Bændablaðið - 23.06.2016, Qupperneq 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016
Árið 1953 gaf Búnaðarfélag
Íslands út bók Ásgeirs
Jónssonar frá Gottorp,
Forystufé. Mun ekki ofsagt
að bókin varð strax mjög vin-
sæl og hefur til áratuga verið
meðal torfenginna gersema þar
sem fornbókasalar landsins
eiga langa biðlista kaupenda.
Bókaútgáfan Sæmundur vinnur
nú að endurútgáfu bókarinnar
með margs konar ítarefni.
Dýrasögur voru fyrrum vinsælt
bókarefni og sköpuðu tengsl borg-
arsamfélags við rætur sveitalífsins.
Nægir þar að minna á frægar og
eftirsóttar dýrasögur rithöfundanna
Þorsteins Erlingssonar, Guðmundar
Friðjónssonar, Elínborgar
Lárusdóttur, Böðvars Magnússonar
á Laugarvatni og Bergsteins
Kristjánssonar frá Árgilsstöðum.
Hér voru sagðar reynslusögur og
þjóðsögur af dýrum, atferli þeirra,
gáfum og óvanalegum uppátækj-
um. Frásagnarstíllinn er sóttur til
íslenskra þjóðsagna en
sögurnar eru sagðar út frá
sjónarhóli bændasamfé-
lags þar sem saman hafði
farið farsæld í búskap og
gott samband bónda og
búsmala.
Hetjusögur af dýrum
Sögur af forystufé falla
hér í sérflokk að því leyti
að vera í reynd hetjusög-
ur. Forystuféð íslenska
er einstakur fjárstofn
sem var íslenskum
beitarbúskap lífs-
nauðsynlegur og barg
oft og einatt búsmala
og sauðamanni heim
undan illviðrum og
hættum. Sögur af for-
ystufénu eru sveipað-
ar aðdáun en um leið
raunsæi enda um að
ræða sögur af raun-
verulegum atburðum
og flestar geta þær
talist samtímafrásagn-
ir. Einstöku dæmi eru
þó um sagnir sem gerast á önd-
verðri 19. öld og hafa svo gengið
manna í millum í munnmælum.
Annað sem skapar sögum Ásgeirs
í Gottorp sérstöðu er stílsnilld höf-
undar og mögnuð meðferð málsins.
Í formála bókarinnar 1953 kemur
fram ótti manna við að með breytt-
um búskaparháttum muni sögur af
forystufé hverfa og víst er að hlut-
verk þessara vísu skepna er annað en
var meðan vetrarbeit var stunduð af
kappi. En jafnframt vakir fyrir höf-
undi að brýna fyrir bændastéttinni að
varðveita áfram forystufé í landinu
og má segja að sú brýning hafi hrifið.
Mikið ítarefni og viðbætur
Í bókinni sem kemur út nú hjá bóka-
forlaginu Sæmundi er auk endur-
prentunar um að ræða verulega
viðbót frá fyrra riti. Bæði eru hér
prentaðar sögur sem bárust Ásgeiri
of seint fyrir fyrri útgáfuna en einnig
nýtt efni um ræktun forystufjár frá
árinu 1953 til okkar daga, æviágrip
Ásgeirs í Gottorp og margs konar
annað ítarefni, skrár og heimilda-
tilvísanir. Bókin sem er nú litprent-
uð verður prýdd fjölda glæsilegra
ljósmynda úr forystufjárræktinni
auk þess sem allar myndir eldri
bókarinnar eru hér endurprentaðar.
Fjöldi manns hefur skráð sig á lista
sem kaupendur að bókinni en það
tryggir viðkomandi gripinn á mun
lægra verði en annars auk þess sem
nafn viðkomandi birtist í sérstakri
töflu fremst ritinu.
Skrif frá gömlum þreyttum manni
Í gögnum Ásgeirs frá Gottorp sem
varðveitt eru hjá fósturdóttur hans,
Kolbrúnu Steinþórsdóttur, er m.a. að
finna frásagnir sem bárust of seint
til að komast í bókina árið 1953.
Þar á meðal eru nokkrar sögur frá
Ólafi Pálssyni, bónda á Sörlastöðum
í Fnjóskadal. Frásögn Ólafs er einlæg
og blátt áfram en í niðurlagi bréfs
biðst hann afsökunar og segir: „...
þetta er illa skrifað, enda gjört á nótt-
unni af gömlum þreyttum manni.“
Orðfæri Ólafs er sumt framandi í
dag en hér er þó ekki nema á einum
stað sem þarf orðskýringar. Í frá-
sögninni af Fíólínu hinni tónelsku
talar höfundur um samstæðuhús og
að það hafi verið spil milli húsanna.
Samstæðuhús voru samliggjandi hús
og yfirleitt undir einu risi. Spilið sem
hér er nefnt er það sem í dag er kall-
Mæðginin Komma og Punktur á Gróustöðum eru meðal sögupersóna í síðari
tíma frásögnum af Forystufé.
Hjónin Ingibjörg Björnsdóttir og Ásgeir Jónsson frá Gottorp. Myndin er tekin
eftir að þau brugðu búi og voru sest að í Reykjavík.
Systurnar Kolbrún og Auður heima við bæjarhús í Gottorp. Myndin er tekin
rétt um eða fyrir 1940.
Hetjusögur af dýrum:
Forystufé endurútgefin
Forystusauðurinn Jóakim sem notaður var til sæðinga fyrir nokkrum árum.
Í bókinni eru birtar eldri myndir sem
voru í bókinni 1953. Þessi er á bls.
131 í gömlu bókinni með textanum:
Vinir í sumarfríi.