Bændablaðið - 06.07.2017, Page 2

Bændablaðið - 06.07.2017, Page 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Grænmetisbændum brugðið við innkomu Costco sem selur einungis innflutt grænmeti: Vonast til að innlent grænmeti verði á boðstólum í Costco Breytingar á lögum um þjóðfána Íslendinga voru samþykktar á Alþingi í apríl á síðasta ári. Með þeim þarf ekki sérstakt leyfi til að nota fánann við markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Reglugerð um nánari útfærslur á skilyrðum fyrir notkuninni hefur verið í vinnslu frá því í nóvember og bíður nú birtingar í Stjórnartíðindum. Að sögn Ingva Más Pálssonar, skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (ANR), birti þáverandi innanríkisráðherra reglugerðardrög til umsagnar í nóvember 2016 um notkun á þjóðfána Íslendinga. „Í framhaldi af yfirfærslu málaflokksins til ANR hefur ráðuneytið undanfarnar vikur verið að fara yfir umsagnir og ganga frá umræddri reglugerð. Staðan er sú að þeirri vinnu er nú lokið og reglugerðin verður send Stjórnartíðindum til birtingar í fyrri hluta næstu viku,“ segir Ingvi. /smh Knútur Rafn Ármann, grænmetis- ræktandi í Friðheimum, segir að salan á tómötum frá þeim sé að meðaltali rúmlega eitt tonn á dag, eða um 370 tonn ári. Allt byggi þetta á að markaðssetning gangi upp og þar séu blikur á lofti með tilkomu bandarísku risakeðjunn- ar Costco á íslenska markaðnum. Costco hefur eingöngu boðið til sölu innflutt grænmeti í sinni verslun í Garðabæ. Knútur segir að íslenskum garðyrkjumönnum sé auðvitað brugðið. Þeir hafi þó rætt við Costco-menn og vonist til að þeirra vörur verði þar einnig á boðstólum sem fyrst. Manni er aðeins brugðið „Ég vil þó taka það mjög skýrt fram að allir fögnum við samkeppni. Það er þó auðvitað kurteisi við neytendur að þeir hafi val um hvort þeir kaupi íslenskt eða innflutt grænmeti. Manni er aðeins brugðið að neyt- endum sé ekki boðið upp á það í þessari stóru verslun. Í staðinn sér maður þar tómata frá Túnis. Tómatar og annað grænmeti er yfir 90–95% vatn. Verandi með okkar frábæra hreina vatn til vökv- unar í ræktuninni hér heima þá spyr maður sig hvernig vatnið sé sem verið er að nota við ræktun- ina þarna úti. Myndi maður drekka drykkjarvatnið á þessum stöðum? Fyrir sjálfan mig þá hugsa ég mikið um þetta þegar ég kaupi grænmeti í matinn. Það skiptir miklu máli að eiga gott vatn til vökvunar og við á Íslandi eigum einfaldlega besta vatn í heimi.“ Flutt yfir hálfan hnöttinn „Þá er búið að flytja þessa inn- fluttu tómata yfir hálfan hnöttinn og maður spyr sig hvort okkur sem ábyrgum jarðarbúum finnist þetta eftirsóknarvert. Auðvitað er þetta val hvers og eins neytanda, en fyrir fagmann í greininni og mikinn græn- metisunnanda, þá finnst mér þetta ekki vera spennandi kostur. Það ætti að vera meiri hvati til að neyta þess sem framleitt er í eigin landi fremur en vöru sem búið er að flytja yfir hálfan hnöttinn með allri þeirri mengun sem því fylgir. Þegar við eigum svona flotta og holla vöru eins og íslenskt grænmeti, finnst mér að það eigi að vera í boði sem víðast.“ Það skiptir máli hvað fólk lætur ofan í sig „Við höfum lagt mikinn metnað og alúð í ræktun á íslensku grænmeti síðustu árin. Við erum búin að kynna mjög vel bóndann sem stendur á bak við framleiðsluna. Að fólk viti hvaðan varan kemur. Þá búum við svo vel á Íslandi að geta boðið hér frábæra gæðavöru og viljum að hún sé í boði sem víðast. Það skiptir líka máli fyrir heilsuna hvað fólk er að láta ofan í sig, enda erum við sjálf 70% vatn.“ Knútur segir að þau hafi fundið mjög fyrir þessum hugrenningum í vetur og einnig varðandi umræðuna um matarsóun og umhverfisvernd. Öll sú umræða miðist við að ganga vel um jörðina og nýta matvælaframleiðslu í nærumhverfinu í stað þess að flytja hana langar leiðir. „Þar höfum við meðbyr hjá þjóðinni. Við eigum líka sem þjóð að hafa metnað til að framleiða sem mest af okkar landbúnaðarvörum sjálf.“ Úr 900 í 150 þúsund ferðamenn Friðheimar byggja sína tilveru á tómatarækt og þjónustu við ferðamenn. Knútur segir að á fyrsta árinu sem þau hafi tekið á móti ferðamönnum hafi komið 900 gestir. Á síðasta ári voru þeir 135 þúsund og búist er við um 150 þúsund gestum í ár. Hann segir markmiðið nú ekki vera að fjölga gestum, heldur að gera enn betur í að þjónusta þá sem þangað koma. Hann segir mikla aukningu ferðamanna hafa verið í vetur og í janúar, febrúar og mars hafi oft verið uppbókað á veitingastaðnum, sem er eitthvað sem ekki hafi áður þekkst. Öll móttaka hafi gengið mjög vel, en með tilkomu nýs eldhúss sem tekið var formlega í notkun í júnílok, verði hægt að sinna þessu enn betur. /HKr. Reglugerð birt um notkun á þjóðfánanum Á vef Bænda blaðsins, bbl.is, eru þættirnir „Spjallað við bændur“. Í nýj asta þætt inum er rætt við Önnu Sigurbjörgu Sævarsdóttur, bónda á Mið skeri í Nesjum í Hornafirði. Hún býr með svín og selur afurðir sínar beint frá býli. Þá hefur Anna ásamt öðrum rekið litla verslun og veitingasölu á Höfn þar sem hún selur eigin búvörur og annarra. Í sumar verður sjónum beint að ferðaþjónustunni í auknum mæli enda mikið að gera og margt að forvitnast um á ferðaþjónustubæjum landsins. Auk þess að vera aðgengilegir á bbl.is má sjá þættina á Facebook- síðu Bændablaðsins og á sjónvarps- stöðinni ÍNN. Ísfugl upprunamerkir vörur sínar með bændum: Þjónusta við neytendur Nýjar umbúðamerkingar hjá Ísfugli hafa vakið athygli neyt- enda að undanförnu. Kjúklinga- vörurnar frá þeim eru nú merktar með því búi sem þær eru upp- runnar frá – og mynd af bændun- um fylgir með, en þetta er kynnt með slagorðinu „Frá íslenskum bændum sem við þekkjum og treystum“. Ísfugl hefur frá 2012 verið í eigu hjónanna Jóns Magnúsar Jónssonar og Kristínar Sverrisdóttur, sem eru kjúklingabændur á Suður-Reykjum í Mosfellsdal. Jón Magnús segir að þau hafi haft þessa hugmynd í maganum í allmörg ár. „Við byrjuðum fyrir þremur árum að upprunamerkja pakkn- inguna með nafni búsins sem við átti. Svo stigum við skrefið alla leið núna,“ segir Jón Magnús um upphaf þess að þau fóru þessa leið í merkingum. Vitundarvakning hjá neytendum Jóhanna Logadóttir Hólm, starfs- maður hjá Ísfugli, segir að mikill metnaður sé hjá eigendunum að gera Ísfuglsbændurna sýnilegri í kynningu og markaðssetningu á framleiðslunni. „Við höfum ákveðna sérstöðu vegna þess að Ísfuglsbændurnir eru bændur í sjálfstæðum rekstri en ekki á vegum Ísfugls. Við erum einfaldlega svo heppin að geta keypt framleiðsluna þeirra. Á meðan að auðvelt er fyrir okkur að rekja vöruna eftir rekjan- leikanúmeri þá segir númerið neyt- endum ekki neitt. Hugmyndin er sú að neytendur geti séð hvaðan varan kemur á jafn aðgengilegan hátt og mögulegt er. Það hefur orðið ákveðin vit- undarvakning hjá neytendum og þetta er umfram allt þjónusta við þá. Varan hefur lengi verið rekjanleg til ákveðins bónda í gegnum rekj- anleikanúmer á umbúðum. Okkur fannst eðlilegt framhald að neyt- endur gætu séð hverjir framleiddu vöruna án þess að þurfa að rýna í tíu stafa númer.“ Allir fimm innleggjendur með í verkefninu Að sögn þeirra Jóns og Jóhönnu eru allir fimm kjúklingabændurnir sem eru í viðskiptum við Ísfugl með í þessu verkefni. Fyrirtækið sé lítið en byggi algjörlega á þessari bænda- hugmynd. Bændurnir eigi sína fram- leiðslu, kaupa unga, fóður og fleira – eiga húsin og svo framleiðsluna. Ísfugl kaupi svo af þeim eftir vigt. „Ísfugl markaðssetur svo vörurnar; vinnur, pakkar og dreifir. Ísfugl á reyndar fyrirtæki sem framleiðir ungana fyrir þá bændur sem eru í samstarfi við okkur. Svo selur Ísfugl í búðir, á veitingastaði og í mötu- neyti,“ segir Jóhanna. Framleiðsla Ísfugls á viku er um 20–25 tonn. „Það er misjafnt milli vikna,“ segir Jóhanna. „Yfirleitt er verið að slátra 10–15 þúsund kjúklingum á viku. Við erum minnsti framleiðandinn á kjúklingamarkaðnum með um 15 prósent markaðshlutfall. Kalkúnaslátrun og vinnsla á kalkúnaafurðum spilar stórt hlut- verk hjá okkur, en Reykjabúið er eini framleiðandi kalkúna á Íslandi og Ísfugl kaupir þeirra framleiðslu. Við erum líka með eldhús, en framleiðsla á fullunnum vörum hefur svo sem ekki verið í for- gangi hjá okkur hingað til. Við framleiðum hins vegar talsvert af bæði kjúklinga- og kalkúnaáleggi, steikjum kjúklingabita og búum til pylsur svo eitthvað sé nefnt,“ segir Jóhanna. /smh Spjallað við bændur FRÉTTIR Mynd / HKr. Myndir / Ísfugl

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.