Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 10

Bændablaðið - 06.07.2017, Síða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Verð á loðdýraskinnum hefur verið lágt í þrjú ár samfellt og rekstur búa víða erfiður. Árið 2020 ganga í gildi reglur um dýravelferð, til að uppfylla þær reglur þurfa margir loðdýrabændur að fara út í kostnaðarsamar aðgerðir við stækkun búra. Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir líklegt að nokkrir bændur muni bregða búi fyrir þann tíma. Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, sagði í samtali við Bændablaðið að verð fyrir loðdýraskinn hafi verið mjög lágt frá því september 2014 og mörg loðdýrabú rekin með tapi síðan þá. „Ég vona að botninum sé náð en ómögulegt er að segja nokkuð um það strax. Verð lækkaði mjög bratt í september 2014 og hefur ekki náð sér upp eftir það og hækkað og lækkað til skiptist um 5 til 10%. Verðið hækkaði lítillega á uppboðum í apríl en hefur lækkað aftur í sumar.“ Offramboð á skinnum Að sögn Björns er skýringin á lágu verði offramboð á skinnum í heiminum. „Verð á skinnum voru mjög há fyrir 2014 og framleiðsla 2012–2013 gríðarlega mikil. Þau ár voru framleidd hátt í 90 milljón skinn í heiminum og verðið hríðféll í kjölfar þess. Á þessu ári er reiknað með að framleiðslan verði 54 til 55 milljón skinn og því vonum við að verð gæti hækkað að nýju.“ Danir framleiða allra þjóða mest af loðdýraskinnum og Kína fylgir fast á eftir. Kínverjar voru stærstu framleiðendur loðskinna í heiminum um tíma og framleiddu milli þrjátíu og fjörutíu milljón skinn á ári. Á þessu ári er talið að framleiðslan í Kína verði tæp tíu milljón skinn. Auk þess sem Pólverjar, Hollendingar og Bandaríkjamenn framleiða mikið af loðdýraskinnum. Að sögn Björns er framleiðsla hér á landi um 200 þúsund skinn í ár. Erfiður rekstur eins og er Aðspurður segir Björn að reksturinn hjá mörgum loðdýrabændum hér á landi sé erfiður um þessar mundir og hafi verið það undanfarin ár. „Einhverjir geta þraukað áfram í nokkur ár til viðbótar þar sem verðið fyrir 2014 var mjög gott og lifað af því. Við vissum allir að verðið þá mundi ekki halda til lengdar og sumir lögðu til hliðar til mögru áranna. Það þolir samt enginn tap upp á 30 til 40% á ári til lengdar.“ Björn segist vita um nokkra loðdýrabændur sem hyggist bregða búi. „Inn í þá ákvörðun blandast einnig nýjar kröfur um vottun allra búa eftir 2020 til að fá að selja skinn á markaði. Vottunin tengist dýravelferð og til að fá þessa vottun þurfum við að leggja út í talsverðan kostnað við að stækka búrin. Annað hjá okkur er í lagi. Eldri loðdýrahús hér á landi eru hönnuð fyrir þá stærð af búrum sem eru í notkun í dag og eftir að búrin verða stækkuð verður nýting húsanna lélegri og tekjurnar því minni. Kostnaður greinarinnar vegna stækkun búranna er eitthvað á annað hundrað milljónir og margir, sérstaklega þeir eldri, treysta sér ekki út í þann kostnað,“ segir Björn. Samdráttur vegna minni frjósemi Björn segist ekkert vilja spá um hvort verð fyrir loðdýraskinn muni hækka á þessu ári. „Við vitum að þrátt fyrir að ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ásetningsdýra er nokkur samdráttur í framleiðslunni vegna minnkandi frjósemi dýranna.“ Að sögn Björns gerist það á nokkurra ára fresti að frjósemi loðdýra í mörgum löndum minnkar á sama tíma án þess að nokkur hafi viðhlítandi skýringu á því. „Frjósemi dýranna er minni í ár á öllum Norðurlöndunum en í fyrra og það sama er að segja um dýr í Austur-Evrópu. Hér á landi virðist fæðingartíðnin vera 0,2 til 0,3 hvolpum minni en í fyrra. Í Danmörku er hún um hálfum hvolpi minni sem er um ein og hálf milljón skinna. Ástandið er líklega einna verst í Póllandi þar sem á sumum búum er ekki að fæðast nema einn hvolpur á hverja læðu. Verð gæti því hugsanlega hækkað vegna þessa.“ Hugsanlega hækkun á næsta ári Næsta skinnauppboð verður í september og Björn á ekki von á neinni verðbreytingu þá. „Það er búið að selja megnið af ósködduðum skinnunum fyrirfram. Næsta uppboð eftir það er í febrúar 2018 og hugsanleg von um að verðið mjakist upp þá,“ segir Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda, að lokum. /VH Verð á loðdýraskinnum lágt í þrjú ár. Kostnaðarsamar breytingar framundan: Líklegt að nokkrir loðdýrabændur bregði búi á næstu tveim árum Skrifað hefur verið undir verksamning milli Grýtubakka- hrepps og Trégrips ehf. um byggingu fjögurra nýrra leiguíbúða á Grenivík. Byggðar verða tvær 2ja herbergja íbúðir og tvær 3ja herbergja í einu raðhúsi við Kirkjuveg nr. 1 til 3. Verksamningur hljóðar upp á 87 milljónir króna og er áformað að byggingu þeirra verði lokið á næstu 12 mánuðum. Trégrip mun skila íbúðunum fullbúnum með frágenginni lóð og bílastæðum. Biðlisti eftir íbúðum hefur verið að lengjast hjá sveitarfélaginu, þrátt fyrir að byggðar hafi verið 4 íbúðir undirfarin 3–4 ár. „Vonandi léttir þessi framkvæmd aðeins á, en hún mun þó vart ná að anna þeirri eftirspurn sem er eftir húsnæði. Stefnt er að því að selja einhverjar af íbúðum sveitarfélagsins á næstu árum þegar færi gefast, en óvíst hvenær það verður,“ segir í frétt á vefsíðu hreppsins. /MÞÞ Grenivík: Fjórar nýjar íbúðir í byggingu KEA hefur keypt allt hlutafé í Lostæti-Norðurlyst ehf. en það er dótturfélag Lostætis Akureyrar ehf. sem er í eigu hjónanna Valmundar Árnasonar matreiðslumeistara og Ingibjargar Ringsted viðskiptafræðings. Lostæti-Norðurlyst er eitt öflugasta veitingaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sem m.a. rekur veitinga- og veisluþjónustu auk fjölda mötuneyta í skólum og fyrirtækjum á Akureyri og nágrenni. Lostæti Akureyri ehf. mun hér eftir sem hingað til reka veitingaþjónustu og handverksbakarí á Austurlandi. Samhliða þessum kaupum hefur KEA náð samkomulagi við eigendur Prís ehf. um sameiningu félaganna og mun KEA eiga 40% eignarhlut í sameinuðu félagi. Velta upp á 500 milljónir Prís rekur veitingaþjónustu, veitingastað í Hrísalundi á Akureyri sem og Kaffi Torg á Glerártorgi á Akureyri og er í eigu hjónanna Regínu Gunnarsdóttur og Rúnars Sigursteinssonar. Áætluð sameiginleg velta félaganna er rúmlega 500 milljónir króna og hjá þeim vinna alls um 60 manns í um 40 stöðugildum. Framkvæmdastjóri sameinaðs félags verður Regína Margrét Gunnarsdóttir. Markmiðið er að efla félagið og stækka það enn frekar, bæði með innri og ytri vexti. Halldór Jóhannsson fram- kvæmda stjóri KEA, segir að um áhugaverða fjárfestingu sé að ræða. Lostæti-Norðurlyst og Prís hafa byggt upp öfluga þjónustu og gott orðspor í veitingaþjónustu sinni. Sameinað félag þjónustar fjölmarga bæjarbúa á degi hverjum og hefur fjölda möguleika til vaxtar í framtíðinni. /MÞÞ KEA kaupir Norðurlyst og sameinar við Prís Blönduós: Skoða aðstæður fyrir gagnaver FRÉTTIR Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjögurra nýrra íbúða á Grenivík, en eftirspurn hefur verið mikil eftir húsnæði í hreppnum. Hafist var handa við það í byrjun vikunnar að eyða lúpínu á Spákonufellshöfða. Fimm manna hópur sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun tekur þátt í verkinu. Markmiðið er að hefta útbreiðslu lúpínunnar í friðlandi Höfðans og endurheimta gróðursvæði sem lúpínan hefur lagt undir sig. Hópurinn mun vinna í nánu samstarfi við áhaldahús og vinnuskóla Skagastrandar. Þar sem verkið er ekki auðvelt viðureignar auglýsti sveitarfélagið eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt. „Með samstilltu átaki má ná enn betri árangri,“ segir á vef Skagastrandar. /MÞÞ Skagaströnd: Lúpínu eytt á Spákonufellshöfða Sveitarstjóri Blönduósbæjar átti fund á dögunum með fulltrúum frá Borealis Data Center en fyrirtækið er að leita eftir hentugri staðsetningu fyrir gagnaver þar sem nægt landrými er og gott aðgengi að raforku. Stefnt er að því að fulltrúar fyrirtækisins komi til Blönduóss í sumar til að skoða aðstæður. Þetta kemur fram í skýrslu sveitarstjóra sem lögð var fram á sveitarstjórnarfundi 13. júní síðastliðinn. Samningar um byggingu gagnavers á Blönduósi voru nokkuð langt komnir fyrir nokkrum árum. Undirrituð var viljayfirlýsing við fyrirtækið Greenstone, sem var milliliður fyrir Morgan Stanley bankann sem hugðist hýsa sín rafrænu gögn í gagnaverinu. Vorið 2012 slitnaði upp úr viðræðunum og Greenstone ákvað að byggja gagnaver í Bandaríkjunum. 270 fermetra lóð fyrir hendi Mikil vinna hefur farið fram á Blönduósi við að kynna sveitar- félagið sem ákjósanlegan kost fyrir gagnaver. Búið er að eyrnamerkja í aðalskipulagi Blönduós bæjar rúmlega 270 hektara lóð undir slíka starfsemi. Nálægðin við Blönduvirkjun er mikill kostur og engin náttúruvá er á svæðinu. Borealis var veitt framkvæmda- leyfi fyrir gagnaver í Reykjanesbæ árið 2014 á 21.000 fermetra lóð. /MÞÞ Undanfarið hafa margar kvartanir og athugasemdir borist til Sveitarfélagsins Húnaþings vestra vegna ástands Vatnsnesvegar. Íbúar lýsa yfir áhyggjum sínum varðandi stöðu mála enda sé ástand vegarins fyrir löngu orðið óboðlegt og skapar stórhættu. Úrbóta er þörf svo ekki komi til fleiri stórslysa á þessari leið. Athugasemdunum hefur ítrekað verið komið á framfæri við Vegagerðina og samgönguráðherra. Nýlega barst byggðarráði Húnaþings vestra bréf frá Jónínu Helgu Jónsdóttur og Þorbjörgu Ingu Ásbjarnardóttur vegna ástands Vatnsnesvegar. Bréfið var sent íbúum og helstu hagsmunaaðilum á svæðinu og þeir hvattir til að senda inn kvörtun til Vegagerðarinnar. Fleiri hafa sent inn bréf um málið. Í fundargerð byggðarráðs frá síðustu viku segir að þeim athugasemdum hafi ítrekað verið komið áfram til samgönguráðherra, Vegagerðarinnar og þingmanna kjördæmisins og skorað á þá að styðja íbúa Húnaþings vestra í þessari baráttu. Byggðaráð tekur undir áhyggjur íbúanna. /MÞÞ Ítrekað kvartað undan Vatnsnesvegi Frá uppboði hjá Kopenhagen Fur. Myndir / HKr. Björn Halldórsson.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.