stundir sem gáfust notaði hún eins og hægt var til handavinnu og listsköpunar. Efnisval var fjölbreytt, einnig vinnuaðferðir. Nú þegar börnin eru uppkomin gefst meiri tími og betri aðstaða til að sinna þessum áhugamálum. Það var árið 1982 að Ragnhildur eignaðist leirbrennsluofn sem hún setti upp heima hjá sér. Þá gat hún sjálf farið að brenna leirmuni, gler- unga og postulínsliti og gera ýmsar tilraunir á því sviði. I leir hefur hún nær eingöngu mótað fremur litla hluti, við gerð þeirra nýtur nákvæmni hennar og vandvirkni sín vel. Hér verður minnst á nokkur viðfangsefna hennar. Páskaegg Ragnhildar hafa vakið athygli, þau eru bæði sérstæð og fal- leg. Eggin, sem eru 2-3 sm á hæð, handmótar hún úr steinleir, það er seinleg nákvæmnisvinna. Leirinn er þurrkaður vel og hrábrenndur, síðan glerjaður í ýmsum litum og brennd- ur aftur. Síðan kemur skreytingin, máluð með postulínslitum, aftur brennt og síðast stundum skreytt með gulli. Artal er málað á páskaegg- in. Engin tvö páskaegg eru eins. Haustið 1982 byrjaði Ragnhildur 12

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.