Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 39

Bændablaðið - 08.02.2018, Síða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 LÍMTRÉ Sterkt - Hlýlegt - Hagkvæmt Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegur 6, 113 Reykjavík Sími 534 6050 | hysi@hysi.is | www.hysi.is VIÐ FINNUM LAUSNINA MEÐ ÞÉR ALLAR GERÐIR BURÐARVIRKJA ÚR LÍMTRÉ FÁST HJÁ HÝSI STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI Mótorar og varahlutir á lager Hröð og góð þjónusta Dreifingaraðili BRIGGS & STRATTON á ÍSLANDI MHG VERSLUN EHF 544-4656 - MHG.IS Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Sæti og varahlutir í - Lyftara - Vinnuvélar - Vörubíla - Báta Gulrótartrefjar til ýmissa hluta nytsamlegar Hverjum hefði dottið það í hug að hægt væri að framleiða veiðistangir, hjólabretti, snyrtivörur, málningu og fleira úr trefjum gulróta? Bresku efnafræðingunum dr. David Hepworth og dr. Eric Whale hefur tekist að framleiða undraefnið Curran, sem framleitt er úr trefjum rótargrænmetis þar sem gulrætur leika aðalhlutverkið, og einblína nú á framleiðslu dufts úr efninu sem notað er í ýmsar vörur. Velkomin inn í heim vísindanna og landbúnaðar! Fyrirtækið CelluComp var stofnað af tveimur efnafræðingum, dr. David Hepworth og dr. Eric Whale, eftir að tilraunir þeirra með að leysa út trefjar úr rótargrænmeti bar svo góðan árangur að hægt er að nýta vöruna í margvíslegan iðnað. „Hugmynd þeirra var að finna áhugaverða leið til að ná út nanó sellulósatrefjum en þó ekki úr trjávið. Trjáviður hefur hátt hlutfall af lignín ásamt þéttri og bundinni frumuskiptingu en vegna þess er nauðsynlegt að nota mikið af efnum og orku til að ná út trefjunum. David og Eric ákváðu að nota grænmeti í staðinn vegna þess að vinnsluaðferðin er mun auðveldari. Ekki var heldur verra að þeir gátu notað úrgang úr matvælaiðnaði sem annars væri hent og þeir þurftu ekki að keppa um land til matvælaframleiðslu. Úr þessu þróuðu þeir vöru sem kallast Curran, sem þýðir gulrót á gelísku,“ segir Christian Kemp-Griffin, framkvæmdastjóri CelluComp, sem kom inn í fyrirtækið fyrir sjö árum en áður hafði hann verið fjárfestir. Gulrótarduft sem aukefni David og Eric byrjuðu á að búa til samsett efni búin til úr gulrótum. Hér létu þeir hugmyndaflugið ráða för og framleiddu ýmislegt úr efninu, eins og veiðistangir, hjólabretti, hjálma, hjólastell og fleira. Veiðistangirnar fóru á markað en hinar vörurnar voru einungis sýnishorn. „Þegar Curran-varan hafði staðist allar prófanir og sýnt var fram á hversu áhrifarík hún er fóru forsvarsmenn fyrirtækisins að íhuga hvernig ætti að taka framleiðsluna upp á næsta stig og hvernig hægt væri að búa til einfalt aukefni í stað fullunninnar vöru og úr varð framleiðsla á dufti. Það er erfitt að búa til duft þannig að hugmyndin um að búa til fullunna vöru var of metnaðarfull og of áhættusöm. Því var ákveðið að leggja áherslu á að framleiða Curran-duft sem aukefni til notkunar í nokkrum mismunandi geirum, eins og til málningar og húðunar, í snyrtivörur, pappír, matvæli, borunarvökva, steypu og fleira,“ útskýrir Christian og segir jafnframt: „Það var nokkuð óljóst fyrst í hvaða geira það væri best fyrir okkur að leggja áherslu á svo við lögðum út í nokkuð mikla vinnu við hvern geira fyrir sig. Að lokum völdum við húðun sem aðalmarkmið til að stefna á til að byrja með. Eftir að við komumst að þeirri ákvörðun hefur CelluComp lagt áherslu á að koma út sérstakri vöru fyrir húðunariðnaðinn þar sem við erum komnir inn og gengur framar vonum. Nú afhendum við vöruna til viðskiptavina í Bretlandi, Evrópu, Mið-Austurlöndum og Asíu eftir að hafa byggt aðstöðu í Skotlandi sem rúmar 500 tonn.“ Vélrænir eiginleikar og þykk áferð Fyrirtækið er á miklu flugi og ljóst að nýsköpun þess hefur vakið athygli langt út fyrir landsteina Bretlands. Næsta mál á dagskrá er að fjármagna enn betri aðstöðu fyrirtækisins til að þróa Curran frekar og framleiða fleiri áhugaverðar vörur úr efninu. „Fyrir utan húðunariðnaðinn höldum við áfram að vinna að fleiri geirum en aðallega þó í gegnum samstarfsaðila. Sumt af því snýr að öðrum efnafyrirtækjum, annað að dreifingaraðilum og að öðrum hópum sem vinna að tengdum verkefnum. Allir þessir markaðir hafa einhverja hagsmuni af notkun vörunnar,“ segir Christian og bætir við: „Í grundvallaratriðum bætir Curran vélrænum eiginleikum við aðrar vörur. Í málningu, sem dæmi, stöðvar það sprunguáferð, það bætir við ógagnsæi og eykur kjarrþol. Curran bætir líka við þykkt í málningu. Varðandi pappír þá bætir efnið togstyrk, í steypu getur það bætt við vélrænum styrk, í matvælum getur Curran komið í stað sykurs og fitu á sama tíma og það veitir þykkingaráferð.“ /ehg Forsvarsmenn breska fyrirtækisins CelluComp með fullar hjólbörur af rótargrænmeti, frá vinstri Christian Kemp- þar sem trefjar gulróta koma að UTAN ÚR HEIMI

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.