Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018
dnæB a
.
rúrbef a
ER ÞITT BÚ
ÖRUGGUR
OG GÓÐUR
VINNUSTAÐUR?
BRUNI Í
DRÁTTARVÉLUM
Mörg dæmi eru hér á landi
um bruna í dráttarvélum,
bæði þegar þær eru í notkun
og þegar þær standa inni
við og ekki í gangi.
Minnka má líkur á sjálfsíkveikju
í vélknúnum tækjum með því
að rjúfa straumrás frá rafgeymi
með höfuðrofa.
PO
RT
h
ön
nu
n
Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi
og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is
Spinder fjósainnréttingar eru
hannaðar og prófaðar eftir
ströngustu gæðakröfum og miða
að velferð bæði dýra og manna.
Áralöng reynsla hefur leitt af sér
innréttingakerfi sem auðvelt er
að aðlaga að nánast öllum þörfum
nútímafjósa.
Við afgreiðum stíur, jötugrindur
og milligerði í mörgum stærðum
og gerðum og í flestum tilfellum er
afgreiðslutíminn stuttur og varan
flutt heim í hlað.
Hafðu samband:
bondi@byko.is
INNRÉTTINGAR
byko.is
hjá ráðgjöfum Aflsins eru í síma 461 5959 eða 857 5959 milli kl. 8 og 16 virka
daga. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið aflid@aflidak.is, senda
okkur skilaboð í gegnum facebook eða www.aflidak.is.
COUNSELING CENTER FOR SURVIVORS OF SEXUAL- AND DOMESTIC ABUSE
To make an appointment call 461 5959 or 857 5959 between 8 and 16 on
weekdays. You can also email us at aflid@aflidak.is, message us through
facebook or www.aflidak.is.
TÍMAPANTANIR
Mast:
Eftirlit með áburði 2017
Matvælastofnun tók 50
áburðarsýni af 50 áburðartegundum
á árinu 2017. Við efnamælingar
stofnunarinnar kom í ljós að tvær
áburðartegundir voru með of lítið
magn næringarefna miðað við
merkingar.
Ein áburðartegund mældist
með kadmíum yfir leyfðum
mörkum. Óheimilt er að dreifa
þessum tegundum til notenda þar
til sýnt hefur verið fram á að þær
uppfylli kröfur um efnainnihald.
Matvælastofnun hefur birt skýrslu
yfir áburðareftirlit á árinu 2017.
Í áburðareftirlitsskýrslu Mast
fyrir árið 2017 segir að árið
2017 hafi 26 fyrirtæki flutt inn
áburð og jarðvegsbætandi efni,
alls 328 tegundir. Alls voru flutt
inn 56.207 tonn af áburði og
jarðvegsbætandi efnum. Innlendir
framleiðendur eru 14 á skrá, það
eru fyrirtæki sem framleiða áburð
eða jarðvegsbætandi efni á landinu.
Áburðarfyrirtæki sem voru með
skráða starfsemi á árinu eru því 41.
Sýnataka og vöruskoðun var
gerð hjá 5 innflutningsfyrirtækjum
og voru alls 50 áburðarsýni af 50
áburðartegundum tekin á árinu. Auk
þess voru merkingar og umbúðir
skoðaðar.
Við efnamælingar kom
í ljós að 2 áburðartegundir
voru með efnainnihaldi undir
vikmörkum samkvæmt ákvæðum
reglugerða. Ein var með of
lítinn fosfór, og 1 með of lítinn
brennistein. Ein áburðartegund
mældist með kadmíum (Cd)
yfir leyfðum mörkum. Þessar
3 tegundir hafa verið teknar af
skrá Matvælastofnunar. Allar
niðurstöður miðast við uppgefin
gildi við skráningu og samkvæmt
merkingum á umbúðum. Óheimilt
er að dreifa þessum tegundum til
notenda þar til sýnt hefur verið
fram á að þær uppfylli kröfur um
efnainnihald.
Kadmíum (Cd) var mælt í öllum
áburðartegundum sem innihalda
fosfór. Efnið var oftast undir
mælanlegum mörkum og alltaf,
nema í einu tilfelli undir leyfðu
hámarki sem er 50 mg/kg P.
Fáar athugasemdir voru gerðar
við merkingar, en helstu gallar voru
vegna misræmis milli skráninga og
merkinga. Einnig voru merkingar
máðar í nokkrum tilfellum. Þá voru
gerðar athugasemdir ef merkingar
voru ekki á íslensku. /VH
Bændablaðið - Smáauglýsingar: 563 0300