Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 36
AÐ HANNA OG PRJÓNA Spjall um hönnun, í tilefni af peysusamkeppni Heimilisiðnaðarskólans síðastliðið vor BAKGRUNNUR Að hanna prjónaðar flíkur og að kunna að prjóna þarf ekki alltaf að fara saman. Samkvæmt orðabók Menningar- sjóðs er merkingin bak við „hönn- un“ að gera grunnteikningu að ein- hverju eða ráða fyrirkomulagi á ein- hverju. Ef þetta er haft í huga er starf prjónhönnuða ekki ólíkt starfi annarra hönnuða; grunnteikningar og þekking á hráefninu sem á að vinna með verður að vera undirstaða hönnunar. Hönnunarferlinu má þar af leið- andi skipta í nokkra þætti, t.d. grunnteikningar, form og litafræði og síðast en ekki síst samruna fyrr- nefndra þátta, sköpunina sjálfa. Huglægi þátturinn er kannski flókn- astur og um leið mikilvægastur því að þar reynir jafnt á alla þætti ferlis- ins, úrvinnslan hefst, persónulegt mat og stíleinkenni viðkomandi hönnuðar skilja á milli hlutlausrar teikningar og hannaðrar fram- leiðslu. Stíleinkenni hönnuða er sá þáttur sem almenningur jafnt sem fagmenn grípa til þegar lýsa á ein- stökum flíkum og um leið viðkom- andi hönnuði. Prjónhönnuður teiknar, raðar saman lykkjum og lit- um en síðast en ekki síst stendur hönnuðurinn frammi fyrir spurn- ingum um hráefnið og fyrir hvern verið sé að hanna; spurningum um markhópinn. Þegar markhópur handprjóna- vöru er skoðaður blasir við vanda- mál sem tengist verkmenningu þess- arar þjóðar. Prjón er kennt í grunn- skólum landsins, lengst af eingöngu stúlkum en nú einnig drengjum. Þetta ætti að auka skilning og skapa grundvöll fyrir markaðssetningu á hönnuðum prjónaflíkum í hágæða- flokki hérlendis. En sú er ekki reyndin. Þróunin virðist hafa verið í þveröfuga átt. Hér geta allir prjónað og markaðurinn er mjög lokaður fyrir dýrum, hönnuðum hand- prjónavörum. SAMKEPPNI HEIMILISIÐNAÐARSKÓLANS Síðastliðið vor var ákveðið að Heim- ilisiðnaðarskólinn stæði fyrir sam- keppni í peysuhönnun. Það þarf að gefa hönnuðum tækifæri til að koma sér á framfæri en ekki síður að hlúa að hugmyndaauðgi í greininni. Hvers vegna peysur fyrir hesta- menn? spurðu margir, en hugsunin á bak við þá ákvörðun var annars vegar sú staðreynd að hestamenn, sérstaklega erlendir, fjárfesta í peys- um bæði vegna notagildis og ekki síður til minninga um skemmtilega ferð. Hins vegar þurfti að afmarka rammann sem vinna átti með, jafnt fyrir hönnuðina sem dómnefndina. í þriðja og síðasta lagi var þetta spurning um band og íslenskt band þykir henta hvað best í hlýinda- og útivistarflíkur. VERÐLAUNAPEYSAN Katrín Andrésdóttir hlaut verðlaun- in í samkeppninni fyrir peysu sem sést á meðfylgjandi mynd. Katrín er dýralæknir að mennt og býr í Reykjahlíð fyrir austan fjall. Katrín hefur ekki tekið þátt í samkeppni í prjónhönnun fyrr, en hefur þegið á- huga á góðu handverki bæði í móð- ur- og föðurarf. Þar sem Katrín hef- ur starfað með Þingborgarhópnum vildi ég vita hvort um væri að ræða ákveðna áhersluþætti eða þróunar- ferli í hönnunar- eða ullarvinnslu hópsins. Katrín segir að fag- og gæðamál framleiðslunnar hafi verið sett á oddinn, án þess þó að hefta hvern og einn í sinni sköpun. Þannig hafi margar konur fengið útrás fyrir sköpunarþörfina, en undir „gæðaeftirliti“ hópsins. Þing- borg sá líka um sölu á framleiðsl- unni svo að segja má að hópurinn sinni öllu framleiðsluferlinu. Á- hugasamir geta fengið kennslu á staðnum í ýmsu sem viðkemur hönnun og ullarvinnslu svo að framleiðsla þeirra geti þróast. Katrín segist ekki einvörðungu nota íslenskt band eða íslenskt ítar- efni. Istex hefur sérunnið lopa fyrir hópinn, Þingborgarlopa, sem Katrín hefur nýtt sér í peysur sem og sérstaklega handspunnið band frá Valdísi Bjarnþórsdóttur, sem er ein úr hópnum. En af erlendu garni notar hún helst norskt ullarband og Rowanband frá garnversluninni Storkinum í Reykjavík. Við rædd- um stöðu lopapeysunnar og er Katrín á því að „hún verði áfram forystusauður íslensks handverks, þótt mörgum þyki hún geld og mögur“. SAMKEPPNISFORMIÐ Samkeppnisformið er bara ein leið af mörgum til að koma hönnuðum á framfæri og hentar eflaust ekki öllum. Samkeppni má líkja við happdrætti, spurningin er á hvaða forsendum er keppt. Þegar ég spurðist fyrir um þetta bæði hjá hönnuðum, verslunareig- endum og framleiðendum þá bend- ir Ásdís Birgisdóttir hönnuður á að nauðsynlegt sé að kunna að vinna eftir kröfum annarra og ef hönnun- in sé keypt gefi það viðkomandi viðurkenningu og kjark til að halda áfram á þessari braut. Védís Jónsdóttir, starfandi prjón- hönnuður hjá ístexi, segist gjarnan vilja sjá fleiri hönnuði taka þátt í samkeppni þegar hún fer fram. Það 36

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.