Bændablaðið - 08.02.2018, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
TVÆR SÍÐUSTU
VÉLARNAR Á
TILBOÐSVERÐI
745
www.VBL.is REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
VERÐ MEÐ SKÓFLU kr. 3.698.000 án vsk.
Verð miðast við gengi EUR 125
700 lína fjölnotatækjanna
frá Avant er nú framleidd
með nýju og endurhönnuðu
vökvakerfi.
HÉR ER Á FERÐINNI MJÖG AFLMIKIL VÉL
Í ÞESSUM STÆRÐARFLOKKI OG MEÐ
GÓÐUM BÚNAÐI
TIL AFGREIÐSLU
STRAX
Á EINSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI
SMÁRATORGI | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUNA
Rúmföt, lök, sængur, koddar, handklæði, svuntur,
dúkar og púðar. Fáðu tilboð hjá okkur.
sala@lindesign.is, sími 533 2220
RAFKNÚINN BRETTATJAKKUR
VISTVÆNN / HYBRID með Lithium rafhlöðu.
Leiser skornir gaflar eru sterkir og sniðnir
til að fara auðveldlega inn og út úr bretti.
Tekur innan við mínútu
að skipta um rafhlöðu.
Verð 157.000kr + vsk
UK/PG stórnbúnaður.
Hágæðamótor.
Traust drifhjól.
Einfaldur í notkun, léttur og meðfærilegur (125kg). Tekur 1,5 tonn.
Er stöðugur og snýst á punktinum við þröngar aðstæður,
t.d. í gámum og sendibílum
Bretti tjakkað upp, einsog á handdrifnum brettatjökkum, en hjól rafdrifið.
Ein rafhlaða og hleðslutæki fylgir. Rafhlaða endist í 200 klst.
ETNA ehf. Upplýsingar í síma 698-1539 og til sýnis hjá PMT Krókhálsi 1
Fyrirspurnum til siggi@pmt.is, svörum með upplýsingum í tölvupósti
eigi sér stað á endurheimt votlendis
eins og gerðar hafa verið í skógrækt.
„Landgræðsla ríkisins er að vinna
að þessum rannsóknum. Eftir því
sem þeim vindur fram verður hægt
að tala um endurheimt votlendis
á sama grunni og skógrækt hvað
varðar CO2 bindingu. Þá fyrst verður
hægt að velja aðgerðir með tilliti til
árangurs og skilvirkni. Rétt er þó
að taka fram að rannsóknirnar og
vöktunin þurfa að fara fram samfara
aðgerðum og því þarf að byrja á
nokkrum endurheimtarverkefnum
á mismunandi stöðum til að ná að
fanga breytileikann í árangri.“
Meðaltalsbinding CO2 á hektara í
skógrækt
Þröstur segir að binding CO2 í
skógrækt hér á landi sé breytileg frá
ári til árs vegna mæliaðferðanna sem
notaðar eru.
„Nýjasta talan í ræktuðum
skógum á Íslandi er 7,7 tonn CO2
nettómeðalbinding á hektara á ári
og er þá búið að draga losunina frá.
Stór hluti af mælingunum er til
að ná utan um breytileikann, sem
er gríðarlegur og allt frá því að
vera svolítil losun og upp í að vera
heilmikil binding upp á tugi tonna
CO2 á hektara í sumum skógum í
einstökum árum.
Einnig er munur á milli landgerða
og trjátegunda þegar kemur að
bindingu og losun CO2. Það sem
skiptir aftur á móti mestu máli er
mismunurinn á losun og bindingu,
það er að segja nettóútkoman.“
Að sögn Þrastar er ekki hægt að
flokka tré í lauf- eða barrtré með
tilliti til CO2 bindingar.
„Lauftré eru til dæmis bæði
íslensk birki og alaskaösp sem vex
tíu sinnum hraðar. Breytileiki milli
landgerða hefur einnig að segja
þegar kemur að bindingu einstaka
tegunda. Land sem er mest í
framboði til skógræktar hér á landi er
rýrt, fyrrverandi beitiland, mólendi
eða rofið land. Í þess konar landi
vex lerki og stafafura best og eru
tegundirnar sem binda hvað mest
við slíkar aðstæður.
Birki vex hægt og bindur hægar
en finnst á víðáttumiklum svæðum
og heildarbinding í birki er því
talsverð.
Í frjósömu framræstu landi
er hægt að ná miklum vexti með
alaskaösp og sitkagreni og því
mikilli bindingu. Hins vegar á sama
tíma ef það á að vera skynsemi í
ákvarðanatöku á að horfa á slíkt land
og spyrja sig hvort eigi að nota landið
til ræktunar, beitar, skógræktar eða
endurheimtar votlendi.
Niðurstaðan fer svo eftir
markmiði landeigandans og legu
landsins því sums staðar er betra að
bleyta upp land en annars staðar,
sums staðar er landið þegar blautt
og því lítið gagn í að fylla upp í
skurðina, sums staðar er skógrækt
besti kosturinn.
Eins og staðan er í dag er ekki
búið að fanga þennan breytileika
sem óhjákvæmilega verður við
endurheimt votlendis og það þarf
nokkurra ára rannsóknir til að
geta rætt um málið af skynsemi
og svo raunhæft sé að bera saman
möguleikana.“
Úthlutun fjár til skógræktar
Framlög ríkisins til skógræktar á
fjárlögum er í grófum dráttum skipt
í tvennt. Annars vegar rekstrarfé og
hins vegar framlag til skógræktar á
lögbýlum.
Að sögn Þrastar sér Skógræktin
um að úthluta framlaginu til
skógræktar á lögbýlum samkvæmt
lögum um landshlutaverkefni í
skógrækt frá 2006.
„Landshlutaverkefnin, sem voru
fimm, og Skógrækt ríkisins voru
sameinuð í eitt árið 2016 og síðan þá
höfum við verið að samræma reglur
um úthlutun fjármagns. Lögin eru
góð sem slík en ná ekki til allra
smáatriðanna og þess vegna höfðu
reglur um hvernig ákveðin verkefni
voru styrkt þróast á mismunandi
hátt á milli landshlutaverkefnanna
og núna erum við að vinna í að
samræma reglurnar í samstarfi við
Landssamband skógareigenda.“
Stefna í skógrækt á Íslandi
Aðspurður um heildarstefnu um
skógrækt á Íslandi segir Þröstur
að Skógrækt ríkisins hafi farið
í þá vinnu samkvæmt bréfi frá
landbúnaðarráðherra fyrir um tíu
árum. „Sú vinna tók tíma og árið
2013 kom út skýrsla sem heitir
Skógrækt á tuttugustu og fyrstu öld
og þar kemur fram hvað við viljum
leggja áherslu á í skógrækt.
Á meðan skýrslan var í
vinnslu urðu ráðherraskipti og
nýi ráðherrann vildi ekki gera
neitt meira með skýrsluna og
ekki leggja hana fyrir Alþingi og
fá samþykkta sem þingsályktun.
Pólitískur vilji hans var ekki til
þess. Þar með er skýrslan orðin að
innanhússplaggi hjá Skógræktinni
sem við fylgjum og vinnum eftir
án þess að vinnan hafi náð lengra
sem stefna stjórnvalda í skógrækt.
Í dag endurspeglast formleg
stefna stjórnvalda því í lögum um
skógrækt og landshlutaverkefni í
skógrækt.
Í skýrslunni er lögð áhersla
á fimm meginþætti í skógrækt
á Íslandi. Uppbygging
skógarauðlinda, skógarnytjar,
verðmæta- og nýsköpun,
samfélag, aðgengi og heilsu,
umhverfisgæði og líffjölbreytni og
loftslagsbreytingar,“ segir Þröstur
Eysteinsson skógræktarstjóri. /VH
N
ýjasta talan í rækt-
uðum skógum á
Íslandi er 7,7 tonn
CO2 nettómeðalbinding á
hektara á ári og er þá búið
að draga losunina frá.