Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 18

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 18
2 01 818 Þau Aldís, Arnar og drengirnir þeirra tveir, Axel og Kjartan sem eru 11 og 9 ára, hafa komið sér vel fyrir á Grundarstígnum en þar keyptu þau einbýlishús á síðasta ári eftir að hafa leigt í eitt ár. Arnar er fæddur og uppalinn í Keflavík, hagfræðimenntaður í Banda- ríkjunum. Hann vann í sumarafleys- ingum í Lögreglunni í Keflavík á námsárunum og árið 2003 kynntist hann Aldísi sem nýbyrjuð var að vinna þar sem lögregluþjónn. Hann starfar nú sem forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun. Aldís, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Íbúðalánasjóði, er fædd og uppalin í Reykjavík, ólst upp í Árbænum en á ættir að rekja annars vegar í Flóann og svo í Siglufjörð. Hún er með við- skiptafræðimenntun og útskrifuð frá Líkt og forlögin hefðu gripið fram fyrir hendurnar á þeim Aldís og Arnar smellpössuðu á Krókinn Lögregluskóla ríkisins en lærði líka til einkaþjálfara. Nú eru þau bæði í diplómanámi í opinberri stjórnsýslu á meistarastigi í HÍ í fjarnámi. Búskapur þeirra Aldísar og Arnars hófst í Kópavogi en síðar í Garðabæ þar sem þau bjuggu í tíu ár áður en þau fluttu á Krókinn. Það er í margt að líta og viðurkennir Arnar að það sé strembið að koma öllu saman og þá aðallega fyrir Aldísi sem auk þess að vera í fullu starfi og vakna suma morgna til að kenna í Þreksport þá eru þau bæði að læra á kvöldin. „Þetta er allt hægt og sérstaklega eftir að við fluttum hingað. Ég held að ég hefði ekki treyst mér í þetta í bænum. Við erum búin að græða tvo til þrjá klukkutíma á sólarhring eftir að við fluttum hingað,“ segir Aldís og Arnar tekur undir: „Það virkaði alltaf á mig sem einhver klisja að það væri meiri tími úti á landi, en í ljós kemur svo að það er bara satt. Fyrir sunnan vorum við að vinna til fimm eða sex á kvöldin og þá átti eftir að fara í einhverja líkamsrækt eða búð og búðarferð fyrir sunnan tekur fjórum sinnum lengri tíma en hér,“ segir Arnar en þau búa svo vel að hafa Skagfirðingabúð í sama húsi og vinnustaðurinn er í. „Svo átti eftir að keyra heim í Garðabæinn úr Reykjavík og þá var eftir skutl á æfingar eða sækja og dagurinn horfinn. En hérna erum við bæði komin heim yfirleitt fyrir klukkan fimm. Svo löbbum við allt, erum þrjár mínútur í vinnuna og strákarnir eru tvær mínútur að labba í skólann og íþróttirnar,“ segir Arnar. Aldís bætir við að ef þau þurfa að skjótast í skólann, í foreldraviðtal eða eins og hún fór í daginn sem viðtalið var tekið, fjölíðarlok, tekur það enga stund. „Í Garðabæ var þetta mjög mikil aðgerð og gat tekið hálfan daginn. Þetta eru engar ýkjur, maður græðir tíma. Það er allt í seilingarfjarlægð og einstaklega góð staðsetning þar sem við búum núna.“ Þeir hafa margir verið fallegir morgnarnir undanfarið og vel hægt að nýta þá til útiveru. Hér eru þau Arnar og Aldís með sonum sínum tveimur, Axel og Kjartani, við folfvöllinn við Litlaskóg. MYND: PF VIÐTAL Páll Friðriksson Það vekur ætíð athygli þegar ný fjölskylda flytur í lítil bæjarfélög á landsbyggðinni og ekki hvað síst ef viðkomandi kemur af höfuðborgar- svæðinu. Kannski ræður hrepparígurinn einhverju um þennan áhuga heimamanna og samanburðurinn á landsbyggðar- og borgarlífinu litast oft af einhvers konar heimabyggðarrembingi. Kannski telst það ekki lengur til tíðinda þegar einhver flytur á Sauðárkrók en það vakti athygli undirritaðs hve jákvæða umsögn nýi staðurinn fékk hjá þeim Aldísi Hilmarsdóttur og Arnari Má Elíassyni sem fluttu á Krókinn fyrir tveimur árum. Feykir fékk þau hjón til að segja frá flutningnum og því hvernig það gekk að aðlagast nýjum aðstæðum.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.