Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 33
BARNAPEYSUR UR HAND- SPUNNU ULLARBANDI OG HÚFUR MEÐ TÖLUM ÚR KINDAHORNUM Hönnun Asdís Birgisdóttir, prjónakona Kristín Isleifsdóttir, fyrirsœtur: Arnar og Hildur, Ijósmynd: Magnús Reynir. Þetta einstaka hráefni var fengið hjá Ullarselinu, Hvanneyri, 311 Borg- arnes s.437-000 og hjá Þingborg, 801 Selfoss s.482-1027. SKAMMSTAFANIR: sm: sentimetrar g: grömm L: lykkja (ur) hringp: hringprjónn Prj: prjóna umf: umferðir sl: slétt prjón br: brugðið prjón Fífa EFNI: Handspunnin ull og tölur ár kindarhorni. Grátt: Handspunnin lambsull; 80% lambsull, 20% fiða. Hvítt: Handspunnin fiða og þel; 50% þel, 50% fiða. Sprengt: Sauðsvart, grátt og hvítt; handspunnin samkemba með fiðu. Grænt: Handlitað ullarband. Bandið er frá: Ullarselinu, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Asta Sigurðardóttir Tölurnar eru frá: Þingborg, 801 Selfoss. Margrét Kristinsdóttir og Valdís Borgþórsdóttir 122 134 140 grátt 300 g 350 g 400 g hvítt 100 g 100 g 100 g sprengt 25 g 25 g 25 g grænt 25 g 25 g 25 g Sokkaprjónar nr. 3 '/2 og 4. Stuttur hringprjónn nr. 4. Langir hringprjónar nr. 3 og 4. Javanál. STÆRÐIR: 122 134 140 yfirvídd 86 sm 92 sm 95 sm ermalengd 30 sm 32 sm 36 sm sídd 46 sm 50 sm 54 sm (frá miðju hálsmáli) PRJÓNFESTA: 20 L. í sl. prjóni gera 10 sm. Gerið prjónfestuprufu og breytið prjónastærðinni í samræmi ef þörf krefur. BOLUR: Fitjið upp með gráu 152-164-170 L. á hringp. nr. 3 1 /2. Tengið í hring og prj. 1 umf. br. með hvítu. Prj. svo stroff með gráu og hvítu: *1 L. sl. (grá), 1 L. br. (hvít)* 10 umf. Skiptið yfir á hringp. nr. 4 og prj. einlitt með gráu. í 2. umf. skal auka út um 20 L„ 172-184-190 L. Prj. þar til bolurinn mælist 26-29-32 sm frá uppfit. Setjið 12 L. á hjálparnál eða þráð og geymið. ERMAR: Fitjið upp 34-36-38 L. með gráu á sokkaprjóna nr. 3 '/2, tengið í hring og prj. 1 umf. br. með hvítu. Prj. svo stroff eins og á bol með gráu og hvítu, 10 umf. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 og prj. einlitt 1 umf. og aukið svo út í 2. umf. um 12-11-10 L. jafnt yfir prjóninn, 46-47-48 L. Aukið svo út á miðri undirerminni um 2 L. í 4. hverri umf„ 10-11-13 sinnum, þar til eru 66-69-74 L. á prjóninum. Prj. ermina 30-32-35 sm frá uppfit. Setjið 12 L. á miðri undirerminni á hjálparnál eða þráð, 54-57-62 L„ og prj. ermina upp á bolprjóninn. Prj. svo 74-80-83 L. af bolprjóninum, setjið næstu 12 L. á hjálparnál eða þráð, geymið. Prj. hina ermina eins og prj. hana upp á bolprjóninn og svo 74-80-83 L. af bolnum. Þá eru 256-274-290 L. á prjóninum. AXLASTYKKI: Prj. samkvæmt munstri, fækkið um 1 L. í 1. umf. í st. 122 og 140, en um 2 L. íst. 134, 255-272-289 L. Endið með 75-80-85 L. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á prjóna nr. 3 '/2 og prj. stroff eins og á bol. Prj. svo 1 umf. br. með gráu og fellið svo laust af br. FRÁGANGUR: Saumið með prjónsaumi og grænu bandi 1 L. neðan við fífurnar. Ger- ið það óreglulega því ekki er þörf á að sauma í hverja. Gangið frá endum og lykkið saman undir höndum. Þvoið að lokum og leggið til þerris. ALPAHÚFA: Vídd 40-45 sm. Fitjið upp 80-90 L. með gráu á prjóna nr. 3 V2. Tengið í hring og prj. 1 umf. br. með hvítu. Prj. svo stroff eins og á bol, 10 umf. Skiptið yfir á prjóna nr. 4 og prj. einlitt með gráu. Prj. svo 1 umf. br. og 1 umf. sl. Aukið jafnt út í næstu umf. um 50-50 L.í 130-140 L. Prj. 8-10 sm og hefjið svo úrtöku. Takið úr í 2. hverri umf. þannig: 1. umfi: Prj. *11-12 L„ prj. saman 2 L. sl.*, 10 sinnum. 33

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.