Feykir


Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 22

Feykir - 28.11.2018, Blaðsíða 22
2 01 822 210 g döðlur ½ bolli vatn 1 tsk natron 120 g smjör 90 g sykur 2 egg 100 g hveiti ½ tsk kanill ½ tsk vanilla 1½ tsk lyftiduft Aðferð: Byrjið á að setja döðlur og vatn í pott, hitið að suðu. Takið af hellunni og bætið natroni saman við. Kælið maukið og hrærið í af og til. Þeytið saman smjör og sykur, bætið eggjum í, einu í einu. Blandið þurrefnum saman og setjið út í. Síðast er döðlumaukinu bætt við í nokkrum skömmtum. Bakað við 180°C í 35-40 mín. Karamellukrem: 120 g smjör 1½ dl rjómi 120 g púðursykur Aðferð: Sjóðið saman við vægan hita í u.þ.b. 10 mín. og hrærið í á meðan. Sett ofan á kökuna eða borið fram með henni ásamt rjóma eða ís. Þorbjörg Bjarnadóttir Bounty terta 4 egg 140 g kókosmjöl 140 g flórsykur Aðferð: Aðskiljið eggjarauður og hvítur og þeytið eggja- hvíturnar vandlega með flórsykrinum. Blandið kókos- mjölinu varlega saman við með sleikju og setjið deigið í smurt, lausbotna tertuform. Bakið botninn við 130-150°C í 20-30 mínútur eða þar til hann er ljósbrúnn að lit. Útbúið kremið á meðan kókosbotninn kólnar. Krem: 100 g smöjör 100 g súkkulaði 60 g flórsykur 4 eggjarauður Aðferð: Bræðið smjörið og súkkulaðið yfir volgu vatns- baði og setjið í skál. Blandið flórsykrinum saman við og kælið blönduna vel. Bætið eggjarauðunum í og þeytið á fullum krafti þar til kremið verður ljóst og þykkt. Smyrjið kreminu á botninn og látið kökuna standa í kæli fram að framreiðslu. Frystið einn pela af rjóma í sama formi og kakan var bökuð og leggið ofan á kremið rétt áður en kakan er borin fram. Það eru konur í Kven- félagi Bólstaðarhlíðar- hrepps sem gefa lesendum UMSJÓN & MYNDIR Fríða Eyjólfsdóttir uppskriftir í JólaFeyki þetta árið og töfruðu þær fram margvíslegar kræsingar á fundi sem haldinn var í Hólabæ í Langadal í síðustu viku. Starfssvæði félagsins, sem var stofnað árið 1927, nær yfir Bólstaðarhlíðarhrepp hinn Guðmunda Guðmundsdóttir Brún lagterta 250 g sykur 250 g smjörlíki 3 egg 500 g síróp 2 dl súrmjólk (Ab mjólk er betri) 750 g hveiti 3 tsk natron 2 tsk negull 2 tsk kanill 2 tsk kakó Aðferð: Smjörlíki og sykur þeytt vel saman. Eggin þeytt saman við, eitt í einu. Sýróp og súrmjólk (Ab mjólk) hrærð út í. Hveiti og öðrum þurrefnum blandað saman við og hrært. Jafnað út á þrjár plötur og bakað við 200°C (eða 180° í góðum blástursofni). Smjörkrem sett á milli. Fanney Magnúsdóttir Döðlukaka forna í Austur-Húnavatnssýslu og í því eru um 15 konur. Starfsemi félagsins er vel virk yfir veturinn og eru þær duglegar að gera eitthvað skemmtilegt saman auk þess að standa fyrir ýmiss konar fjáröflun. Fastur liður í starfi félagsins er jólamarkaður í Húnaveri sem að þessu sinni verður haldinn þann 1. desember. Á myndinni hér til hliðar eru frá vinstri: Auður Ingimundardóttir, Linda Carlsson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Sigríður Þorleifs- dóttir, Guðrún Erla Hrafnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðmunda Guðmunds- dóttir og Fanney Magnúsdóttir. Sesselja Sturludóttir Daim kaka eftirréttur (frosin) Botn: 4 stk. eggjahvítur 160 g sykur 150 g heslihnetukurl Aðferð: Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman þar til hræran er orðin mjög stíf og þétt. Hrærið heslihnetunum varlega saman við með sleif. Bakið botninn í 45 mín. við 175 gráðu hita. Krem: 4 eggjarauður 80 g sykur 3 – 6 stk. Daim súkkulaði. ¼ eða ½ l rjómi (fer eftir smekk hvers og eins. Mér finnst betra að hafa meira, sérstaklega ef ég nota kökuna sem desert). Aðferð: Þeytið rjómann þar til hann er orðinn vel stífur og geymið á meðan eggin og sykurinn eru stífþeytt. Blandið rjómanum og eggja- hrærunni varlega saman með sleif. Saxið eða myljið Daim súkkulaðið og blandið því varlega saman við. (Gott ráð er að setja súkkulaðið í poka, vera með bretti og buffhamar og berja súkkulaðið þar til það er orðið að kurli). Sett yfir kökuna sem er sett í frysti og geymd þar til hún er tekin út 10-15 mín. áður en hún er borin fram. Auður Ingimundardóttir Ostasalat 2½ dl majónes 1 dl sýrður rjómi 1 Mexíkóostur 1 rauð paprika rauð vínber Aðferð: Hrærið saman majónesi og sýrðum rjóma í skál. Skerið Mexíkóostinn niður með ostaskera frekar smátt (gott að smyrja ostaskerann með pínu ólífuolíu) og bætið í skálina. Skerið papriku og vínber smátt og bætið í skálina. Borið fram t.d. með Tuc eða Ritz kexi. Bakkelsi úr Bólstaðarhlíðarhreppi Feykir heimsælir Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps 2 01 8 Kökuþáttur JólaFeykis Linda Carlsson Rockey Road 3 pokar Dumle karamellur 150 g salthnetur 150 g pistasíuhnetur 3 dl litlir sykurpúðar 600 g suðusúkkulaði Aðferð: Skerið Dumle karamell- urnar í þrennt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Bætið svo öllu saman við súkkulaðið og blandið vel. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni yfir. Kælið og skerið í bita.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.