Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 54

Bændablaðið - 08.02.2018, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Fasteignamiðstöðin Hlíðasmára er með til sölu byggingarlóð fyrir 8 íbúða fjölbýlishús við Jörfagrund 54–60 á Kjalarnesi. Heimilt er að byggja 8 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum, leyfilegt byggingarmagn er um 880 m2 og er ekki gerð krafa um bílakjallara eða bílskúra. Gatnagerðargjöld greidd. Kaupandi greiðir byggingarleyfisgjöld. Lóðin er 1.959 m2 leigulóð. Lóðin getur verið byggingarhæf strax. Staðsetning mjög góð en í næsta nágrenni er t.d. skóli, leikskóli, sundlaug og golfvöl- lur og frábært útivistarsvæði. Fasteignamiðstöðin - Hlíðasmára 17, 201 Kópavogi - Sími 550 3000 BYGGINGARLÓÐ TIL SÖLU Laus er til umsóknar staða skipulagsfulltrúa hjá Umhverfis- og tæknisviði uppsveita. Að embættinu standa sveitarfélögin Grímsnes og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Flóahreppur og Ásahreppur. Aðsetur skipulagsfulltrúa er að Dalbraut 12 á Laugarvatni. Skipulagsfulltrúi starfar með sameiginlegri skipulagsnefnd áðurnefndra sveitarfélaga. Hann hefur umsjón með skipu- lagsgerð á svæðinu og hefur eftirlit með að framkvæmdir séu í samræmi við skipulag og útgefin leyfi. Skipulagsfulltrúi skal uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu samkvæmt 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. og 2.5. kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. STARFSSVIÐ: » Yfirumsjón skipulagsmála í sveitarfélögunum. » Útgáfa framkvæmdaleyfa. » Leiðbeiningar til sveitarfélaganna um skipulagsmál. » Undirbúningur funda skipulagsnefndar, lögformleg afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála. MENNTUN OG HÆFNISKRÖFUR: » Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi. » Umsækjandi skal uppfylla menntunar og hæfniskröfur samkvæmt 7.grein skipulagslaga nr.123/2010 og 2.5.kafla skipulagsreglugerðar nr. 90/2013. » Reynsla af starfi tengdu skipulagsmálum er skilyrði. » Þekking á opinberri stjórnsýslu æskileg. » Metnaður og frumkvæði til að ná árangri í starfi. » Hæfni í mannlegum samskiptum. » Hæfni í ræðu og riti. » Góð almenn tölvukunnátta. Á starfssvæði embættisins er mikil fjölbreytni, þéttbýli, landbúnaður, sumarhús, dreifbýli og virkjanir. Íbúafjöldi svæðisins er um 3.950. Heildar flatarmál u.þ.b. 11.000 ferkílómetrar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og eiga umsóknir að berast á netfangið umsokn@gogg.is Frekari upplýsingar veitir formaður skipulagsnefndar Gunnar Þorgeirsson í síma 892 7309 eða á netfangið gunnar@gogg.is. SKIPULAGSFULLTRÚI ÓSKAST TIL STARFA MENNING&LISTIR Sýrt grænmeti af ýmsu tagi er stór þáttur í matarhefð margra landa, allt frá Norðurlöndum til Kóreu. Það er ævaforn hefð að sýra og gerja kál og annað grænmeti, ávexti og ýmsan jarðargróður, bæði til að auka geymsluþolið og bæta bragðið, enda er sýrt grænmeti gott með alls kyns mat. Súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir hefur sent frá sér bók sem kallast súrkál fyrir byrjendur þar sem hún leiðbeinir um grunnaðferðir, hráefni, tæki og tól, geymslu og notkun, auk fjölda einfaldra sælkerauppskrifta að súrkáli og öðru gerjuðu grænmeti, chutneyi, söltuðum sítrónum, kimchi og fleira góðgæti. Dagný sagði í viðtali í Bændablaðinu fyrir skömmu að við sýringu grænmetis sköpuðust þannig aðstæður að mjólkursýru bakteríurnar sem eru náttúrulega til staðar í grænmeti nái að fjölga sér og nái yfirhöndinni svo hvorki mygla, ger né aðrar bakteríur nái að spilla fyrir. Til að þetta gangi vel þarf gerjunin að fara fram við loftfirrtar aðstæður. Aðeins er notað grænmeti, salt og krydd og gerjunin tekur nokkrar vikur, mislangan tíma þó eftir hráefni, ytri aðstæðum, hitastigi og þess háttar. Vaka-Helgafell gefur bókina út. /VH Súrkál fyrir sælkera Hagstofa Íslands: 70 ný fiskiskip síðustu fimm ár Alls voru 1.621 fiskiskip á skrá hjá Samgöngustofu í lok árs 2017 og hafði þeim fækkað um 26 frá árinu áður. Fiskiskip eru flokkuð í þrjá flokka hjá Samgöngustofu, opna báta, togara og vélskip. Vélskip eru öll yfirbyggð skip önnur en skuttogarar, en í þeim flokki eru nokkur skip sem eru stærri en stærstu skuttogararnir. Samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands voru vélskip alls 735 og samanlögð stærð þeirra um 92.460 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 12 milli ára og stærð flotans minnkaði um 2.046 brúttótonn. Togarar voru alls 44, bættist einn við á milli ára, en nokkur endurnýjun varð í flotanum. Sex nýir togarar voru smíðaðir árið 2017, þar af fjögur systurskip. Heildarstærð togaraflotans var 61.841 brúttótonn í árslok 2017 og hafði aukist um 9.425 tonn frá ársbyrjun. Opnir fiskibátar voru alls 842 og samanlögð stærð þeirra 4.154 brúttótonn. Opnum fiskibátum fækkaði um 15 milli ára og samanlögð stærð þeirra minnkaði um 112 brúttótonn. Á síðustu fimm árum hafa 70 ný skip bæst við fiskveiðiflotann. Átta skuttogarar, 37 vélskip og 25 opnir bátar. Alls voru 53 þessara skipa smíðuð á Íslandi og eru þau öll úr trefjaplasti og undir 30 brúttótonnum. Allir togararnir voru smíðaðir í Tyrklandi, ásamt fjórum af þeim sjö vélskipum sem voru yfir 1.000 brúttótonn. Flest fiskiskip voru með skráða heimahöfn á Vestfjörðum í árslok 2017, alls 394 skip, en það eru 24% fiskiskipaflotans. Næstflest, alls 290 skip, höfðu heimahöfn skráða á Vesturlandi, eða 17,9%. Fæst skip, 74, voru með skráða heimahöfn á Suðurlandi, eða 4,6% af heildarfjölda fiskiskipa. Flestir opnir bátar voru á Vestfjörðum, 231, og á Vesturlandi, 163. Fæstir, 22, opnir bátar höfðu heimahöfn á Suðurlandi. Vélskip voru einnig flest, 160, á Vestfjörðum en fæst á höfuðborgarsvæðinu, 42. Flestir togarar, 11, höfðu skráða heimahöfn á Norðurlandi eystra og næstflestir, eða átta togarar, á höfuðborgarsvæðinu. Fæstir togarar voru skráðir á Vestfjörðum og Austurlandi, alls þrír. /VH Fjóla GK. Mynd / VH. HLUNNINDI&VEIÐI

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.