Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 44

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 44
TÖLVUR OG VEFNAÐUR Þegar tölvur og vefstólar eru nefnd í sömu andrá dettur líklega fæstum í hug að þar sé um að ræða verkfæri sem tengjast hvort öðru. Reyndar má rekja tilurð tölva til damaskvefstóls sem fundinn var upp um 1800 af Joseph Jacquard og var stýrt með gataspjöldum. En með nútímatölvu og vefnaðar- forritum hafa opnast nýir möguleik- ar til samnýtingar þessara verkfæra. Það er meira en áratugur síðan fyrstu vefnaðarforritin litu dagsins ljós og síðan hafa verið hönnuð og þróuð allnokkur forrit, á Norður- löndum og víðar. Vefnaðarforrit eru íyrst og fremst hjálpartæki við að teikna upp bindimunstur fyrir vefnað. Bindimunstur fyrir vefnað sýnir hvernig uppistaða og ívaf bindast hornrétt og mynda eina heild. BINDIMUNSTUR Bindimunstur er teiknað á rúðustrik- aðan pappír þar sem lóðrétt rúðuröð táknar uppistöðuþráð og lárétt rúðu- röð ívaf. En til þess að geta ofið viðkom- andi bindingu þarf að finna út hvernig á að draga uppistöðuþræði í höföld, binda upp skammel og í hvaða röð á að stíga á þau. Þannig þarf að teikna inndráttar- munstur, uppbindingarmunstur og stigmunstur eftir bindimunstrinu. Einnig má teikna bindimunstur út frá inndráttar-, uppbindingar- og sdgmunstri. Áður en sett er upp í vefstólinn skiptir miklu máli að búið sé að á- kveða hvernig bindingu á að nota og hvernig á að setja hana upp. Eftir að búið er að setja upp í vefstólinn er ó- gerlegt að breyta hafaldainndrætti og fyrirhöfn fylgir breytingum á upp- bindingu. Hingað til hefur bindimunstur eingöngu gefið vísbendingu um útlit voðar, teiknað í jafnar rúður án þess að tekið sé tillit til mismunandi þétt- leika og grófleika vefjarefna. Með tilkomu vefnaðarforrita er hægt að nálgast það að sjá útlit voðar áður en sett er upp í vefstólinn. Hægt er að láta vefnaðarforrit teikna upp inndráttar-, uppbinding- ar- og stigmunstur eftir bindi- munstri. Einnig er hægt að slá inn mismunandi inndráttar-, uppbind- ingar- og stigmunstur og forritið teiknar bindimunstrið. Þá er auðvelt að gera einstaka breytingu á einum og einum þræði og sjá hvernig bindimunstrið breytist við það. Nokkrar flýtiaðgerðir eru til stað- ar við teikningu á hafaldainndrætti, stigi og bindimunstri, s.s. speglun, endurtekning, flutningur, viðbótar- reitir og reitir þurrkaðir út. Vefnaðarforrit getur sýnt útlit með mismunandi þéttleika og gróf- leika vefjarefna og jafnvel einstakra þráða. Flest geta breytt úr hefðbund- inni rúðuteikningu yfir í þráðaútlit, bæði nálægt og úr fjarlægð. Hægt er að fá mynd af röngu á efni. Liti er hægt að velja á uppistöðu og ívafsþræði og einfalt er að breyta litum í grunni og munstri og einnig á einstaka þráðum. Mörg forrit hafa ýmsa aukagetu, geta t.d. sýnt þversnið af voð, gefið upp lengstu þræði sem liggja ó- bundnir, sýnt tvöfaldan hafaldainn- drátt og stig. Sum forrit hafa upp- sktiftaseðil sem er útfylltur og í fram- haldi reiknar tölvan út efnismagn í hverjum lit, hafaldafjölda á hverju skafti o.fl. Öll forrit gefa kost á vistun bindimunstra og er þá hægt að prenta þau út hvenær sem er. Mismunandi kröfur eru gerðar til tölvubúnaðar eftir forritum. Bæði fást forrit fyrir Macintosh og PC- tölvur og mörg PC-forrit eru gerð fyrir Windows umhverfi. Það þarf ekki að fjölyrða um ágæti vefnaðarforrita fyrir þá sem vefa og hanna sínar eigin voðir. Hægt er að flytja mestalla tilrauna- og prufugerð yfir í tölvuvinnslu um leið og öll munsturgerð verður markvissari og fljótunnari. Vefarar geta nú einbeitt 44

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.