Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 3
32 01 8 ÚTGEFANDI Nýprent ehf. Sauðárkróki Sími 455 7176, feykir@feykir.is RITSTJÓRI & ÁBM. Páll Friðrikssn palli@feykir.is BLAÐAMAÐUR Fríða Eyjólfsdóttir frida@feykir.is LAUSAPENNAR Óli Arnar Brynjarsson oli@feykir.is FORSÍÐUMYND Róbert Daníel Jónsson AUGLÝSINGASÖFNUN Sigríður Garðarsdóttir UMBROT & PRENTUN Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað í 3600 eintökum og er dreift frítt í öll hús í Skagafirði og í Húna- vatnssýslum. 20 18 Jólin mín Bryndís Rut Haraldsdóttir Varmhlíðingur Lakkrístoppar eru alveg æði Jólin eru... tími til þess að vera með vinum og fjölskyldu. Hvað kemur þér í jólaskap? Jólalög, jólaskreytingar, snjórinn, smákökur og jólaöl. Hvert er besta jólalagið? All I Want For Christmas með Mariah Carey. Hvað finnst þér ómissandi að gera yfir hátíðirnar? Öll fjölskylduboðin eru ómissandi. Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Ekkert sérstakt. Bakar þú fyrir jólin? Já, er nýlega byrjuð á því. Hver er uppáhaldskökusortin þín? Lakkrístoppar eru alveg æði. Jólin koma... Rósa María Vésteinsdóttir Narfastöðum í Skagafirði ... þegar kirkjuklukkurnar óma í útvarpinu klukkan sex á aðfangadagskvöld og jólasteikin er tilbúin á uppdekkuðu borðinu. Guðni Þór Einarsson Sauðárkróki ... þegar ég er búinn að horfa á Christmas Vacation á Þorláksmessukvöldi með fjöl- skyldunni. Álfhildur Leifsdóttir Sauðárkróki ... þegar við börnin og mamma mín njótum samverunnar á aðfangadagskvöld, helst í náttfötum með heimagerða jólaísinn hennar mömmu í vömbinni. Rúnar Birgir Gíslason Mosfellsbæ ... þegar kirkjuklukkurnar hringja á Rás 1 og prúðbúin fjölskyldan fellur í faðm hvers annars og óskar gleðilegra jóla. Einhver hátíðleiki yfir því að heyra í klukkunum og allir sitja saman og borða jólamatinn og hlusta á gömlu jólasálmana í jólamessunni í útvarpinu. En kannski er þetta nostalgía og kirkjuklukkurnar minna mann á að sem krakki var þetta merki um að það styttist hratt í pakkana. b b b „Á aðfangadagskvöld set ég upp eina jólabjöllu, kveiki á kerti og stilli jólakortunum, sem ég fæ, upp í kringum bjölluna. Svo fer ég í góð föt, sest niður og hlýði á messuna og hugsa hlýtt til þeirra sem eru mér kærastir og hafa sent mér kort. Að öðru leyti eyði ég jólahátíðinni í fjárhúsinu hjá kindunum mínum. Þar fæ ég þá jólastemningu sem nægir mér. Finnst þér það ekki viðeigandi staður?“ Hér lýsir aldraður einbúi, Sigríður Sigurðar- dóttir á Hrafnabjörgum í Lokinhamradal, jólahátíð sinni í bók Ómars Ragnarssonar, Fólki og firnindum (1994). Þessi lýsing hrífur og ætti að vekja til umhugsunar. Á hvaða leið erum við í dag, á tímum samskiptamiðla, auglýsinga um það sem er alveg ómissandi fyrir jólin, jólahlaðborða, jólatónleika, jóla- gjafaflóðsins og alls þess sem krefst mikilla fjárútláta? Ég tel að við ættum að stansa ör- lítið við og hugleiða, hvort við gætum notið væntanlegrar aðventu og jóla á hófsaman hátt, er við, kristið fólk, fögnum komu frelsarans, sem fæddist í fjárhúsi og varð mannsbarn, okkur til bjargar. Aðventan eða koma, sem orðið merkir, á sér samhljóm með hugtakinu að vænta, vona, að vænta komu Jesúbarnsins og gefa okkur von um fögnuð og frið. Tilhlökkun að taka á móti honum, sem kemur til okkar í liðinni minningu og höfðar ætíð svo sterkt til þess tíma sem framundan er. Hann sem kemur okkur í þetta uppnám sem höfðar til tilhlökkunar og vonar. Vonin að geta ráðið fram úr viðfangsefnum líðandi stundar, vonin að geta verið með ástvinum okkar um jól og alla tíma, vonin um að halda góðri heilsu og vonin að endurheimta hana, ef við höfum misst hana. Ef vonin bregst okkur, þá getur hún kallað á andhverfu sína og kallað á kvíða, óttann við að missa, óttann við að geta ekki höndlað hamingjuna og heilsuna, sem vonin gaf fyrirheit um. Það er ætíð ljómi yfir aðventunni, þegar við bíðum komu lausnarans, er skuggar skamm- degisins þéttast og við tendrum lifandi ljós, björt og fögur Drottins ljós sem lýsa okkur inn í hátíð hugans og hjartans. „Það er eins og allir verði svo orðvarir, þegar jólin eru að nálgast. Gamla fólkið er mildara í máli, þegar það er að siða börnin. Unglingarnir sem farnir voru að blóta og spýta um tönn til að sýnast fullorðinslegir, verða nú lúpulegir, ef þeim hrýtur stóryrði af munni og kyngja munnvatninu heldur en að sýna á sér yfirlætisbrag. Eða krakkarnir sem oft hafa strítt yngri systkinum sínum, þau verða nú svo góð við þau, að engu tali tekur. Allir vilja mæta konungi konunganna með hreinum og auðmjúkum huga. Á aðfangadaginn eru ljós kveikt fyrir dögun.“ Þannig lýsir Kristín Sigfúsdóttir, skáldkona (1876-1953), síðustu dögum fyrir jól og þeim áhrifum sem koma jólanna hefur á heimilisfólkið á bernskuheimili hennar á Helgastöðum í Eyjafirði (Rit Kristínar Sigfús- dóttur 1. bindi 1948). En hvernig getum við búið okkur undir þann dásamlega tíma sem framundan er? Jú, til dæmis með því njóta aðventuljósa og hljóma. Í flestum söfnuðum landsins er boðið upp á aðventuhátíðir með þátttöku kirkjukóra og safnaðarbarna, bæði fullorðinna og ungra. Við hlýðum á fagra tónlist, sungna og leikna, sem helguð er aðventu og jólum, helgileiki, jólasögur og fleira. Við njótum gjarnan aðventuljósanna strax á fyrsta degi í aðventu og þegar við hugsum um merkingu kransins og hinna fjögurra kerta sem á honum eru, þá einbeitum við huganum að fæðingu frelsarans, því ljósið boðar komu hans. Hringurinn er tákn hinnar eilífu hringrásar sem rofin er af fjórum kertum, en aðventan upphaf nýs kirkjuárs og árvissir atburðir minna ósjálfrátt á uppruna sinn. Fyrsta aðventan var sú sem fór á undan fæðingu Jesú Krists hér í okkar heim. Lúkas einn lýsir aðventunni, fæðingu og bernsku Jesú ýtarlega. Svo ýtarlega að hann hefur verið kallaður: „maðurinn sem gaf okkur jólin”. Lúkas var ekki einn af lærisveinum og sjónarvottum Jesú. Hann var vel menntaður Grikki og læknir að ævistarfi. Á þeim dögum var það starf nær eingöngu í höndum Grikkja. Þar eð hann var ekki einn af sjónarvottum Jesú Krists, gerði hann sér mikið far um að afla sér sem bestra upplýsinga hjá þeim sem höfðu séð hann, þar á meðal er talið að hann hafi fengið hjá Maríu Guðsmóður sjálfri þær upplýsingar sem eru í jólaguðspjallinu í öðrum kapitula. Gleymum ekki þeim sem eiga um sárt að binda, réttum þeim hjálparhönd sem hennar þarfnast og hafa ýmsar hjálparstofnanir sannarlega sinnt því kalli. Við finnum hjá okkur þörf að láta gott af okkur leiða, t.d. með því að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar sem hefur forgöngu um og samhæfir mannúðar- og hjálparstarf íslensku þjóðkirkjunnar innan- lands sem utan. Munum að ekkert er sjálfgefið, þökkum fyrir heilsu okkar og líf, ræktum fjölskyldutengsl og njótum hvers dags með ástvinum okkar. Megi Guðs blessun fylgja ykkur á aðventu og jólum. Kristín Árnadóttir djákni, Borðeyri Kristín Árnadóttir djákni Hugleiðing um það sem framundan er

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.