Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 6
6 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017
Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum
á landinu og á öll lögbýli landsins.
Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti
gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.200 með vsk. (innheimt í tvennu lagi).
Ársáskrift fyrir eldri borgarar kostar 5.100 með vsk.
Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar −
SKOÐUN
Innkoma bandaríska verslunarrisans
Costco á íslenskan markað hefur sannar-
lega verið tekið fagnandi af íslenskum
neytendum. Sennilega eru þó fæstir sem
þar versla að hugsa mikið um umhverfis-
mál þegar þeir raða innfluttu grænmeti
og öðru góðgæti í innkaupakörfurnar.
Costco naut þess við innkomuna á
íslenskan markað að hér höfðu kaupmenn
gengið mun lengra í verðálagningu um
langt árabil en neytendur voru tilbúnir að
kyngja. Það reyndist erlenda risanum því
mjög auðvelt að sópa til sín viðskiptavinum
„stóru“ íslensku verslanakeðjanna, án þess
að auglýsa nokkurn skapaðan hlut. Nú er
þessi risi búinn að vera hér á markaðnum í
rúman mánuð, en þegar kominn með drjúga
sneið af markaðnum, líka í viðskiptum með
eldsneyti. Áhrifin eru gríðarleg og sjá má
afleiðingarnar víða.
Þótt mikið og gott úrval sé af íslensku
kjöti í Costco, þá fer lítið fyrir framboði á
íslensku grænmeti, sem þó er ræktað á eins
heilnæman hátt og hugsast getur. Af þessu
hafa íslenskir garðyrkjubændur talsverð-
ar áhyggjur, enda er innflutta grænmetið
frá Costco farið að hafa umtalsverð áhrif
á minni sölu á íslensku grænmeti. Samt
segja okkar bændur að það séu auðvitað
neytendur sem ráði og verði að fá að ráða
þar ferðinni.
Náttúruvernd, dýravernd og loftslags-
mál hafa verið mjög ofarlega á baugi í
umræðunni undanfarin ár. Þar hafa raddir
sem berjast gegn mengun bifreiða verið
mjög háværar, sér í lagi á höfuðborgar-
svæðinu. Bent er á svifryksmælingar sem
hafa farið upp úr öllum skölum og bif-
reiðum kennt um. Gatnaþrenginga- og
holumeisturum höfuðborgarinnar datt þó
auðvitað ekki í huga að nefna hið augljósa,
nefnilega að göturnar eru nánast aldrei skol-
aðar og þrifnar. Þeir ypptu bara öxlum og
hjóluðu í Costco og keyptu ódýrt innflutt
grænmeti.
Það er gott að neytendur geti keypt ódýr-
ar matvörur í Costco, en hafa andstæðingar
bílamengunar nokkuð velt því fyrir sér
hvernig t.d. grænmetið og innflutta kjötið
kemst í hillurnar í Garðabænum?
Við skulum kíkja á það nánar. Um
90 prósent af öllu sem þú kaupir er flutt
til landsins með skipum. Þar á meðal er
innflutt grænmeti og önnur matvara bæði
í Costco og öðrum verslunum landsins.
Talandi um mengun, þá er athyglisvert að
lesa grein á blaðsíðu 34 í Bændablaðinu
í dag um heimildarmyndina Sea Blind.
Þar er fjallað um mengun frá skipum
sem gatnaþrenginga- og holumeistarar
Reykjavíkur hafa sennilega aldrei heyrt
minnst á. Ef svo væri hefðu þeir fyrir löngu
látið þrengja allar sjóleiðir verulega.
Samkvæmt heimildarmyndinni Sea
Blind, þá er flutningaskipaútgerð sá
atvinnuvegur í heiminum sem mengar
einna mest, bæði vegna stærðar skipanna
og gríðarlegs magns eldsneytis sem þau
brenna. Þannig losa sautján stærstu gáma-
flutningaskip heimsins meiri brennistein út
í andrúmsloftið árlega en allir bílar saman-
lagt. Eitt skemmtiferðaskip blæs jafnmiklu
sóti út í andrúmsloftið daglega og ein millj-
ón bíla. Tal um mengun bifreiða sem aka
um íslenska vegakerfið er hreinn brandari
í þessum samanburði.
Þetta mættu neytendur hafa í huga þegar
þeir kaupa t.d. innflutt grænmeti og kjöt
sem vel er hægt að framleiða á Íslandi.
Mengunarfótspor tómata sem fluttir eru
frá Suður-Ameríku er gríðarlegt. Sama má
segja um allar aðrar innfluttar matvörur. Ef
menn meina eitthvað með fögru tali sínu
um að stemma stigu við mengun, þá ætti
fólk auðvitað að hugsa sig tvisvar um þegar
það verslar í matinn. Þar geta íslenskir
neytendur haft langmest áhrif á að stuðla
að minni mengun í heiminum. /HKr.
Innflutningsmengun
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur dalur sem gengur inn til suðurs milli Vatnsdalsfjalls, sem er 1.018 metra hátt í austri og Víðidalsfjalls,
sem er 993 metrar. Í landi Kornsár fyrir miðjum vestanverðum dalnum er alldjúp sérkennileg smátjörn sem nefnist Kattarauga, á henni eru tvær
Mynd / Hörður Kristjánsson
Almennt er það talið jákvætt að tungumál
þróist. Ýmislegt verður til þess að orð og
orðasamhengi breyta um merkingu, atvik
eða athafnir einstakra manna eða tækni-
þróun samfélaga. Þannig virðist t.d. orðið
atvinnurekandi hafa tekið á sig nýja merk-
ingu.
Áður töldu margir að þetta væri einstak-
lingur eða fyrirtæki sem stuðlaði að atvinnu í
sinni heimabyggð, þ.e. veitti mönnum atvinnu.
Þessi fyrirtæki, atvinnurekendurnir, ræktu oft
samfélagið af ábyrgð og festu. Nú virðist þessi
merking vera að breytast. Til er félag sem er
til heimilis í Húsi verslunarinnar og ber nafnið
„Félag atvinnurekenda“ (FA). Samkvæmt
greinargóðri heimasíðu félagsins þá er þetta
félag hagsmunasamtök lítilla sem stórra fyrir-
tækja í inn- og útflutningi, heildsölu og smá-
sölu. Á heimasíðunni er líka að finna félagatal,
sem er til fyrirmyndar. Nú skal ekki dregið í efa
að allir þessir ágætu félagar, einstaklingar og
fyrirtæki eru vissulega atvinnurekendur, en það
eru fleiri sem reka atvinnuskapandi fyrirtæki
í landinu, til dæmis bændur og afurðafyrir-
tæki þeirra. Eins og venja er á þessum árstíma
hefur framkvæmdastjóri Félags atvinnurek-
enda nýtt gott aðgengi sitt að fjölmiðlum til
að halda fram þeirri skoðun sinni að afnema
skuli frystiskyldu á kjöti til manneldis og að
íslensk stjórnvöld séu í hlutverki brotlegs aðila
í þeim efnum. Þetta virðist vera vinsælt efni
og henta vel til að varpa umræðu dagsins
frá kjarna málsins. Þrátt fyrir að margir hafi
með málefnalegum hætti reynt að útskýra
málið fyrir framkvæmdastjóra FA, jafnvel
ár eftir ár, þá hefur það ekki borið árangur.
Rökin fyrir frystiskyldunni þekkja lesendur
Bændablaðsins mætavel, en það eru ekki síst
eftirtalin atriði sem framkvæmdastjóri FA og
fleiri virðast ekki átta sig á:
1. EES-samningurinn snýst ekki bara
um skammtíma viðskiptahagsmuni,
heldur fjölmarga aðra þætti sem eiga
að vera til þess fallnir að vernda bæði
neytendur og samfélög. Álitamál er
ekki alltaf hægt að túlka skammtíma
viðskiptahagsmunum í hag.
2. Ísland er ekki aðili að sameiginleg-
um tryggingasjóðum sem eiga að
bæta það tjón sem getur orðið vegna
útbreiðslu búfjársjúkdóma eða sýkla-
lyfjaónæmis. Kostnaður vegna sjúk-
dóma lendir því ekki á fjölþjóðlegum
sjóðum, Félagi atvinnurekenda, eða
öðrum fjársterkum, heldur á bændum
og á íslenska ríkinu með einum eða
öðrum hætti.
3. Sé það þannig að einhverjir telji enn
að frystiskyldan gangi gegn EES-
samningnum og geta fengið lög-
lærða menn til að túlka þá skoðun
sína, þá er hlutverk ríkisins augljóst,
það að senda þegar í stað knésterka
embættismenn til samninga í Brussel
til að semja til ásættanlegrar niður-
stöðu. Nægir hér að minna á að
matvælalöggjöfin var alls ekki hluti
af upprunalega EES-samningnum,
heldur innleidd seinna, samkvæmt
sérstöku samkomulagi. Sömuleiðis
hefur ESB allar heimildir í sínum
sáttmálum, m.a. Rómarsáttmálanum,
til að haga samningum á þann veg
sem skynsamlegt er í þessu tilviki.
Til að útskýra þetta aðeins nánar þá
má segja það sama aftur með öðrum
orðum. Íslendingum bar engin skylda til
samkvæmt EES-samningnum að taka
upp matvælalöggjöf ESB, ekki frekar
en þeim bar nokkur skylda til að gera
ólánlegan samning um niðurfellingu
tolla á ýmsum landbúnaðarvörum nú
fyrir nokkrum misserum.
Hitt er svo staðreynd að þessar ákvarð-
anir tóku stjórnvöld, hver á sínum tíma, og
ríkið verður að axla ábyrgð á þeim. Það er þá
huggun harmi gegn að megin tilgangur mat-
vælalöggjafar ESB er að tryggja heilbrigði
matvæla á efnahagssvæðinu. Hagsmunir
einstakra innflytjenda í einstökum löndum
eru þar ekki mikilvægir miðað við það megin-
markmið að tryggja heilbrigði fæðunnar. Þess
voru enda dæmi að löggjöfin var innleidd
með strangari og meira íþyngjandi hætti fyrir
íslenska bændur en ýtrasta þörf var á, einmitt
vegna þessara megin markmiða.
Breytingar á neyslumynstri
Innkoma Costco á markað hérlendis er
svo ef til vill jákvæð uppákoma ef horft
er til umræðu um mat, gæði og matarverð
og virðist hafa jákvæð áhrif á álagningu
fyrirtækja og afsláttarkjör til einstaklinga
og fyrirtækja í landinu. Því miður fer mikið
eldsneyti í að flytja mat yfir hafið, sérstaklega
þann sem kemur með flugi, oft að innihaldi
mestmegnis vatn. Vonandi fjölgar þeim sem
vilja neyta staðbundinnar fæðu, og huga að
umhverfisáhrifum neyslumynstursins. Það
gæti opnað frekari tækifæri fyrir íslenskan
landbúnað.
Eiríkur Blöndal
Í stjórn Bændasamtaka Íslands
ebl@bondi.is
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson
smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Guðrún Hulda Pálsdóttir – ghp@bondi.is – Auglýsingastjóri: Ásgerður María Hólmbertsdóttir amh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga:
augl@bondi.is – Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Anna Kristín Ólafsdóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu –
Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621
Innflutningur á kjöti og nokkur orð um frystiskyldu