Bændablaðið - 08.02.2018, Side 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
Bjarni Jónsson, varaþingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs í Norðvesturkjördæmi,
tók sæti á Alþingi fyrir Lilju
Rafneyju Magnúsdóttur í fyrri
viku. Þar vakti hann athygli á
slæmri stöðu samgöngumála á
landinu.
„Virðulegi forseti. Víða um
land liggja vegir undir skemmdum
vegna vanrækslu undanfarinna ára
í viðhaldi og frekari uppbyggingu;
Vatnsnesvegur, Reykjaströnd,
Hegranes, Skógarströnd, vegir
í Árneshreppi, uppsveitir
Borgarfjarðar og svo mætti áfram
telja.
Styrking stofnleiða og lagning
bundins slitlags á tengivegi hefur
setið á hakanum.
Brýnar stórframkvæmdir, eins
og breikkun Vesturlandsvegar
frá Kjalarnesi í Borgarnes,
hafa vart komist á dagskrá og
undirbúningsvinnu er ábótavant.
Þetta hefur gerst þrátt fyrir loforð
fulltrúa flestra stjórnmálaflokka
í aðdraganda undanfarinna
alþingiskosninga.
Alþingi hefur samþykkt
metnaðarlitlar samgönguáætlanir
sem svo hefur ekki einu sinni verið
staðið við með því að fjármagna
framkvæmd þeirra.
Herra forseti. Alþingi og
samgönguráðherra verða að
taka sig á. Góðar samgöngur
eru lífæð byggðanna. Það er
ekki tæk flóttaleið eftir áralanga
vanrækslu í samgöngubótum
að ætla að fjármagna þær með
vegtollum á íbúa einstakra svæða,
svo sem íbúa á Akranesi og í
Borgarfirði. Samgönguráðherrar
sem tala fyrir slíku sýna uppgjöf
gagnvart því verkefni að tala
fyrir og tryggja fjármuni í
nauðsynlegar samgöngubætur af
þeim tekjustofnum sem þó eru til
þeirra markaðir með margvíslegri
gjaldtöku, svo sem af eldsneyti,
umferð, bílum og fleiri þáttum.
Vakin er athygli á því í nýjasta
tölublaði Bændablaðsins í vandaðri
og ítarlegri umfjöllun að um
258 milljarða tekjur af umferð
undanfarinna fimm ára hafi ekki verið
nýttar til vegagerðar. Tekjustofnar og
fjármunir eru greinilega fyrir hendi.
Alþingi verður því að taka sér tak,
og samgönguráðherra leggjast á
árar og fylgja þeim verkefnum
eftir sem honum eru falin og ætlað
að tala fyrir. Við þurfum aðgerðir
strax í vegamálum. Það er alveg
augljóst að tekjustofnarnir eru fyrir
hendi, fjármunirnir eru fyrir hendi,
fjármunir sem eru innheimtir með
ýmsum hætti en skila sér ekki í
samgöngubætur, sem þó standa
svona illilega upp á okkur,“ sagði
Bjarni Jónsson.
Stjórnarþingmaður skammar þingmenn fyrir dugleysi í samgöngumálum:
Ekki einu sinni staðið við metnaðar-
litlar samgönguáætlanir
FRÉTTIR
Það hefur gengið ótrúlega vel
miðað við aðstæður,“ segir
Bergþór Páll Aðalsteinsson,
verkstjóri yfir mjólkursöfnun hjá
MS-Akureyri og mjólkurbílstjóri.
Veður hefur verið með eindæmum
umhleypingasamt síðustu vikur,
skipst á með norðan stórhríð
og glærahálku sem gert hefur
mjólkurbílstjórum lífið fremur leitt.
Skak á keðjum
Bergþór segir að mikið hafi hina
síðustu daga verið um skak á keðjum
og fyrir vikið gangi mjólkursöfnun
hægar fyrir sig. „Við erum lengur
að, en það sem skiptir mestu er að
engin áföll hafa orðið, þetta hefur
gengið nokkuð vel bara,“ segir hann.
Eitthvað hefur verið um lokanir,
m.a. var Víkurskarð lokað heilan
dag. Bergþór segir að svo hátti
til að yfirleitt sé einn mjólkurbíll
staðsettur austan Víkurskarðs og hafi
það því ekki komið að sök.
Bíl, sem flytur vörur frá Akureyri
og suður á höfuðborgarsvæðið, var
seinkað um einn dag vegna lokunar
á Öxnadalsheiði í lok liðinnar viku
en Bergþór segir það yfirleitt ekki
koma að sök ef tafir verði ekki meiri
en sem nemur einum degi.
Langir vinnudagar
Veðurfarið hefur einkum haft þau
áhrif að vinnudagar mjólkurbílstjóra
eru lengri, mjólkursöfnun tekur
lengri tíma þegar veður og færð eru
ekki eins og best verður á kosið og
iðulega er menn að frá morgni til
kvölds.
Með öflugan mannskap
„Við höfum góðan og öflugan
mannskap og allir eru boðnir og
búnir að leggja mikið á sig. Þetta er
verkefni sem þarf að leysa, andinn
á vinnustaðnum er góður, menn eru
jákvæðir og víla ekkert fyrir sér að
vinna langa daga.“
Bændur eru að sögn Bergþórs
iðulega flestir hverjir búnir að
hreinsa heimreiðar þannig að leiðin
heim að fjósi er alla jafna greið.
/MÞÞ
Bergþór Páll Aðalsteinsson, verkstjóri hjá MS-Akureyri:
Mjólkursöfnun gengið ótrúlega vel
þrátt fyrir umhleypinga í veðri
Mynd / MÞÞ
Það þarf oft að ösla snjóinn þegar
Verkefnið Hleðsla
í hlaði auglýsir
þessa dagana eftir
fleiri áhugasömum
bændum sem hafa
hug á því að setja upp
hleðslustöðvar fyrir
rafbíla á sínum búum.
Að Hleðslu í hlaði
standa Hey Iceland (fyrrum
Ferðaþjónusta bænda), Orkusetur
og Bændasamtök Íslands. Á þriðja
tug aðila hafa verið í samskiptum
við verkefnahópinn og lýst yfir
áhuga á að setja upp hleðslustöðvar
og nokkrir þeirra hafa samið
við fyrirtækið Hleðslu ehf. um
uppsetningu á stöðvum.
„Við vonumst til þess að fá fleiri
bændur og aðila í ferðaþjónustu til
að stökkva á vagninn. Markmiðið
er að fjölga rafhleðslustöðvum
í sveitum og ýta þannig undir
umhverfisvænni samgöngur,“
segir Tjörvi Bjarnason hjá
Bændasamtökunum.
„Það er mikil
e f t i r s p u r n h j á
rafbílaeigendum sem
kunna vel að meta
að vera öruggir með
hleðslu hringinn
í kringum landið.
R a f m a g n s b í l u m
fjölgar hratt og við
teljum að það sé tilvalið fyrir
bændur, sem hafa tök á, að veita
hleðsluþjónustu. Bæði er hægt að
skapa sér nýjar tekjur og síðan
getur rafhleðslustöðin verið
kærkomin viðbót við aðra þjónustu
og ýtt undir sölu, t.d. á veitingum
eða afþreyingu,“ segir Tjörvi sem
vonast til þess að með vorinu
verði allnokkrar hleðslustöðvar
komnar upp í sveitum landsins
undir merkjum Hleðslu í hlaði.
Tilgangur samstarfshópsins er
einkum að hvetja bændur til þess
að kanna kosti hleðslustöðva
og kynna þjónustuna þegar hún
verður komin á laggirnar.
Vilja fleiri hleðslustöðvar
Eyjafjarðarsveit festi nýlega kaup
á skóglendi ofan Hrafnagilshverfis,
en áður tilheyrði aðeins lítill hluti
þess sveitarfélaginu. Á þessu svæði
er m.a. Aldísarlundur sem um
árabil hefur nýst skólasamfélaginu
afar vel. Með stækkun þessa
svæðis, ofan Aldísarlundar, opnast
ýmsir möguleikar til útivistar,
kennslu og leikja bæði fyrir
skólasamfélagið og íbúa.
Sveitarstjórn hefur áhuga á að
ráðast í framkvæmdir á svæðinu
sem væru til þess fallnar að auka
samveru og útivist íbúanna. Efnt
var til hugmyndasamkeppni þar sem
leitað var til íbúa sveitarfélagsins um
hvernig best væri að nýta svæðið.
Fjölmargar hugmyndir bárust.
Berjaland
Ein hugmyndanna snýst um að
nýta skóglendið sem berjaland
fyrir íbúa, m.a. með því að grisja
bjartan skóg með hindberjum, rifs-
og sólberjum, hrúta- og laxaberjum
og jarðarberjum sen njóta skjóls í
skóginum. Gjöfult berjaland mætti
einnig nýta við kennslu. Bent er á
að víða í útlöndum eru matarskógar,
en ekki er vitað til að slíkt hafi verið
reynt hér á landi.
Þá var varpað fram hugmyndum
um að staðsetja grillhús á svæðinu,
setja upp rennirólu og einnig að setja
upp hjólabraut í gegnum skóginn,
sem gæti nýst sem fjallaskíðabraut
að vetrarlagi. Frisbígolfvöllur var
nefndur og eins að útbúa svonefndan
berfættra, eða skynjunarstíg, sem er
með margvíslegu yfirborði, hörðu
og mjúku.
Fullbúin útikennsluaðstaða
Nefnt var og að setja upp
líkamsræktartæki í skóginum
sem og leiktækjum og þá helst úr
efniviði skógarins. Einnig að setja
upp fræðsluskilti um trjátegundir,
blómgróður, fugla, skordýr og sveppi
sem líklegt er að séu á svæðinu.
Einnig væri gott að þróa áfram
aðstöðu fyrir leik- og grunnskóla
til að fullbúin útikennsluaðstaða
yrði í skóginum. Stalla má setja í
brekku við skógarskýlið, koma
upp salernisaðstöðu í skóginum
og eins þyrfti drykkjarvatn að vera
aðgengilegt þar yfir sumarmánuðina.
Þá var og nefnt að ljúka þyrfti
við göngustíg frá göngubrú frá
Aldísarlundi upp á mel norðan
Reykár en þar vantar góð þrep.
Menningarsögulegt gildi
Endurnýja á gamla ungmennafélags-
reitinn sem er við lóðamörk húsanna
í Skógartröð. Trén eru komin til ára
sinna og munu falla á næstu árum
og ef reiturinn á að viðhaldast þarf
að planta fremur stæðilegum trjám
í hann og verja meðan þau eru að
vaxa úr grasi. Þessi reitur var oft
kallaður Aldísarreitur vegna þess
að Aldís á Stokkahlöðum annaðist
lengst af um hann, hann hefur
því menningarsögulegt gildi og
mikilvægt að halda við því sem eftir
er af honum. /MÞÞ
Eyjafjarðarsveit:
Fjölmargar hugmyndir
um nýtingu skóglendis