Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 12
2 01 812 kvos með stöllum eins og hringleikahús, mannvirki eru frá Inkatímanum, 12 og 13. öld. Fornleifafræðingar hafa fundið út með frjógreiningum að þetta hafi verið tilraunareitur þar sem fram fór ræktun ýmissa nytjajurta til að reyna hvort þær gætu dafnað í þessari hæð. Í nágrenninu var stjörnuathugunarstöð vegna þess að Inkarnir stjórnuðu eftir gangi himintungla hvenær hæfilegt væri að sá í akrana. Þar mátti ekki mikið út af bera til að uppskera misheppnaðist. Ofan af hásléttunni blasa við snævi þaktir tindar Andesfjalla allt upp í rúmlega 6000 metra hæð. Eftir þennan sérstæða stað var næsti viðkomustaður salt- námurnar í Maras, sannkallað furðuverk. Saltur smálækur kemur þar út úr fjallshlíð og er veitt í óteljandi misstór ker sem sólin sér um að þurrka upp en eftir verður saltið á botninum. Akstursleiðin að þessum stað er ærið þröng og háskaleg um hyldjúpt gil. Síðasti viðkomustaður var smábærinn Ollyantaytambu þar sem við skoðuðum stór- brotnar steinahleðslur af fornu Inkavirki í mögnðu umhverfi. Tambu mun þýða birgðastöð en þarna var einmitt ein slík á Inkaveginum forna. Gistum aftur á hóteli okkar í Urubamba. Fyrir utan dyr herbergis míns er eldri indíánakona með dyngju af prjónlesi og önnur yngri litlu fjær. Ég fór og skoðaði hjá henni eftir að ég kom í ákvörðunarstað og keypti svolítið en hún vildi helst að ég keypti miklu meira. En þetta var allt ódýrt og kerling heilsaði mér síðan með virktum meðan ég var við hennar dyr. Þarna sitja þessar sölukonur frá 7 á morgnana fram til 7 á kvöldin. Machu Picchu Fimmtudagurinn 20. sept- ember var kannski hátindur ferðarinnar. Vaknað snemma um morgun og kl. 7:30 mætt í rútuna sem ók okkur síðan frá Urubamba til Ollyantaytambu þar sem við vorum daginn áður. Þar var stigið í lest sem flutti okkur til bæjarins Aquas Caliente (sem þýðir heitt vatn), en hann stendur neðan við töfraborgina Machu Picchu. Lestin er hæggeng og ferðin sérstaklega þægileg meðfram Urubamba ánni sem fellur til Amazon fljótsins og þaðan í Atlantshafið. Okkur var sagt að enginn bílvegur væri til Aquas Caliente. Fjöllin og umhverfið var stórkostlegt. Við komum á leiðarenda um ellefu leytið og strax var farið í langa biðröð til að komast í bílana sem aka upp til Machu Picchu. Það var heitt og biðstaðan meira en klukkutími. Þar veiktust tveir af háfjallaveiki og sá þriðji varð lasinn er uppeftir kom og sneri til baka með rútunni. Þúsundir fara daglega upp til borgarinnar og rútur ganga stöðugt fram og til baka. Ég er gamall vegagerðarmaður en vegalagningin þarna upp hefði sannarlega ekki verið við mitt hæfi, s-beygjur upp snarbratta hlíð, víða sprengt inn í klappir. Það hjálpaði nokkuð tilfinningalífinu að víðast huldi trjágróður vegkantinn svo að sjaldnast sá niður í hyldýpið fyrir neðan en sannarlega var ógnvænlegt að horfa niður. Fjallshlíðin er þarna hátt í 700 metrar. Er upp var komið fengum við hádegisverð á veitingahúsi. Síðan um hálftvö var gengið á vit hinnar týndu borgar. Borgin Machu Picchu (fram- burður: ['mɑ.tʃu 'pik.tʃu]) var aldrei eyðilögð vegna þess að Spánverjar vissu ekki um hana og komu þangað aldrei. Þess vegna var hún stundum nefnd „Týnda borgin.“ Talið er að hún hafi verið byggð á Inkatímanum á seinni hluta 15. aldar, bygging hennar tekið um 30 ár og borgin þjónað sem menningarmiðstöð til uppeldis og kennslu framtíðarstjórnenda þjóðarinnar. Hún var síðan yfirgefin kerfisbundið að skipun Manko Inka (1533- 1545) sem stjórnaði vopnaðri baráttu gegn Spánverjum, leiðum að henni lokað og borgin gleymdist í margar aldir. Borgin er 2.430 metra yfir sjávarmáli á fjallsbrún yfir Urubambadalnum í Perú, um 70 km norðvestur af Cusco. Hún er á heimsminjaskrá UNESCO. Seint á 19. öld fréttist að nokkrir útlendingar hefðu farið á staðinn og jafnvel rænt forngripum. Það var þó ekki fyrr en í júlí 1911 að bandaríski sagnfræðingurinn Hiram Bingham tilkynnti að hann hefði „fundið“ borgina. Þá bjuggu reyndar tvær fjöl- skyldur í borginni sem var að mestu komin á kaf í frum- skógargróður. Hann var við rannsóknir í Machu Picchu næstu árin og greindi frá niðurstöðunum í fjölmörgum greinum og bókum. Í kjölfar þess var farið að ryðja skóginn og annan villigróður og lagfæra hleðslur. Því er reyndar enn ekki að fullu lokið. Nánar um borgina Í borginni eru ríflega 140 byggingar, hof og aðrar opin- berar byggingar, auk íbúðar- húsa og talið að þar hafi búið nokkur þúsund manns. Um tvö hundruð tröppugangar tengja byggðina saman enda er hún í miklum halla. Húsin eru öll byggð úr graníti, flest án múrlíms, en grjót víða í undirveggjum svo nákvæmlega fellt saman að eigi má hnífsblaði á milli koma. Þökin voru brött, fléttuð úr stráum og allt bundið með reipum. Í hlíðunum eru stallar með akurreinum þar sem rækta mátti matvæli fyrir íbúa borgarinnar. Borginni var skipt í hverfi. Sum voru fyrir hof og opinberar byggingar, önnur fyrir aðalsmenn og presta og enn önnur fyrir þjónustufólk og almenning. Í borginni eru einnig torg og opin svæði, brunnar og áveiturennur, er náðu til flestra bygginga. Vegna þess að Spánverjar komu aldrei á staðinn var borgin óskemmd af manna völdum og einstaklega vel varðveitt þótt hún væri yfirgefin og týnd umheiminum í meira en fjórar aldir. Ég treysti mér vart til að lýsa áhrifum þessa staðar, það yrði langt mál, læt fremur nokkrar myndir tala sínu máli. Ég vil bara segja að enginn staður í heiminum, sem ég hef séð, hefur orkað eins sterkt á mig, mannvirkin í sínu stórkostlega umhverfi eru kynngimögnuð. Pýramýðarnir í Egyptalandi voru auðvitað yfirþyrmandi sem mannvirki en hin sjón- rænu áhrif voru ekkert svipuð. Þeir voru raunar bara eins og fjöll. Machu Picchu tekur öllu fram sem ég hef séð og mun væntanlega nokkurn tímann sjá. Saltnámurnar í Maras. Steinahleðslur í virkinu Ollyantaytambu. Sólarklukkan í Machu Picchu. Skuggi steinsins markaði tímann. Guðrún Bergmann ásamt perúanska fararstjóranum David. Hún stóð sig með prýði, enda var þetta sjötta ferðin hennar sem fararstjóri til Perú. Borgarhverfi í Machu Picchu. Á stöllunum voru ræktaðar matjurtir. Húsið efst á hæðinni til vinstri var varðstöð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.