Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 1
13. tölublað 2017 ▯ Fimmtudagur 6. júlí ▯ Blað nr. 494 ▯ 23. árg. ▯ Upplag 32.000 ▯ Vefur: bbl.is
Syndaaflausnir í formi hreinleikavottunar á rafmagni seldar úr landi af kappi vegna innleiðingar tilskipana frá ESB:
79% raforku á Íslandi sögð framleidd
með kjarnorku og jarðefnaeldsneyti
– Skilur eftir sig á hreinleikaímynd Íslendinga 154 kíló af geislavirkum úrgangi og nær 290 þúsund tonn af koldíoxíði
Íslendingar fengu um nýliðin
mánaðamót inn um póstlúg-
una hjá sér langþráða raforku-
reikninga. Reikningar um þessi
mánaðamót hafa frá 2011 verið
nokkuð sérstakir, en þar er upp-
lýst um hreinleikauppruna raf-
orku sem framleidd er á Íslandi.
Þótt flestir telji að nær 100%
raforkunnar sé framleidd úr
endurnýjanlegum orkulindum
sem „hrein raforka“, er samt á
pappírunum skráð að verulegur
hluti hennar sé framleidd með
kjarnorku, kolum, olíu og gasi.
Það sem meira er, Íslendingar eru
sagðir skilja eftir sig talsvert af
geislavirkum úrgangi.
Í lok júní 2015 upplýsti
Bændablaðið um þann sérkenni-
lega leik orkusölufyrirtækja að
selja erlendum orkusölufyrirtækj-
um orkuhreinleikavottorð gegn
því að Íslendingar tækju á sig að
skrá inn í sína orkunotkun að hluti
orkunnar sem hér væri framleiddur
ætti uppruna sinn í kjarnorku og
jarðefnaeldsneyti.
Ástæða þessara óskapa var að
frá 2011 var öllum staðreyndum
um orkuframleiðslu Íslendinga
algjörlega snúið á haus. Fyrir til-
stuðlan innleiðingar á tilskipun
ESB gátu Ísland og Íslendingar í
framhaldinu ekki lengur stært sig
af þeirri hreinu ímynd orkufram-
leiðslu sem fyrirmenn þjóðarinnar
höfðu hver um annan þveran talað
svo fjálglega um á alþjóðlegum
vettvangi.
Íslensk raforka framleidd með
kolum olíu og kjarnorku?
Þegar rýnt er í tölur
Orkustofnunar, sem
sér um alla útreikn-
inga vegna sölu á
upprunavottorð-
um raforku, varð
veruleg breyting
2011. Í stað þess að
vera með nær 100%
hreina orkufram-
leiðslu var Ísland sagt
framleiða 5% af sinni raf-
orku með kjarnorku og 6% með
jarðefnaeldsneyti, þ.e. kolum, olíu
og gasi.
Stóra stökkið verður svo á síð-
asta ári, 2016. Þá var endurnýjanlega
orkan komin í mikinn minnihluta,
eða 21%. Raforka framleidd
með jarðefnaeldsneyti
var þá komin í 59%
og raforka úr kjarn-
orku í 20%. Samtals
var kjarnorka og
jarðefnaeldsneyti
þá sagt standa
fyrir 79% raforku-
framleiðslunnar
á Íslandi og hefur
hlutfallið aldrei verið
hærra.
156 kíló af geisla virkum úrgangi
Vegna þessara viðskipta skilja
Íslendingar eftir sig á pappírunum
0,72 milligrömm af geislavirkum
úrgangi á hverja selda kílówattstund.
Einnig 460,27 grömm af koldíoxíði
á kílówattstund.
Þegar um er að ræða sölu á
1.066.584 megawattstundum (MWh)
samkvæmt tölum Orkustofnunar,
þá er 20% af því vegna kjarnorku
213.316 MWh, eða 213.316.000
kWh. Það þýðir að Íslendingar hafi
í hreinleikabókhaldi sínu nærri 154
kíló af geislavirkum úrgangi
Sama gildir um meint koldíoxíð
sem losað er vegna meintrar
framleiðslu á raforku hér á landi með
kolum, olíu og gasi. Það stendur fyrir
59% raforkusölunnar og skilur eftir
sig ljót spor í bókhaldinu upp á nær
290 þúsund tonn af koldíoxíði.
/HKr.
– Sjá nánar á bls. 20–21.
2
– Mynd / HKr.
26 28–29