Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 8

Fréttablaðið - 14.03.2020, Page 8
Café Komdu í kaff i AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM settu upp vinnuaðstöðu heima 31.995 SAMSUNG GALAXY TAB A 10,1” SPJALDTÖLVA SMT510NZSDNEE 29.995 NETGEAR ORBI AC1200 MESH NETBEINAR NGRBK12100PES 29.990 TRUST VERO FULL HD VEFMYNDAVÉL TRUST22397 9.995 LENOVO 27’’ TÖLVUSKJÁR 65E0KAC1EU TRUST PRIMO TÖLVUHEYRNARTÓL TRUPRIMOHSBLK 1.490 um allt hús stöðugt net LOGITECH ÞRÁÐLAUST LYKLABORÐ OG MÚS LTMK270NORDIC 5.495 dekkar 280m2 fyrir fjarfundinn vertu tilbúinn SAMGÖNGUR Sundabraut og tvö- földun Hvalfjarðarganga eru meðal þeirra sex samgönguverkefna sem Vegagerðinni verður heimilt að semja um við einkaaðila, sam- kvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt var fram á Alþingi í gær. Samninga við einkaaðila getur Vegagerðin gert að undangengnu útboði og eingöngu um sex til- teknar framkvæmdir; Hringveg norðaustan Selfoss og brú á Ölfusá, Hringveg um Hornafjarðarf ljót, Axarveg, tvöföldun Hvalfjarðar- ganga, Hringveg um Mýrdal og jarð- göng í Reynisfjalli og Sundabraut. Heimild er til eignarnáms vegna framkvæmdanna eftir reglum eignarnámslaga. Kveðið er á um að mannvirkin teljist til þjóðvega þegar framkvæmdum er lokið. Frumvarpið tekur einnig til veggjalda fyrir akstur um þau sam- göngumannvirki sem um ræðir sem fjármagna myndu framkvæmdirn- ar í heild eða að hluta, en gjaldtaka fyrir hvert þeirra má ekki standa lengur en 30 ár. Vegna þess hve ólík verkefnin eru með tilliti til aðstæðna, umferðar- þunga, stöðu þeirra í skipulagi og á samgönguáætlun verður Vegagerð- inni heimilt að velja milli tveggja kosta um gjaldtöku á hverjum stað. Stofnunin geti falið einkaaðilum að innheimta veggjald eða stofnað sérstakt félag í þeim tilgangi eða fela öðru félagi í ríkiseigu að sjá um gjaldtökuna. Samkvæmt frumvarpinu skulu mannvirkin verða eign ríkisins við lok samningstíma við einkaaðila án sérstaks endurgjalds. adalheidur@frettabladid.is Sex samgönguverkefni eru komin til þingsins Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp um sex samgönguverkefni sem geta farið í einkaframkvæmd að hluta eða heild. Kveðið er á um veggjöld í frumvarpinu. Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga eru meðal verkefna. Hringvegur við Selfoss og brú á Ölfusá: Nýr 3,6 kílómetra kafli. Nær frá vegamótum hringvegar og Biskupstungnabrautar vestan Ölfusár og brú yfir Ölfusá við Laugardæli og yfir á núverandi hringveg austan Selfoss. Ætlað að auka umferðaröryggi og spara tíma. Verkefnið er ekki á samgönguáætlun. Áætlaður kostnaður er um 6.100 milljónir króna. Áætluð meðalumferð 5.500 bílar á dag við opnun. Hringvegur um Hornafjarðarfljót: 18 kílómetra kafli sem liggur frá núverandi hringvegi við Hólm og um Hornafjörð með brú yfir Hornafjarðarfljót, þverar Hafnarveg og tengist inn á núverandi hringveg vestan Þinganesvegar. 12 kílómetra vegstytting. Í tillögu að samgönguáætlun er gert ráð fyrir blandaðri fjár- mögnunarleið. Umhverfismati er lokið og veglínan á skipulagi. Áætluð umferð við opnun 1.200 bílar á dag. Axarvegur: 22 km leið sem nær frá vegamótum Skrið- dals- og Breiðdalsvegar sunnan Skriðdals, yfir Öxi og niður í botn Berufjarðar að núverandi hringvegi þar. Gert er ráð fyrir miklum greiðsluvilja vegna mikillar vegstyttingar (68 km miðað við hringveg). Verkið er talið geta staðið undir að minnsta kosti helmingi fjármögnunar einkaaðila. Umhverfismati er lokið og veglínan í aðalskipulagi. Áætlaður kostnaður um 4.000 millj. króna. Áætluð umferð 220 bílar árið 2018. Tvöföldun Hvalfjarðarganga: Undirbúningur ekki hafinn og ekki er gert ráð fyrir fjármagni til fram- kvæmdarinnar í samgönguáætlun. Stefnt á að um hreina einkaframkvæmd/reiðugreiðsluleið verði að ræða. Val á leið liggur ekki fyrir. Hagkvæmasti kosturinn er talinn geta kostað 21.800 milljónir með fyrirvara um mikla óvissu í jarðgangagerð. Umferð 7.300 bílar á dag 2018. Hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli: Hugmynd að legu hringvegar sunnan Víkur með jarð- göngum undir Reynisfjall og svo meðfram Dyrhólaós. Ekki gert ráð fyrir fjármagni í samgönguáætlun. Um einkaframkvæmd yrði að ræða. Vegstytting yrði 2 kílómetrar og umferðaröryggi aukið. Áætlaður kostnaður 6.500–7.900 milljónir miðað við veglínu á aðalskipulagi. Umferð um 2.600 bílar á dag árið 2018. Sundabraut: Undirbúningur ekki hafinn og óákveðið hvort gerð yrðu jarðgöng með lágmarksröskun á starfsemi Sundahafnar eða lágbrú sem myndi þýða endurskipulagningu Sundahafnar. Gert er ráð fyrir hreinni einkaframkvæmd. Vegstytting frá Kjalar- nesi til miðborgar um 7 til 9 kílómetrar. Áætlaður kostnaður á bilinu 60.000 til 74.000 milljónir. Áætluð umferð árið 2030: 32.300 bílar á brú eða botngöngum yfir Elliðaárvog en 11.400 bílar á brú yfir Kollafjörð. Áætlaður kostnaður miðast við núverandi verðlag. Óvissa er metin frá –5%/+20% Kostnaðarmatið er sett fram með fyrirvara um óvissu og þann kostnaðarauka sem óhjákvæmilega hlýst af aðkomu einkaaðila að fjármögnun verkefnanna. 1 4 . M A R S 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.