Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 06.07.2017, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júlí 2017 Kristín og Eugen sáu Stóra- Kropp á ferð um landið og féllu algjörlega fyrir staðnum. Býli: Stóri-Kroppur. Staðsett í sveit: Reykholtsdal í Borgarfirði. Ábúendur: Eigendur eru Kristín Hjörleifsdóttir Steiner og Eugen Steiner. Bústjóri er Bryndís Brynjólfsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Kristín og Eugen eiga þrjú börn: Hrafn, Svövu og Emblu. Á bænum eru kettirnir Lilli litli og Tímon. Stærð jarðar? 239 hektarar. Gerð bús? Ferðaþjónusta og hrossarækt. Fjöldi búfjár og tegundir? 50 hross og 2 kettir. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Ávallt byrjað á að gefa hestunum og köttunum sem láta alveg vita ef ekki er búið að bæta í dallinn þeirra. Svo spilast dagurinn bara dálítið eftir verkefnum. Girðingar, viðgerðir, ferðamenn, hestastúss og hugsa um að halda öllu snyrtilegu. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Alltaf gaman að sjá folöldin fæðast og líka þegar gefið er útigang í vondum veðrum hvað þau verða kát, finnst bara öll bústörf skemmtileg. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Bara svona svipað og í dag, ferðaþjónusta og hross. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mættu oft vera snarpari. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel ef rétt er á málum haldið. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki íslenskra afurða. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kartöflur og kjöt. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Get nú ekki tekið eitt fram yfir annað. Finnst alltaf frábært þegar ungviðið fæðist. Svo finnst okkur stórkostlegt að Faxagleðin er haldin hjá okkur í ágúst sem er firmakeppni hesta- mannafélagsins Faxa þar sem fólk- ið kemur ríðandi og það er keppt og svo grillum við saman og höfum gaman. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Bakaður Brie-ostur og grillað flatbrauð Bakaður Brie-ostur – hunangs- og pecangljáður Þessi réttur tekur bara augnablik að útbúa og er hægt að njóta hans með vinum við grillið, en svo er líka bara hægt að baka hann í ofni. Gott er að dýfa ristuðu súrdeigsbrauði í ostinn eða smyrja það með ostinum. › Einn Brie-ostur eða annar sambærilegur ostur › Ein lúka pecan-hnetur um 150 g, gróft hakkaðar › ¼ bolli púðursykur › 2 matskeiðar hunang Hitið ofninn í 160 gráður. Í skál blanda saman pecan-hnetum, púðursykri og hunangi. Setjið ostinn í grunnt fat eða eldfasta pönnu og toppið með pecan-hnetum og sykurblöndunni. Bakið í 10–15 mínútur. Takið úr ofn- inum og látið kólna ögn svo engin brenni sig. Framreiðið með ristuðu brauði eða stökku kexi. Papriku- og chilihummus með grilluðu flatbrauði Geggjað nart til að bjóða upp á undan og á meðan grillveislan er undirbúin. Hummus með grilluðu flatbrauði sem hefur verið penslað með ólífuolíu og kryddað með góðu salti og smá blóðbergi eða timjan. Fyrir hummus: › Lítil dós niðursoðnar kjúklingabaunir, sem búið er að skola (flott að geyma nokkrar kjúklinga sem skraut) › ¼ bolli tahini sesam mauk (í krukku) › 1 stk. brennd paprika (á grilli eða kaupa klárar í krukku) › ¼ bolli ferskur sítrónusafi › Ein matskeið harissa chilikrydd eða chilisósa › ½ tsk. salt › ½ tsk. malað cumin-duft › ¼ tsk. malað kóríanderduft Öllu hráefninu er blandað saman í matvinnsluvél og unnið saman þar til blandan er slétt. Hún er svo geymd í kæli þar til brauðið er framreitt með hummus til hliðar. Fyrir grillað flatbrauð: › Eitt stykki tilbúið pitsudeig (hægt að kaupa tilbúið eða gera frá grunni) › 2 msk. ólífuolía › Ein tsk. blóðberg eða timjan › ½ tsk. gott salt Til að undirbúa flatbrauðið skaltu byrja með því að hita grillið í 250 gráður. Skiptu deiginu í tvennt. Rúlla út hvorn helming á hveiti stráðu yfir- sentimetra á þykkt – eða jafnvel þynnra fyrir stökkt flatbrauð. Penslið deigið með matskeið af ólífu- olíu, og stráið yfir með ½ teskeið af timjan og ¼ teskeið af góðu flögusalti. Grillað í 4–8 mínútur. Ofnbakaður eða grillaður rabarbari með ís og rauðum marengs › 550 g rabarbari › 85 g hrásykur Aðferð Hitið ofninn að 200 gráðum. Skolið rabarbara og setjið í sigti, skera rabarbarann í bita í fingurlengd. Setjið rabarbarann í grunnt ofn- fast fat eða kökuform með hliðum, blandið saman við sykurinn, veltið saman. Lokið vel með álpappír og bakið í 15 mínútur. Fjarlægðu álfilmuna. Sykurinn ætti þá að vera leystur upp. Veltið bitunum og steikið í fimm mínútur til viðbótar. Til að athuga hvort rabarbarinn er tilbúinn skuluð þið prófa að skera aðeins í hann með beittum hníf. Rabarbarinn ætti að vera mjúkur, en halda samt lögun sinni. Framreiðið með ís, berjum og marengs. Berjamarengs › 2 eggjahvítur › 1 msk. frælaus rauð hindberjasulta (við stofuhita) › 6 dropar af rauðum matarlit › 1⁄3 bolli af sykri › 1⁄3 bolli sigtaður flórsykur › Smjörpappír til að baka á Hafið eggjahvítuna í stofuhita í 30 mínútur. Setjið smjörpappír á bök- unarplötu. Forhitið ofninn í 160 gráður. Hrærið saman hindberjasultu og matarlitnum í skál. Setjið til hliðar. Blandið sykri og flórsykri saman og setjið svo til hliðar. Þeytið eggjahvíturnar með rafmagns- hrærivél á miðlungshraða þar til mjúk froða hefur myndast. Bætið því við sykurblönduna, ein matskeið í einu og þeytið í fimm til sjö mínútur á meðalhraða – eða þar til marensinn er stífur og glansandi og sykurinn er búinn að leysast upp. af marengsblöndunni varlega saman við sultuna, svo er restinni varlega blandað saman við. Notaðu sprautupoka til að sprauta marens í hjörtu, stangir eða bara smyrja flatt á bökunarpappír Setjið bökunarplötur í forhitaðan ofninn. Slökkvið á ofninum. Látið marengsinn þorna í ofni, með dyrnar lokaðar í eina klukkustund eða þar til þurr og skörp húð hefur mynd- ast. Mikilvægt er að hann sé samt enn ljós á litinn. Láttu hann kólna á pappír. Taktu marengsinn varlega af pappírnum og bjóðið upp á sem skraut með berjum og góðum ís að eigin vali. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Stóri-Kroppur Bryndís Brynjólfsdóttir. Fjölskyldan á Stóra-Kroppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.