Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 11
112 01 8 tíma kl. 7 eftir 5,5 stunda flug. Mikið skrifræði og rannsak er að koma til Bandaríkjanna en allir sluppu í gegn og eftir 4-5 tíma bið tók vélin frá LATAM til Perú á loft um miðnætti, breiðþota með 3-3-3 sætum í hverri röð. Guðrún mín treysti sér ekki í þessa langferð en fékk mér fáeinar svefntöflur í nesti og tók ég eina. Það gerði gæfumuninn svo maður var bara hress við komuna til Perú eftir 7 stunda flug kl. 6 að staðartíma. Þar sem ég stóð með handfarangur minn og beið eftir aðaltöskunni kom til mín vinalegur hundur og þefaði ákaflega af skjóðunni minni. Síðan birtist embættismaður sem vildi fá að sjá hvað leyndist í handtösku minni. Það var tregðulaust af minni hálfu því ég vissi mér einskis ills von. En þegar að var gáð kom von bráðar í ljós háskalegur hlutur, lítið epli sem ég hafði keypt á flugvellinum í New York til að borða á leiðinni en hafði gleymt því. Varð ég að afhenda eplið til yfirvaldanna og þar með var málið leyst. Upplýstist þá að bannað væri að koma með matvæli inn í landið. Nú var kominn sunnudagur og eftir 45 mínútna akstur af flugvellinum komum við að hótelinu okkar Casa Andina í Miraflores hverfinu í Lima. Þar fengum við morgunverð og síðan inn á herbergi fyrir kl. 9 til að hvílast fram yfir hádegi. Dagar í Lima Um kl. 2 kom rúta og fór með okkur kynnisferð í miðbæinn og niður að strönd. Eitt sinn er við gengum mannmarga götu þar sem leiðsögukona okkar fór í fararbroddi með íslenska fánann mætti okkur hópur stráka sem byrjaði að slá saman höndum yfir höfði sér og hrópa Húh okkur til heiðurs, hróp íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu 2016. Skemmtilegt á þessum stað, enda vakti árangur lands- liðsins þá heimsathygli. Um kvöldið var sameiginlegur máls- verður á einum af tíu bestu veitingastöðum borgarinnar. Hann er að hluta opinn en þó undir þaki. Sátum við á útiverönd þar sem sér til gríðarmikillar rústahæðar sem er talin frá því um 200-400 eftir Kristburð, því löngu fyrir tíma Inkanna. Hæðin er gríðarlega umfangsmikil, byggð upp úr milljónum lítilla leirsteina sem steyptir hafa verið í mótum og er uppgröftur þarna einungis kominn nokkuð á veg. Er hæðin lýst upp í kvöldmyrkrinu sem gerir hana athyglisverðari. Maturinn var góður og kvöldið vel heppnað. Nú er vor í Perú og þurrka- tími búinn að standa yfir en eftir tvær vikur eða svo byrjar regntíminn í Andesfjöllunum. Á Kyrrahafsströndinni er höfuðborgin Lima en þar er eyðimörk því þarna rignir nánast ekkert, 1,9 cm á ári að meðaltali var mér sagt. Allur gróður og ræktun er þarna knúinn fram með jarðvatni. Hér er umferðin óreiðukennd, borgarstarfsfólk, konur flestar, stýrir umferð á gatnamótum. Raflínur allar hanga í loftinu milli staura og virðast hreinar flækjur víða svo að ótrúlegt er að sjá. Hús eru upp til hópa ókláruð vegna þess að hér gilda þær reglur að ekki er farið að greiða fasteignagjöld af húsum fyrr en byggingu þeirra er lokið. Þess vegna eru þau gjarnan marga áratugi í byggingu, víða sést á steyputeina standa upp í loftið upp af efstu hæð eða hliðarbyggingu sem gefur til kynna að húsið sé enn í byggingu. Þótt spænska sé hið opinbera mál í Perú eru margir lítt mælandi á þá tungu. Quechua er hið forna tungumál Inkanna og er enn talað af 7-8 milljónum manna í Perú, Bolivíu, Equador Columbíu og Argentínu. Quechua [borið fram ketsua]eða Runa (fólk) simi (tal) er fjölskylda af 54 náskyldum málýskum sem eru enn talaðar af indíánum í Andesfjallendi Suður- Ameríku. Aymara er annað tungumál eldra en Quechua mál Inkanna. Í Perú eru annars talaðar 86 mállýskur og 60% landsins eru á frumskógasvæði því að nokkur hluti landsins er á Amazon-svæðinu. Annan daginn í Lima var farið eftir morgunverð að skoða einkasafnið Larco Herreira sem stofnað var 1926 af búgarðseiganda og þykir mjög merkilegt. Safnið er nú rekið af fjölskyldu Herreira sem stofnaði það. Margt fann hann á sinni landareign en keypti síðan af öðrum smærri söfn og hluti og sameinaði sínu safni. Þar eru nú, að mig minnir, um 46.000 hlutir. Mest er þar af keramikgripum en einnig vefnaður, silfur og gull. Safnið er ekki stærra en svo að á klukkutíma er hægt að ganga gegnum sýningarsalina og meðtaka flest. Þarna var brot úr allt að 3000 ára gömlum vefnaði því að hlutir hafa varðveist með endemum vel í þurrum sandi eyðimerkurinnar. Þarna fengum við einnig góða kynningu á vefnaði heima- manna og sýnikennslu í að þekkja Vicuna-ull, sem er dýrust og fínust, frá Alpaca-ull sem er algengari. Þriðjudagsmorguninn 18. september var farið með flugi frá Lima til Cusco sem er hin forna höfuðborg Inka- ríkisins í um 3.400 m hæð. Enga viðstöðu höfðum við þar heldur farið með okkur rakleiðis í gegn yfir fjallgarð í meira en 3.800 m hæð en síðan niður í heilaga dalinn Sacred Walley þar sem Urubamba- áin rennur um. Ferðin niður í dalinn var mikilfengleg og dalurinn tilkomumikill með fjöllum sínum, mjór og djúpur og ræktarlönd í botninum. Komum á markað í dalnum í smábæ sem heitir Pisac í Urubambadalnun. Þar keypti ég einn koparsleginn Inka til minja. Viðburðaríkur dagur Miðvikudagurinn 19. októ- ber var einkar viðburðaríkur. Um morguninn fóru flestir í ferðahópnum upp á brekkustall ofan við hótelið að hlýða á athöfn manns frá Cusco sem hélt fyrir okkur klukkutíma tilbeiðslustund sem hann, að hætti indíána, framdi að fornum sið eins og amma hans hafði kennt honum og hann kvaðst fara með fyrir fjölskyldu sína af og til. Hann ákallaði anda lofts og láðs og lagar, sérstaklega móður jörð eða Pacha mama eins og hún heitir á máli Quechua. Síðan tók hann fram ýmsa smáhluti, efni og matvæli, raðaði upp á sérstakan dúk með fyrirbænum og að lokum fékk hann hverjum og einum þrjú kókalauf, meðtók þau út hendi hvers og eins, blés í og lagði á fórnina og bað blessunar andanna hverjum og einum og fjölskyldum hans. Þetta var áhugaverð og falleg stund. Hann tók sérstaklega fram að þetta væri ekki sýning heldur athöfn sem hann fremdi af og til fyrir fjölskyldu sína og vini. Eftir þetta var ekið upp úr dalnum sem er í um 2700 m hæð um snarbrattar hlíðar þar sem fátækt fólk hefur komið sér fyrir í hraklegum hreysum án nokkurrar þjónustu eða leyfa frá bænum, víðast án rafmagns og vatns og hreinlætisaðstöðu. Vatn verður fólkið að kaupa af vatnsbílum sem koma á svæðin. Rútubílstjórum hér er ekki fisjað saman hvernig þeir þræða og aka um níðþröngar götur og stíga. Í 3400-3500 m hæð er háslétta með ræktunarlandi víðlendu og tiltölulega flötu. Nú er vor í Perú, þurrkatími búinn að standa lengi og gróður allur skrælnaður orðinn. Hjarðir og skepnur verða að notast við sinusnapir og sérstaklega þótti mér nautpeningur hafa ærið rýra haga. En regntíminn kemur bráðlega í Andesfjöllum og þá þýtur gróður af stað. Þarna má víða sjá kofa og byggingar á ýmsum stigum, þar sem fólk ætlar að taka sér land með óskiplegum hætti og eiga heima og væntir svo þess að innan tíðar komi þangað rafmagn og vatn. Ekið var fyrst að fyrir- bærinu Moray sem er djúp Tvær indíánakonur í þjóðbúningum með spariklædd smálömb og vilja láta taka af sér myndir fyrir gjald. Húsakynni almúgans. Víða voru þau lakari en þetta. Inkarnir höfðu ekki ritmál en með sérstöku hnútakerfi gátu þeir sent skilaboð. Nú kann enginn að lesa úr því lengur. Helgistundin í Urubamba. Í baksýn hótelið þar sem við gistum. LJÓSMYND: HALLFRÍÐUR INGIMUNDARDÓTTIR.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.