Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Kjúklingum á Indlandi gefið
heimsins sterkasta sýklalyf
– WHO sendur út viðvörun þar sem þetta getur leitt til þróunar lyfjaónæmra ofurbaktería og sýkinga í fólki sem engin lyf ráða við
Alþjóðleg heilsuviðvörun hefur
verið gefin út í framhaldi af
því að komið hefur í ljós að
kjúklingabændur á Indlandi
hafa notað þúsundir tonna af
sýklalyfinu colostin við eldi.
Colostin er eitt fárra sýklalyfja
sem notað er gegn sýkingum þegar
engin önnur lyf virka.
Indland eru eitt af stærstu
matvælaframleiðslulöndum í heimi
og flytja árlega út gríðarlegt magn
af kjúklingakjöti. Komið hefur
í ljós að árlega nota indverskir
kjúklingabændur sterk sýklalyf við
eldið og þar á meðal þúsundir tonna
af lyfinu Colostin. Colostin er eitt
fárra sýklalyfja sem notað er gegn
sýkingum þegar engin önnur lyf virka
og er talið að notkun þess í landbúnaði
auki enn á hættuna á að fram komi
svokallaðar ofurbakteríu sem eru
ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum
sem til eru í dag. Slíkt gæti haft
skelfilegar afleiðingar og hefur
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) sent frá sér yfirlýsingu þar
sem segir að sýklalyfjaónæmi sé ein
stærsta ógn við lýðheilsu jarðarbúa
í dag.
Farmskrár sýna að gríðarlegt
magn af Colostin hefur verið flutt til
Indlands á síðustu árum. Á Indlandi
er lyfið selt til bænda sem nota það
til að fyrirbyggja sjúkdóma og sem
vaxtarhvata.
Alvarleiki málsins felst í því
að lyf sem ætlað var sem síðasta
úrræði í baráttunni við alvarlegar
bakteríusýkingar er nú notað til að
auka vaxtarhraða og stærð kjúklinga.
Afleiðingin gæti verið sú að lyfið
verði fljótlega ónothæft til lækninga.
/VH
FRÉTTIR
Félagsaðild að Bændasamtökum Íslands:
Félagsmenn í BÍ eru
nú 3.400 talsins
Nú er fyrsta ár í innheimtu
félagsgjalda BÍ að baki. Í árslok
voru félagsmenn samkvæmt
félagatali rétt um 3.400 talsins.
Félagsgjöldin voru tæplega
87,5 milljónir króna, eða 87%
af því markmiði sem sett var í
fjárhagsáætlun 2017.
Guðbjörg Jónsdóttir, verkefna-
stjóri hjá Bænda samtök unum,
segir að síðasta ár hafi verið mikið
mótunarár í félagskerfi bænda og
muni sú vinna halda áfram.
„Nú er verið að slípa af
þá vankanta sem komu upp í
innheimtunni. Það er ástæða til að
þakka bændum fyrir þá þolinmæði
sem sýnd hefur verið í þessu
breytingaferli.“
Rafræn umsókn um félagsaðild
Þeir bændur, sem ekki greiddu
félagsgjöld á síðasta ári en vilja
gerast meðlimir í BÍ, þurfa nú að
sækja um aðild. Í boði er að fylla út
rafræna umsókn á vef samtakanna,
bondi.is, eða hafa beint samband
við þjónustufulltrúa. Umsóknin
er einnig ætluð þeim sem vilja af
einhverjum ástæðum breyta sinni
félagsaðild. Bændur geta auk þess
leitað til samtakanna og fengið
ráðgjöf hjá þjónustufulltrúa um
félagsaðildina.
Upplýsingar eingöngu fyrir
félagsmenn á Bændatorginu
„Ástæða er til að benda á að
grunnfélagsgjaldið innifelur
félagsgjald fyrir tvo og eru
félagsmenn hvattir til að nýta sér
það. Bændur ættu að sjá félagsaðild
sína inni á Bændatorginu en þar
er einnig búið að taka í notkun
félagssíðu sem er á lokuðu svæði.
Þar eru aðgengilegar ýmsar
upplýsingar sem aðeins eru ætlaðar
félagsmönnum, svo sem umsóknir
um sumarhús, ársreikningar
samtakanna, fundargerðir og
önnur skjöl og tilkynningar,“ segir
Guðbjörg.
Athygli er vakin á því að
aukaaðild að BÍ geta átt þeir
einstaklingar, 18 ára og eldri, sem
búsettir eru á Íslandi og styðja
markmið samtakanna. Aukaaðildinni
fylgir enginn atkvæðisréttur eða
önnur félagsleg réttindi.
Nánari upplýsingar um
félagsgjöld BÍ er að finna á vef
samtakanna, bondi.is. /TB
Mynd / TB
Matís:
Kortlagning matarlandslagsins
Matís vinnur nú að verkefni
sem felst í kortlagningu á
matarlandslagi Íslands á veflægu
formi. Í því felst að unnin er
heildarskrá yfir frumframleiðslu
á Íslandi og mun kallast
Matarlandslagið á íslensku en
EatIceland á ensku.
Skráin mun sýna fjölda
frumframleiðenda og dreifingu
þeirra um landið myndrænt á vefnum
og hægt verður að flokka þá eftir
ýmsum breytum og skoða frekari
upplýsingar um hvern þeirra.
Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu
þjóðanna
Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá
Matís, segir að verkefnið eigi rætur
í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbærni fyrir öll ríki
jarðar fyrir 2030. „Ofnýting auðlinda
jarðar er eitt af stóru heimsmálunum í
dag, sem menn átta sig nú á að er afar
áríðandi að bregðast hratt og víðtækt
við. Sameinuðu þjóðirnar settu þessi
heimsmarkmið sem eiga að tryggja
framtíð jarðar, lífs og mannkyns á
jörðu. Okkar hlutverk á Íslandi er
að vinna að sjálfbærnimarkmiðunum
frá þeim grunni sem við höfum hér
á landi.
Í því samhengi er mikilvægt að
við gerum okkur grein fyrir því
hvað stuðlar að sjálfbærni okkar
og hvernig við sjálf viðhöldum,
tryggjum og stuðlum að framþróun
þessarar sjálfbærni í sátt við
náttúruna. Frumframleiðsla þjóða
er grunnur sjálfbærni þeirra, en
frumframleiðendur eru allir þeir
sem tryggja okkur sjálfbærni með
matarafurðum sem koma beint úr
auðlindum okkar, lands og sjávar.
Ísland er eyja og samfélag okkar ekki
ýkja stórt, sem gerir okkur auðvelt
fyrir þegar kemur að skrásetningu
frumframleiðslu í landinu. Við hjá
Matís höfum undanfarið unnið að gerð
heildarskrár yfir frumframleiðslu á
Íslandi, sem koma mun út á veflægu
formi vonandi í vor,“ segir Rakel.
Myndræn og nútímaleg
framsetning
„Þessari heildarskrá er ætlað að gefa
heildarsýn yfir frumframleiðslu
okkar og vera grunnur upplýsinga;
meðal annars með tilliti til
framþróunar og stefnumótunar í
ljósi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu
þjóðanna fyrir þjóðir jarðar og
Parísarsamkomulagsins. Hún mun
einnig þjóna nýsköpun, framþróun og
markaðsþróun í matvælaframleiðslu
á Íslandi,“ segir Rakel enn fremur.
Skráin verður, að sögn
Rakelar, myndræn og nútímaleg
í framsetningu sem nýtist vel
þegar skoðuð er heildarmynd
matvælaframleiðslunnar. Það
gagnist svo þegar hugað er að
byggðasjónarmiðum og bættri
markaðssetningu íslenskra
landbúnaðarafurða. Mikilvægt sé að
bregðast við væntingum samfélaga
á landsbyggðinni og ferðamanna
um aukið aðgengi að upplýsingum
um sérkenni landsvæða hvað varðar
menningu og matarhefðir. „Með
skránni verður neytendum einnig
gert kleift að miða neyslu sína að
því að minnka neikvæð neyslutengd
umhverfisáhrif, svo sem minnka
kolefnissporið, taka smáskref gegn
hlýnun jarðar og stuðla að vistvænna
samfélagi og sjálfbærni,“ segir
Rakel. /smh