Bændablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 28

Bændablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 28
Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal 27.06-03.07 2016 L A N D SM ÓT HESTAM AN N A N A T IO N AL HORSE SHOW O F IC E L A N D Afar öflugar kynbótasýningar á þessu vori: Arður frá Brautarholti hlýtur Sleipnisbikarinn Landsmótsvorið 2016 hefur verið afar öflugt hvað kynbótasýningar varðar og hefur einkennst af áhuga, góðri mætingu hrossa til dóms og mögnuðum hestakosti. Alls hafa verið kveðnir upp 1.242 dómar og hrossin eru 950 sem mætt hafa til dóms. Þetta er aukning frá landmótsárinu 2014 en þá voru vordómarnir alls 1.202. Ákveðið var í vetur að hverfa frá einkunnalágmörkum sem hafa ákvarðað þátttökurétt kynbótahrossa á landsmótum og hafa þess í stað ákveðinn fjölda efstu hrossa í hverj- um flokki – miðað var við að hafa 165 kynbótahross á mótinu. Ljóst er að afar öflug hross voru sýnd í öllum flokkum í ár og töluvert háar aðaleinkunnir þurfti til að komast inn á mótið. Ef stuðst hefði verið við sömu einkunnalágmörk og giltu fyrir síð- asta landsmót, þá hefðu rúmlega 340 kynbótahross unnið sér þátttökurétt á þessu móti. Vor nýrra afkvæmahesta Eitt af því sem hefur einkennt vorið er að nýir afkvæmahestar hafa komið fram á vettvanginn með athyglisverð afkvæmi. Margir af þessum hestum vöktu fyrst athygli sjálfir fjögurra vetra á Landsmótinu á Vindheimamelum 2011. Má þar nefna þá Arion frá Eystra-Fróðholti og Ský frá Skálakoti en þeir eiga báðir tvö afkvæmi á Landsmóti og byrja afar vel sem afkvæmahestar. Efsti fjögurra vetra stóðhestur- inn inn á Landsmót, Valgarð frá Kirkjubæ, er undan Sjóði frá Kirkjubæ sem stóð efstur sjálfur á Landsmótinu 2011. Þá komu til dóms í vor fyrstu afkvæmin undan Vita frá Kagaðar- hóli og lofar það góðu en efsta hryssan inn á mót í fjögurra vetra Torfunesi. Eins hafa verið að koma athyglisverð hross undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum en hann á fjögur afkvæmi á landsmóti nú og einnig má nefna Trymbil frá Stóra-Ási en hann á tvö afkvæmi á mótinu, þær List og Lukku frá Þúfum. Einnig má nefna stóðhesta sem hafa verið að koma fram með fyrstu II, Frakk frá Langholti, Korg frá Ingólfshvoli og Lord frá Vatnsleysu. Verðmætt er að sjá svo marga nýja afkvæmahesta koma fram og áhuga- vert verður að fylgjast með fram- vindu þeirra til ræktunar. Í vor voru sýnd á Akureyri fimm afkvæmi Fáfnis frá Hvolsvelli. Fáfnir er nú staddur í Þýskalandi en það sem er merkilegt við þessar sýn- ingar er að öll hrossin eru frá þeim Agnari Þór og Birnu Tryggvadóttur í Garðshorni á Þelamörk og telja allan 2012 árganginn úr þeirra ræktun. Öll fóru þessi hross í góða dóma, fjögur í fyrstu verðlaun og Sirkus frá Garðshorni á Þelamörk er með næsthæstu einkunn í fjögurra vetra flokki stóðhesta inn á Landsmót. Afar merkilegur árangur hjá þessu magnaða ræktunarfólki. Afkvæmahestar á landsmóti Lágmörk vegna afkvæmasýninga á stóðhestum miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast 2016 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Öll afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi. Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 12 afkvæmi í sýningu en 1. verðlauna hestum 6 afkvæmi. Til að hljóta fyrstu verðlaun fyrir afkvæ- mi þarf hesturinn að eiga 15 dæmd afkvæmi og hafa að lágmarki 118 stig í kynbótamati aðaleinkunnar en til að hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi þarf að eiga 50 dæmd af- kvæmi og hafa að lágmarki 118 stig. Arður frá Brautarholti fær Sleipnisbikarinn Alls verða stóðhestar sem taka við afkvæmaverðlaunum á Landsmóti sjö en tveir taka við heiðursverðlaun- við fyrstu verðlaunum fyrir afkvæmi. Heiðursverðlaunahestarnir eru þeir Arður frá Brautarholti með 122 stig og 51 dæmd afkvæmi og Gaumur frá Auðsholtshjáleigu með 118 stig og 72 dæmd afkvæmi. Það verður því Arður sem tekur við Sleipnisbikarnum en þá viðurkenningu hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og er æðsta viðurkenn- ing íslenskrar hrossaræktar. Fimm efstu fyrstu verðlauna hestarnir fyrir afkvæmi Spuni frá Vesturkoti stendur efstur til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi með 128 stig og 24 dæmd afkvæmi. Alls voru sýnd undan honum 20 ný af- er magnaður árangur. Annar í röð til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi stendur Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum með 123 stig og 23 dæmd afkvæmi. Álffinnur náði lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi í fyrra, þá einungis átta vetra gamall sem er einsdæmi og frábær árangur. Í þriðja sæti er Grunur frá Oddhóli með 119 stig og 17 dæmd afkvæmi. Raðast Grunur ofar næsta hesti á aukastöfum en í fjórða sæti er Seiður frá Flugumýri II, einnig með 119 stig og 17 dæmd afkvæmi. Í fimmta sæti er svo Kjerúlf frá Kollaleiru með 118 stig og 17 dæmd afkvæmi. Listar yfir afkvæmi sem koma til með að fylgja feðrum sínum á Landsmóti liggja fyrir og ljóst er að hóparnir verða allir glæsilegir og tilhlökkunarefni er að berja þá augum. Það stefnir í mikla veislu á Landsmóti á Hólum þar sem glæsi- leg kynbótahross munu koma fram í öllum flokkum, veislu sem enginn áhugasamur um ræktun og íslenska hestinn má láta fram hjá sér fara. Þorvaldur Kristjánsson. Arður frá Brautarholti. Myndir / Kolbrún Grétarsdóttir Spuni frá Vesturkoti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.