Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 41

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 41
saman í hafald á efsta skafti. Næstu tveir þræðir eiga, samkvæmt 2. vísu, að bindast í hafald á neðsta skafti (nefnt neðsta hafald), einnig nefndir bak og fyrir. Þetta stenst að öðru leyti en því að á annað skaftið kemur fyr- irþráður á undan, þ.e. fyrir og bak, á hitt bak og fyrir. Gert er ráð fyrir að unnið sé frá vinstri til hægri.4 Samkvæmt lýsingunni frá 1870 skal binda „annan í bak og annan í fyrir [...] á neðra skaftið". I 3. vísu segir að bakþræðina tvo og tvo eigi að binda á miðskaft en enga í fyrir. En 4. vísa sýnist mér ráðlegging um hvernig ganga má úr skugga um hvort höföldin komi í réttri röð. Millifyrirsögn eftir 4. vísu er: Um þráðar bót. Næstu fjórar vísur eru einmitt leiðbeiningar um hvernig finna má rétta staði slitinna þráða. Þar kemur skilskaft við sögu og á að vísa veginn. Skilskaftið situr í uppi- stöðunni á milli fyrirþráða á efsta annars vegar og neðsta hins vegar. Að öðru leyti yrði of langt mál og flókið að reyna að skýra 5.-8. vísu. I 9. og 10. vísu er talað um að fitja „vefinn fagurt og þétt" með fjórum fyrirþráðum í hverri lykkju. Það var einnig fitjað í bakþræði (bakfeta). Fit- in var aðallega til að jafna bilin á milli þráðanna, svo að ekki kæmu skörð í vefinn. Fyrst nú, í 10. vísu, kemur fram að hér er fjallað um vaðmál. Hrœll er nefndur í 11. vísu og sagt að hann „skrjáli [...] við þræði". Hræln- um er m.a. rennt þvert yfir uppistöðu- þræðina og er ekki fráleitt að kalla hljóðið sem myndast skrjál eða skrjáf. Annars sé ég ekki betur en kennarinn sé, í þessari vísu, að ráðleggja nemand- anum að vinda (voðina á rifinn) til að fela villurnar, „svo vefjar spjöll virðar megi ekki sjá"! I síðustu vísunni tí- undar höfundur að lokum verk sín. Sigríður Halldórsdóttir VEFJARVÍSUR 1. Um varptá þráðrinn vera’ á rétt 7. Mið-hafaldi' og efsta í vafinn í fyrsta hapti, yfirfeta finndu þráð, bak og fyrir bittu slétt til vinstri handar verður því; báða' á efsta skapti. vefkona fann þetta ráð. 2. Þar næst aðra taktu tvo 8. Mið-skapt og hið neðsta nú tygið kvenna afhald, náir undir fetamót, bak og fyrir bittu svo hægramegin hegða þú báða í neðsta hafald. í hafaldinu þráðarbót. 3. Miðskapts jaðar mundu svo 9. Fitjaðu vefinn fagrt og þétt, merkiþráður kyr er, fara skaltu svo að því: bakþræðina bittu tvo fyrirþræðir falli slétt en bregð um enga í fyrir. fjórir hverja lykkju í. 4. Hafaldið sitt á hvorju er 10. Bakfeta svo bú þú til hærra og lægra áður, breiðan vef ei skarði neitt; athuga þarf, því undan fer hentugt vaðmál hafa eg vil, efsta hafalds þráður. hvorki ofmjótt né ofbreitt. 11. Skili ráða sköptin öll, Um þráðar bót: skrjáli hræll við þræði smá, vinndu nú, svo vefjar spjöll 5. Hafðr er sá í hafald neðst, hángir yfir skilskapt þrætt, virðar megi ekki sjá. verður, þegar vífið gleðst, 12. Vífi úngu vefjarment, í vinstri hönd, þá upp er bætt. viti þjóðin það til bar, einni hef' eg svo allvel kennt, 6. Undir-skilskapt ef þú spyr að þeim þræði, sprundið mætt, enginn sá mig vinna par. hann er f efsta hafaldi kyr hægra megin þá upp er bætt. (Uppskriftin er gerð eftir prentuðu útgáfunnifrá 1874). 4 Sama. Bls. 24. 41

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.