Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 25

Bændablaðið - 06.07.2017, Qupperneq 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Bonito ehf. • Friendtex • Praxis Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 •www.praxis.is Opið mánudaga kl. 1 .00 -1 . 0, miðvikudaga kl. 11.00-17.00 10-30% staðgreiðsluafsláttur af skóm og fatnaði Erum ekki að hætta erum rétt að byrja ...Þegar þú vilt þægindi Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Næsta blað kemur út 20. júlí Spinder fjósainnréttingar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga að nánast öllum þörfum nútímafjósa. Við afgreiðum stíur, jötugrindur og milligerði í mörgum stærðum og gerðum og í flestum tilfellum er afgreiðslutíminn stuttur og varan flutt heim í hlað. Hafðu samband: bondi@byko.is INNRÉTTINGAR byko.is og með samþættu kynningar- og markaðsstarfi. Í tengslum við það hyggst Geitfjárræktarfélagið halda vinnu- stofur um nýtingu og framleiðslu geitaafurða. „Við sjáum fyrir okkur mismunandi vinnustofur fyrir mjólk, kjöt og ullarvinnslu, þar sem við fengjum innsýn inn í reynslu frá fólki sem þekkir og kann að gera hlutina, meðal annars frá öðrum löndum. Þetta yrði vettvangur sem gæti hjálpað smáframleiðendum að fara af stað með vöru,” segir Sif. Hún nefnir að margir séu tilbúnir til þess að hefja framleiðslu á vörum, en stofnkostnaður við að setja vinnsl- ur aftri framkvæmdinni. Því þurfi fjármagn og stuðning til að hrinda hugmyndum af stað. „Við höfum alla þekkinguna og aðstöðuna í landinu, en í mismunandi stofnunum; RML, MAST, MATÍS, LbhÍ svo eitthvað sé nefnt. Það þyrfti að koma þessari þekkingu saman í einn pakka. Við viljum sjá hvort það sé einhver möguleiki á slíku með því að setja upp vinnustofur til að byrja með,“ segir Sif. Kallað eftir breyttum sláturaðferðum Fáein tonn af geitakjöti eru framleidd í sláturhúsum árlega, en mest allt kjöt er selt í heimasölu, í sérverslunum og til einstakra veitingastaða. Sjálf hafa Sif og Jörundur verið að þróa kjötvinnslu. „Við höfum verið að prófa okkur áfram með að slátra á mismunandi aldri og vinna kjötið með ýmsu móti. Kjötið er magurt og eldamennskan á því viðkvæm. Bragðið getur mark- ast af því á hvernig landi geiturnar nærast. Hér ganga þær í birki og á lyngi og kjötinu hefur verið lýst sem hreindýralambi með villibráða- keimi,“ segir Sif. Hún segir geitfjáreigendum mikið í mun að sláturaðferðir geita batni en í samstarfi við MATÍS hefur Geitfjárræktarfélagið hug á að upp- lýsa og fræða starfsfólk sláturhúsa. „Geitur þola ekki vatn. Flest slát- urhús í dag stuða dýrin með rafmagni áður en þeim er slátrað og í því felst að setja vatn á hausinn á þeim, er mér sagt. Mörgum finnst ótækt að bjóða geitinni upp á slíkar aðferðir og þætti æskilegra, út frá dýravelferðarsjónar- miðum, að taka upp aðrar aðferðir.“ Í lykilstöðu fyrir útbreiðslu Geitahjörð Sifjar og Jörundar telur rúmlega 60 skepnur en þeim fjölgaði verulega í vor. „Við áttuðum okkur ekki á því, þegar við keyptum Hrísakot, að við værum stödd á einu hreinasta svæði landsins. Við fengum til að mynda aðeins að kaupa skepnur frá einum bæ á landinu, Fjallalækjarseli í Þistilfirði. Hugsjónin okkar var upphaflega að fjölga skepnum og viðhalda þannig þessum stofni. Síðan að vinna úr kjöti og ull, því við komum henni ekki úr útrým- ingarhættu nema hún sé nýtt. Við ákváðum því að fara út í sæðingar, en það kom lítið sem ekkert út úr því í fjögur ár. Síðastliðið haust ákváð- um við því að vera ekkert að ves- enast og fórum náttúrulegu leiðina. Þá höfðum við eignast nokkuð fjar- skyldan hafur úr sæðingum. Flestar huðnurnar voru hjá honum og það skilaði svona vel, við fengum alls 38 kið,“ segir Sif. „Við erum í lykilstöðu með því að vera á þessu hreina svæði. Okkur ber eiginlega skylda til að koma upp hjörð með eins fjölbreyttu genamengi og mögulegt er og þess vegna eru sæðingar svo mikilvægar. Héðan væri svo hægt að dreifa geitum um allt land.“ /ghp Geitfjárræktarfélagið vill stuðla að aukinni afurðasölu og hyggst standa fyrir vinnustofum fyrir verðandi smáframleiðendur geitaafurða. Sif og heimalningurinn Gæfa.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.