Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 49

Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 49
49 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Yndislegar skriðbuxur Skriðbuxur / romper, eru mjög vinsælar á litlu krílin. Þessar skemmtilegu skriðbuxur eru fljótprjónaðar, mjög klæðilegar og krúttlegar. Uppskriftin inniheldur einnig sokka og húfu en uppskriftina að því finnur þú á garnstudio.com, uppskrift númer cm-006-bn. Stærðir: 1/3 - 6/9 - 12/18 mánaða. Garn: DROPS Cotton Merino. 100-150-150 g. Prjónar: Hringprjónar 40 cm nr 3 og 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22 L og 30 umf í sléttu prjóni verði 10 x 10 cm á prjóna nr 3,5. Skriðbuxur ÚRTAKA-1: úrtökur eru frá réttu Prjónið þar til 3 L eru að prjónamerki, prjónið: 2 L slétt saman, 2 L sl (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2L), takið 1 L óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 L sl, steypið óprjónuðu L yfir. ÚRTAKA-2: úrtökur eru frá réttu Fellið af á eftir 3 kantlykkjum með garðaprjóni: Takið 1 L óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 L sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. Fellið af á undan 3 kantlykkjum með garðaprjóni: Byrjið 2 L á undan 3 kantlykkjum og prjónið 2 L slétt saman. GARÐAPRJÓN (prjónið fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. MYNSTUR: Sjá teikningu A.1. Teikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Skriðbuxur: Stykkið er prjónað fram og til baka í 2 hlutum neðan frá og upp eftir opi fyrir fætur. Síðan er stykkið prjónað í hring áður en það skiptist aftur upp við mitti og framstykki er prjónað til loka fram og til baka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 14-16-18 L á hringprjóna nr 3,5 og prjónið slétt prjón fram og til baka. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 2 nýjar lykkjur í lok hverrar umf alls 9 sinnum á hvorri hlið = 50-52-54 L á prjóninum og stykkið mælist ca 6 cm. Geymið stykkið og prjónið framstykki. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 14-16-18 L á hringprjóna nr 3,5 og prjónið slétt prjón fram og til baka í 5 cm. Fitjið nú upp 6 nýjar lykkjur í lok hverrar umf alls 3 sinnum á hvorri hlið = 50-52-54 L á prjóninum og stykkið mælist ca 7 cm. FRAM- OG BAKSTYKKI: Sameinið fram- og bakstykki á hringprjón = 100- 104-108 L. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 50-52-54 l á milli prjónamerkja) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið slétt prjón í hring – byrjun umf = hlið. Þegar stykkið mælist 2-3-5 cm er fækkað um 1 L hvoru megin við bæði prjónamerkin – LESIÐ ÚRTAKA-1 (= 4 L færri). Endurtakið úrtöku með 2 cm millibili alls 4 sinnum = 84-88-92 L á prjóninum. Þegar stykkið mælist 10-11-14 cm frá prjónamerki (stykkið mælist ca 17-18-21 cm frá uppfitjunarkanti) er prjónuð upphækkun að aftan þannig: Prjónið sl eins og áður yfir fyrstu 42-44-46 L þ.e.a.s. fram að 2. prjónamerki (= framstykki – ATH: Ekki er prjónuð upphækkun yfir þessar lykkjur), prjónið sl þar til 5 L eru að prjónamerki í byrjun umf, snúið við og prjónið br til baka þar til 5 L eru eftir að prjónamerki á hinni hliðinni, snúið við. Prjónið sl þar til 10 L eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið br til baka þar til 10 L eru eftir á undan prjónamerki á hinni hliðinni, snúið við. Prjónið sl þar til 15 L eru eftir á undan prjónamerki, snúið við og prjónið br til baka þar til 15 L eru eftir á undan prjónamerki á hinni hliðinni. Snúið við og prjónið sl til baka í byrjun umf (= hlið). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3 og prjónið 1 umf slétt yfir allar L JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til 80-88-96 L – ATH: Til þess að koma í veg fyrir göt þegar snúið er við er lykkjan sótt á milli 2 L upp og prjónað er áfram slétt með næstu L á prjóni. Prjónið síðan stroff í hring þannig: 1 L sl, *2 L br, 2 L sl*, endurtakið frá *-* þar til 3 L eru eftir af umf, endið á 2 L br og 1 L sl. Þegar stroffið mælist 1½ cm er prjónuð gataumferð þannig: 1 L sl, *2 L br saman, sláið uppá prjóninn, 2 L sl*, endurtakið frá *-* þar til 3 L eru eftir af umf, endið á 2 L br saman, sláið uppá prjóninn og 1 L sl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umf er eftir áður en stroffið mælist 3 cm. Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið stroff eins og áður yfir fyrstu 40-44-48 L (= framstykki), fellið LAUST af næstu 40-44-48 L með sl yfir sl og br yfir br (= bakstykki). FRAMSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið fyrstu umf frá réttu þannig: 3 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, 9-11-13 L slétt prjón, prjónið mynstur eftir teikningu A.1 (= 16 L) 9-11-13 L slétt prjón og 3 kantlykkjur með GARÐAPRJÓN. Haldið áfram með mynstur svona fram og til baka. JAFNFRAMT eftir 1-1-0 cm er fækkað um 1 L á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku í 2.- 4.- 6. hverri umf alls 7-7-6 sinnum = 26-30- 36 L á prjóninum. Þegar stykkið mælist 7-9-11 cm frá prjónamerki – stillið af þannig að næsta umf er prjónuð frá réttu, prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka yfir allar L. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 8 L sl og setjið þessar L á þráð/nælu (axlaband), fellið af næstu 10-14-20 L og prjónið sl yfir síðustu 8 L (= axlaband). AXLABAND: Haldið áfram með garðaprjón fram og til baka þar til bandið mælist ca 18-20 cm (eða sú lengd sem hentar). Fellið af og prjónið seinna axlabandið. STROFF: Prjónið upp frá réttu ca 50 til 56 L meðfram öðru fótaropinu á hringprjóna nr 3 með. Prjónið 1 umf br frá röngu en JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir í 58-62-66 L. Prjónið síðan stroff (2 L sl, 2 L br) fram og til baka með 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið. Þegar kanturinn mælist 2 cm er fellt laust af með sl yfir sl og br yfir br. Endurtakið meðfram hinu opinu. Saumið saman op í klofbótinni innan við 1 kantlykkju – þ.e.a.s. saumið saman annan stroff kantinn, síðan er saumað saman í klofi og að lokum hitt stroffið. Saumið tölu neðst í hvort axlaband. Tölurnar eru hnepptar í gegnum gat á gataumferð í stroffi. SNÚRA: Klippið 2 þræði Cotton Merino ca 3 metra. Tvinnið þá saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum göt í gataumferð á stroffi í mitti. Prjónakveðja, mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 1 3 5 7 5 9 8 6 1 6 7 3 2 4 6 5 8 7 9 2 5 4 3 1 9 6 4 8 5 2 9 3 4 3 6 2 1 5 5 8 9 1 Þyngst 8 4 6 9 5 1 7 5 1 6 3 8 6 2 4 5 3 5 1 4 9 3 1 8 2 8 7 6 9 4 5 8 2 7 2 1 7 3 4 8 1 4 5 8 3 3 7 2 1 6 4 6 7 1 1 2 6 5 9 3 6 8 2 5 9 2 4 6 9 9 4 1 8 4 3 5 9 1 2 5 2 3 4 2 9 6 7 3 1 7 8 5 3 5 4 Það klikkaðasta að drekka ógeðsdrykk Katla Björk er hress og jákvæð stelpa, sem býr í sveit. Hún á bróður, Davíð Bjarma (13), og fullorðinn fósturbróður, hann Sigurð Alexander. Þótt hún búi í sveit er hún samt ekki bóndi, nema hún þarf stundum að fóðra nokkrar hænur fyrir mömmu sína. Nafn: Katla Björk Víkingsdóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Í tvíburamerkinu. Búseta: Á heima í Sandfellshaga 2, Öxarfirði. Skóli: Lundarskóli, Öxarfirði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kettir eru uppáhaldsdýrin. Uppáhaldsmatur: Lambasnitsel. Uppáhaldshljómsveit: Amabadama. Uppáhaldskvikmynd: Uppáhalds- myndin er E.T. Fyrsta minning þín? Þegar við vorum í fjöruferð og ég var á háhest á pabba. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Katla er bæði að læra á gítar og söng. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hönnuður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það klikkaðasta var að drekka ógeðsdrykk. Ætlar þú að gera eitthvað skemmtilegt á nýju ári? Ætla til útlanda. Næst » Katla skorar á Bergstein Jökul Jónsson, Reistanesi, að svara næst. HANNYRÐAHORNIÐ FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.