Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 24

Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Framlög til skógræktar á Íslandi náðu hámarki 2005 en hafa dregist saman síðan þá miðað við verðlag. Meiri mælingar vantar um bindingu CO2 við endurheimt votlendis. Að sögn skógræktarstjóra er mikið talað á Íslandi um aðgerðir til að binda CO2 úr andrúmsloftinu en lítið sé um aðgerðir. Þröstur Eysteinsson skógræktar- stjóri segir að framlög til skógræktar hafi náð raunhámarki miðað við verðlag árið 2005. „Á fjárlögum fengu Skógrækt ríkisins og fimm landshlutaverkefni í skógrækt, nú sameinuð í eina stofnun, Skógræktina, úthlutað fé til skógræktar. Landshlutaverkefnin fengu aukningu ár frá ári til 2005 en eftir það stóð krónutalan í stað til 2009 í ákveðnu hámarki. Árið 2010 var framlagið skorið niður og aftur 2011 og 2012 og eftir það hafa framlögin að mestu staðið í stað. Reyndar er samdráttur í ár um þrjátíu milljónir frá síðasta ári.“ Mikið talað um loftslagsmál en minna um aðgerðir „Að mínu mati er þetta þvert á alla umræðu um loftslagsmál og yfirlýsingar um nauðsyn og skyldu okkar til að binda CO2 samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Það er mikið talað um loftslagsmálin en lítið sem ekkert verið gert í að auka CO bindingu hér á landi, hvorki með skógrækt né öðru. Tökum sem dæmi umræðuna um endurheimt votlendis sem hefur farið mjög hátt undanfarið. Framlög til málaflokksins sem fara í gegnum Landgræðsluna voru á síðasta ári 20 milljónir og ekki hægt að gera mikið fyrir þá upphæð.“ Endurheimt votlendis eða skógrækt Talsverð umræða hefur verið um hvort sé betra þegar kemur að bókhaldinu í sambandi við kolefnisjöfnun að endurheimta votlendi með því að fylla upp í skurði eða taka landið undir skógrækt. Þröstur segir að hann líti ekki svo á að þetta tvennt sé í samkeppni. „Hitt er svo annað mál að ég tel að umræðan þurfi að komast á skynsamlegri nótur en hún hefur stundum verið. Ef við ætlum að nota LULUCF flokkinn í loftslagssamningnum, það er að segja Landnotkun og breytingar á landnotkun og skógrækt, þá þarf að skapast um það rétt og eðlileg umræða, sem því miður hefur á köflum ekki verið.“ Stokkið á loftslagsmálin „Umræðan hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum. Allir stökkva á eitthvað sem er í tísku en ekki hitt. Eiginlega klassísk íslensk umræða sem felst í kjaftagangi fram og til baka þar sem hinir og þessir sem hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu segja eitt og annað og talandi í kross, misskiljandi hver annan og stundum viljandi, sem sagt umræða sem er ekki að skila neinu og er hreint kjaftæði. Staðan er sú að hugsanlega gæti skógrækt skilað betri árangri þegar kemur að kolefnisjöfnun en endurheimt votlendis, sem er þó hugsanlega ódýrari aðgerð, en við hreinlega vitum það ekki vegna þess að við höfum ekki samanburðinn. Hins vegar er það mín skoðun að við eigum að nota allar mögulegar leiðir til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu, skógrækt, landgræðslu, endurheimt votlendis og breytingar á hvernig við notum land til beitar búfjár. Við eigum að vinna saman að þessu öllu,“ segir Þröstur. Skógræktun aflar gagna um CO2 bindingu „Skógrækt hefur verið með í þessari alþjóðlegu mynd alveg frá upphafi, eða frá því að loftslagssamningurinn var gerður. Frá Kyoto-bókuninni hefur þurft að gera grein fyrir bindingu og losun frá skógum og skógrækt. Við hjá skógræktinni höfum aflað þessara talna til að hafa það bókhald á hreinu. Það sama á ekki við um votlendi, framræst land, beitiland eða land í landgræðslumeðferð vegna þess að það þurfti ekki að gera slíkt frá upphafi. Af þeirri ástæðu hafa minni rannsóknir átt sér stað á þess konar landi hér. Skógræktin hefur bent á að ef Íslendingar sem þjóð ætla að nota endurheimt votlendis, almenna landgræðslu, vinnu á beitilandi eins og bændur græða landið eða annað við kolefnisjöfnun, eru gerðar kröfur um tölur um losun og bindingu frá því landi alveg eins og frá skógrækt.“ Að sögn Þrastar er nauðsynlegt, til að koma umræðunni á rökrænan grunn, að sambærilegar rannsóknir AUÐLINDIR&UMHVERFISMÁL Kolefni í formi sitkagrenis og í formi mýrar í Svartagilshvammi í Haukadal. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri við kynbótalerki. U mræðan hefur oft og tíðum einken- nst af upphlaupum og upphrópunum. Allir stökkva á eitthvað sem er í tísku en ekki hitt. Eiginlega klassísk íslensk umræða sem felst í kjaftagangi fram og til baka þar sem hinir og þessir sem hafa ef til vill takmarkaða þekkingu á viðfangsefninu segja eitt og annað og talandi í kross, misskiljandi hver annan og stundum viljandi, sem sagt umræða sem er ekki að skila neinu og er hreint kjaftæði. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Lítið sem ekkert hefur verið gert í að auka CO2 bindingu hér á landi að mati skógræktarstjóra: Framlög til skógræktar hafa dregist saman frá 2005 – Umræðan um loftslagsmál hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.