Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 1
13. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 6. júlí ▯ Blað nr. 494 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is Syndaaflausnir í formi hreinleikavottunar á rafmagni seldar úr landi af kappi vegna innleiðingar tilskipana frá ESB: 79% raforku á Íslandi sögð framleidd með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti – Skilur eftir sig á hreinleikaímynd Íslendinga 154 kíló af geislavirkum úrgangi og nær 290 þúsund tonn af koldíoxíði Íslendingar fengu um nýliðin mánaðamót inn um póstlúg- una hjá sér langþráða raforku- reikninga. Reikningar um þessi mánaðamót hafa frá 2011 verið nokkuð sérstakir, en þar er upp- lýst um hreinleikauppruna raf- orku sem framleidd er á Íslandi. Þótt flestir telji að nær 100% raforkunnar sé framleidd úr endurnýjanlegum orkulindum sem „hrein raforka“, er samt á pappírunum skráð að verulegur hluti hennar sé framleidd með kjarnorku, kolum, olíu og gasi. Það sem meira er, Íslendingar eru sagðir skilja eftir sig talsvert af geislavirkum úrgangi. Í lok júní 2015 upplýsti Bændablaðið um þann sérkenni- lega leik orkusölufyrirtækja að selja erlendum orkusölufyrirtækj- um orkuhreinleikavottorð gegn því að Íslendingar tækju á sig að skrá inn í sína orkunotkun að hluti orkunnar sem hér væri framleiddur ætti uppruna sinn í kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. Ástæða þessara óskapa var að frá 2011 var öllum staðreyndum um orkuframleiðslu Íslendinga algjörlega snúið á haus. Fyrir til- stuðlan innleiðingar á tilskipun ESB gátu Ísland og Íslendingar í framhaldinu ekki lengur stært sig af þeirri hreinu ímynd orkufram- leiðslu sem fyrirmenn þjóðarinnar höfðu hver um annan þveran talað svo fjálglega um á alþjóðlegum vettvangi. Íslensk raforka framleidd með kolum olíu og kjarnorku? Þegar rýnt er í tölur Orkustofnunar, sem sér um alla útreikn- inga vegna sölu á upprunavottorð- um raforku, varð veruleg breyting 2011. Í stað þess að vera með nær 100% hreina orkufram- leiðslu var Ísland sagt framleiða 5% af sinni raf- orku með kjarnorku og 6% með jarðefnaeldsneyti, þ.e. kolum, olíu og gasi. Stóra stökkið verður svo á síð- asta ári, 2016. Þá var endurnýjanlega orkan komin í mikinn minnihluta, eða 21%. Raforka framleidd með jarðefnaeldsneyti var þá komin í 59% og raforka úr kjarn- orku í 20%. Samtals var kjarnorka og jarðefnaeldsneyti þá sagt standa fyrir 79% raforku- framleiðslunnar á Íslandi og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. 156 kíló af geisla virkum úrgangi Vegna þessara viðskipta skilja Íslendingar eftir sig á pappírunum 0,72 milligrömm af geislavirkum úrgangi á hverja selda kílówattstund. Einnig 460,27 grömm af koldíoxíði á kílówattstund. Þegar um er að ræða sölu á 1.066.584 megawattstundum (MWh) samkvæmt tölum Orkustofnunar, þá er 20% af því vegna kjarnorku 213.316 MWh, eða 213.316.000 kWh. Það þýðir að Íslendingar hafi í hreinleikabókhaldi sínu nærri 154 kíló af geislavirkum úrgangi Sama gildir um meint koldíoxíð sem losað er vegna meintrar framleiðslu á raforku hér á landi með kolum, olíu og gasi. Það stendur fyrir 59% raforkusölunnar og skilur eftir sig ljót spor í bókhaldinu upp á nær 290 þúsund tonn af koldíoxíði. /HKr. – Sjá nánar á bls. 20–21. 2 – Mynd / HKr. 26 28–29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.