Bændablaðið - 06.07.2017, Side 32

Bændablaðið - 06.07.2017, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Mikið var um dýrðir hjá Knúti Rafni Ármann og Helenu Hermundardóttur, garðyrkju- bændum og starfsfólki þeirra í Friðheimum í Reykjum fimmtu- daginn 29. júní. Þá var vígt nýtt og fullkomið aðgerðareldhús og skrifstofuhúsnæði sem byggt hefur verið við garðyrkjustöðina. Fjöldi gesta var við athöfnina og þar á meðal umhverfisráðherr- ann, Björt Ólafsdóttir, nokkrir þingmenn, sveitarstjórnarmenn og bændur og búalið úr nágrenninu. Bauð Knútur gestina velkomna og sagði að mikið hefði breyst frá því þau Helena fluttu að Friðheimum í Biskupstungum sem nú tilheyrir Bláskógabyggð. Liðin væru 22 ár síðan þau hófu þar búskap. „Við fluttum 25 ára gömul upp í sveit með þann draum í maganum að vera með hesta og stunda garð- yrkju. Við vorum mikið lánsöm að detta niður á þennan yndislega stað. Í þessari yndislegu sveit þar sem okkur var tekið einstaklega vel. Frá fyrsta degi var þetta sveitin okkar,“ sagði Knútur. Hann sagði að þau hjón hafi tekið svolítið stóra ákvörðun fyrir átta árum með því að opna búið fyrir gestum. Upphaflega hafi það bara átt að vera lítil sæt hliðarbú- grein þar sem þau gætu verið að tína tómata við hliðina. Þetta sé nú orðið svo miklu stærra og meira en þau hafi óraðfyrir. Auk hestasýninga og heimsókna í hesthús fóru gestir að spyrjast fyrir um hvort ekki væri boðið upp á heimsókn í gróðurhús. Þau hafi verið hálf hissa á því í byrjun og spurt sjálf sig hvað fólk vildi eigin- lega skoða í gróðurhúsi. Við nánari hugsun hafi þau séð að það væri auðvitað ekkert síðra að kynna fólki gróðurhúsaræktunina en hestana. Var í framhaldinu farið að bjóða hópum upp á gróðurhúsaheimsókn- ir þar sem fólki var kynnt tómata- rækt eins og hún gerist heilnæmust. Þetta vatt fljótt upp á sig. Þegar garðyrkjustöðin var stækkuð 2011 var byggð gestastofa í leiðinni sem vígð var fyrir nákvæmlega fjórum árum. Þá var Sigurður Ingi Jóhannsson, þáver- andi landbúnaðarráðherra, fenginn til að klippa á borða. Sagði Kútur að þetta hafi þróast í það að nú væri opin þarna veitinga- staður allt árið um kring þar sem boðið er upp á afurðir gróðrarstöðv- arinnar ásamt bakkelsi og öðru góð- gæti sem galdrað er fram af meist- arakokknum Jóni K.B. Sigfússyni og samstarfsfólki á staðnum. Ótrúleg staða „Einhvern veginn hefði maður aldrei trúað því fyrir fjórum árum að hér væri hægt að reka veitingastað 100 kílómetra frá Reykjavík sem væri fullur af gestum alla daga frá tólf til fjögur yfir vetrarmánuðina. Þetta sýnir okkur hversu gaman og áhugavert það er að flétta saman landbúnaði og ferðaþjónustu.“ Stóri draumurinn „Þetta hefði þó aldrei orðið að veruleika nema að við hefðum fengið til okkar ótrúlega flottan hóp af hæfileikaríku fólki. Það hefur einhvern veginn laðast að okkur yndislegt fólk sem hefur byggt þetta upp með okkur af alúð. Hér eru 47 manns að vinna í sumar, en rétt rúmlega 30 yfir vetrarmánuðina. Með þessari stóru stund í dag erum við komin með þetta í það form sem okkur hefur dreymt um.“ Seldu tómatsúpu til Mexíkó „Við fórum í það fyrir þrem árum að opna litlu tómatabúðina okkar. Hún varð svo vinsæl að ári seinna opnuðum við vefverslun og höfum verið að senda tómataafurðir um allan heim. Mér fannst það t.d. mjög gaman þegar við sendum 6 lítra af tómatsúpu til Mexíkó. Mér fannst það svona eins og að selja kaffi til Brasilíu. Þetta sýnir okkur bara hvað er hægt að gera og hvað möguleikarnir eru miklir.“ Knútur segir að allar þessar vinsældir og þrengslin sem þau hafi búið við m.a. í eldhúsinu, sem stækkað hefur verið þrisvar sinnum, hafi sýnt þeim að það yrði að búa til betri vinnuaðstöðu. Ráðist í að byggja almennilegt eldhús „Það var því ákveðið fyrir tæpu ári að við myndum ráðast í að byggja almennilegt eldhús og vera með skrifstofuhúsnæði ofan á því ásamt fundar- og kaffistofu. Þetta er því eingöngu aðstöðuhús til að gera vinnuaðstöðu okkar betri og að betur fari um okkar starfsfólk. Þarna eru tvö eldhús. Annars vegar keyrslueldhús fyrir veitingastaðinn og inn af því er vinnslueldhús sem hægt er að vinna í þótt verið sé að sinna gestum.“ Byrjað var að grafa fyrir húsinu í byrjun desember á síðasta ári og fyrstu steypu var hellt í mót daginn fyrir Þorláksmessu. Síðan hafa framkvæmdir gengið vonum framar og þökkuðu Knútur og Helena iðnaðarmönnunum fyrir vel unnin störf og leystu þá út með koníaksflöskum. Knútur sagði að með nýju aðstöðunni væri miðað við að þar væri hægt að nýta alla framleiðslu stöðvarinnar og búa til úr því góðgæti. Hann sagði að það hafi líka verið mikil guðsgjöf að kynnast Jóni K.B. Sigfússyni. Hann hafi haft svipaðar hugmyndir og þau um hvernig hægt væri að þróa staðinn áfram. Myndir / HKr. Nýtt og fullkomið eldhús opnað á Friðheimum – „Erum komin með þetta í það form sem okkur hefur dreymt um,“ sagði Knútur Rafn Ármann Flaggað fyrir Jónshúsi í Friðheimum. Ármann. mikinn heiður að fá að vinna með fjölskyldunni á Friðheimum og öllu því einstaka starfsfólki sem þar starfar.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.