Bændablaðið - 23.06.2016, Side 43

Bændablaðið - 23.06.2016, Side 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 23. júní 2016 Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .fr um .is Vertu víðsýnn veldu CLAAS CLAAS framleiðir 40 gerðir dráttarvéla á bilinu 72-530 hestöfl. CLAAS er þýskt fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 1913 og er einn stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum. ámoksturstæki, beisli að milligerð, það er um það bil 120 sentímetra hár grindarveggur gerður úr borðum og bil milli borða. Jakahlaup Krúna á Litlu- Tjörnum Ég er fæddur 1874 á Litlu-Tjörnum í Ljósavatnsskarði og ólst þar upp þar til ég var kominn á tólfta ár. Ofan við túnið á Litlu-Tjörnum rennur lækur suðaustur í Ljósavatnið. Kemur hann norðvestan úr Skarðinu. Lækur þessi verður mjög mikill oft á vorin í þíð- viðri og er þá stundum óreiður og í leysingum á veturna. Hann er þá mjög ófrýnn. Í honum hafa margar kindur farist, ekki aðeins frá Litlu- Tjörnum heldur víðar að. Brú er á læknum talsverðan spöl suður frá bænum. Ég var innan við 10 ára að aldri er ég var einn morgun að vetrarlagi í miklu hlákuveðri að reka féð til beitar með föður mínum. Undanfarna daga hafði fénu verið beitt suðaust- ur í fjallið og var þá ís á læknum. Pabbi ætlaði að beita á sömu stöðvar þennan dag. Hann átti þá svartkoll- óttan sauð með stóra hvíta krúnu á kollinum. Það var mjög góður for- ystusauður. Hann var þá farinn að reskjast; hann var mjög langvaxinn og mjósleginn. Ekki veit ég neitt um ætt Krúna eða fæðingarár, en faðir minn hafði alið hann upp og með hans marki var hann. Þennan umrædda dag rann Krúni á undan fénu eins og vant var og stefndi að læknum nokkuð ofan við brúna, eins og slóðin lá. Föður minn fór að gruna þegar við nálguðumst lækinn að hann gæti máske verið varasamur vegna hlákunnar; flýttum við okkur því suður fyrir ofan féð að læknum. Hafði þá ísinn brotnað af honum um nóttina og flutu jakarnir með talsverðum hraða eftir bakka- fullum læknum. Krúni var þá kominn fast að lækn- um er við pabbi komum þar, en ekki hikaði hann neitt, heldur stökk út á þann jakann, sem næst flaut bakkan- um og svo jaka af jaka þar til hann var kominn yfir um. Ekki datt okkur í hug að hann kæmist lífs yfir lækinn. Það var eins og hann létti sér á er hann tók stökkin, en dálítinn spöl barst hann eftir læknum á þessu ferðalagi. Ekki voru jakarnir stærri en það, að við sáum að þeir sigu dálítið niður í vatnið er hann hóf sig á loft, en stutt var á milli þeirra. Ég man ekki fyrir víst hvað stökkin voru mörg, en þau voru annaðhvort þrjú eða fjögur. Hitt féð rákum við svo niður á brúna. Á meðan beið Krúni eftir því sunnan við lækinn. Ekki man ég ártalið þegar honum var fargað. Fíólína hin tónelska á Öngulsstöðum Vorið 1889 fór ég frá foreldrum mínum sem þá bjuggu í Brúnagerði í Fnjóskadal í Öngulsstaði í Eyjafirði til Sigurgeirs Eyfirðings, frænda míns. Hann vildi fá mig nokkru fyrir hjúadag. Ástæðan var sú að vinnu- maður hans, sem hirti sumt af fénu ætlaði burt frá honum á hjúadaginn. Vildi Sigurgeir því að ég væri með manni þessum um tíma áður en hann færi burtu, svo að ég kynntist bæði fénu og fjármennskunni, því ég átti að hafa á hendi starfa hans er hann væri farinn. Maður þessi hét Þorvaldur og var Helgason. Hann er enn á lífi og er búsettur á Akureyri. Húsin, sem þetta fé var í voru samstæðuhús og spil á milli húsanna. Einn gemlingurinn var mórauð, lítil gimbur. Þorvaldur hafði fiðlu í húsunum. Þegar hann var búinn að gefa það sem hann ætlaði hvort mál, kom hann úr hlöðunni, greip fiðluna, settist við spilið þeim megin sem Móra var og tók að leika á fiðluna. Brást það aldrei að Móra kæmi þegar Þorvaldur fór að leika og stæði jórtrandi við hlið hans meðan hann spilaði. Sama var þó gemlingarnir væru ekki búnir alveg að éta þegar hún heyrði fyrstu tónana, þá kom hún samt til spilarans. Auðséð var að hún hafði hið mesta yndi af hljómunum. Við kölluðum hana því Fíólínu. Engin forysta var í henni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.