Bændablaðið - 28.03.2019, Síða 43

Bændablaðið - 28.03.2019, Síða 43
Bændablaðið | Fimmtudagur 28. mars 2019 43 staðan þannig í Danmörku að kúabændur hefðu allt of mikið „listrænt frelsi“ eins og hann orðaði það og útskýrði með því að t.d. væri fóðrun geldkúa ótrúlega breytileg á milli kúabúa, sem og hvernig staðið væri að uppeldi á kálfum og fleira mætti nefna. Fyrir lægju upplýsingar og rannsóknir sem sýna nokkuð ítarlega hvernig best sé að standa að þessu til að ná hámarks árangri en fyrst bændur geti leyft sér að gera þetta með afar ólíkum hætti segi það eingöngu að það sé töluvert svigrúm til að bæta reksturinn og afkomuna. Umhverfisvænni framleiðsla Dönsku samtökin hafa ákveðið að stefna á mun umhverfisvænni framleiðslu en nú er og raunar að leggja sérstaka áherslu á umhverfismál og með því að verða leiðandi í Evrópu á þessu sviði. Þetta endurspeglast m.a. í áherslum afurðafyrirtækjanna Danish Crown, sem er í slátrun og vinnslu, og Arla Foods Amba, sem er í mjólkurframleiðslu. Bæði þessi félög, sem eru í eigu bænda, hafa ákveðið að í síðasta lagi árið 2050 verði ekkert sótspor af starfsemi félaganna hvort heldur sem er við frumframleiðslu, vinnslu eða sölu. Afar metnaðarfullt skref sem mun krefjast bæði mikillar vinnu við rannsóknir, þróun, kynbætur og meira mætti taka til. Athygli vekur að þessi ákvörðun er tekin af búgreininni sjálfri og afurðafélögum bænda en ekki af stjórnvöldum eða opinberum aðilum. Sýnir á margan hátt metnaðinn sem að baki býr. Nú þegar státa Danir af því að vera með umhverfisvænstu mjólkurframleiðslu og næst umhverfisvænstu nautakjöts- framleiðslu Evrópu svo e.t.v. verður þeirra vinna heldur minni en annarra þjóða sem e.t.v. ákveða að taka sömu ákvörðun. Of mikið um slys Í yfirliti þeirra Christian og Idu kom einnig fram að þar í landi hafa menn áhyggjur af of tíðum alvarlegum slysum í landbúnaði, en á liðnum árum má rekja 42% alvarlegra slysa í landbúnaði til meðhöndlunar á nautgripum og ekki nema 19% slysa megi rekja til vinnu við vélar og 13% vegna falls með einhverjum hætti. Danskir kúabændur voru því á fundinum hvattir til þess að setja forvarnir á dagskrána enda þykir víst að koma megi í veg fyrir mörg hinna alvarlegu slysa með fræðslu einni saman. Engin aflílfun ungkálfa eftir 2021! Ein af áhugaverðari markmiðs- setningum hinna dönsku samtaka nautgripabænda er að frá og með áramótunum 2022 verði enginn kálfur aflífaður nema vegna dýravelferðar. Þetta kann að hljóma einkennilegt markmið en tilfellið er að meðal kúabænda með Jersey kýr er það í dag frekar algengt að nautkálfar eru aflífaðir í stað þess að setja þá á til kjötframleiðslu vegna slakrar vaxtargetu. Notkun á Jersey er nokkuð algeng í Danmörku og skýrir það þetta markmið. Þess má geta í þessu sambandi að svokölluð ungkálfaslátrun er næsta óþekkt fyrirbæri í Danmörku. Hagnaður en þurrkurinn hafði áhrif Í erindi sínu komu þau Ida og Christian að sjálfsögðu inn á rekstrartölur úr danskri nautgriparækt en nú liggur fyrir uppgjör síðasta árs og kom fram að þurrkasumarið mikla síðasta sumar hafi veruleg áhrif á rekstur margra kúabúa vegna minni og lélegri uppskeru. Utan Danmerkur er oft talað um erfiða stöðu þarlendra kúabúa og að mörg dönsk kúabú séu afar skuldsett og það er rétt. Hins vegar er ekki oft talað um rekstur búanna en tilfellið er að þrátt fyrir skuldsetningu margra búa þá hefur rekstur þeirra að jafnaði gengið afar vel og það þrátt fyrir lágt afurðastöðvaverð á köflum. Skýringin felst fyrst og fremst í miklum meðalafurðum kúnna og bústærðinni en dönsku kúabúin eru að jafnaði með um 210 árskýr núna. Samkvæmt rekstraruppgjöri frá 148 kúabúum í Danmörku vegna ársins 2018, sem þau Christian og Ida greindu frá, dróst meðalhagnaður búanna saman á milli ára en árið 2017 var hann 1,5 milljónir danskra króna eða um 27 milljónir íslenskra króna. Í fyrra var hagnaðurinn mun minni, eða um 14 milljónir íslenskra króna. Þess ber að geta að danska uppgjörið tekur ekki tillit til launa eigenda þannig að þeirra laun eru hluti af framangreindum hagnaði. Að loknum aðalfundi samtakanna var fagþingið sjálft sett en alls var flutt 71 erindi í níu mismunandi málstofum á þessu tveggja daga fagþingi. Erindin náðu yfir afar fjölbreytt efni og voru mörg þeirra einkar fróðleg. Í næstu tveimur Bændablöðum verður gerð nánari grein fyrir mörgum af þeim erindum sem flutt voru á því fagþingi. Knowledge grows Ætlar þú að rækta bygg í sumar? Byggrækt getur verið vandasöm og krefst þess að hugað sé að öllum áhrifaþáttum. Mikilvægt er að vanda vel til jarðvinnslu og tryggja hæfilega sáðdýpt. Val á hæfilegum áburðarskammti er líklega mikilvægasta ákvörðunin í byggrækt. Bygg gerir miklar kröfur til sýrustigs jarðvegs. Æskilegt er að sýrustig sé á bilinu pH 5,3-6,8, en kjörsýrustig byggs er pH 6,0-6,3 . Sláturfélag Suðurlands svf. | Sími 575 6000 | yara@yara.is | www.yara.is Köfnunarefni Of hár skammtur af köfnunarefni eykur blaðvöxt, seinkar þroska og gerir kornið viðkvæmt fyrir því að fara í legu sem getur gert þreskingu vandasama og leitt til uppskerutaps. Of lítill skammtur af köfnunarefni getur hins vegar dregið verulega úr uppskeru. Æskilegt áburðarmagn: Mjög frjósamt land: 20-40 kg N/ha Mólendi: 60-80 kg N/ha Í rýru landi: 100-120 kg N/ha Fosfór Fosfór er það næringarefni sem, næst á eftir köfnunarefni, hefur afgerandi áhrif á vöxt og þroska plantna. Aðgengi að fosfór er háð fjölmörgum ytri þáttum eins og aðgengi að öðrum næringarefnum, sýru- og rakastigi jarðvegs og hita. Byggplöntur taka upp fosfór snemma á vaxtarskeiðinu. Þess vegna gefur það oft góða raun að fella niður fosfóráburð með bygginu, þannig að ekki þurfi að treysta á aðgengi fosfórs úr forða jarðvegs við upphaf vaxtarskeiðsins. Æskilegt áburðarmagn: 20-30 kg P/ha Brennisteinn Ekki má vanmeta þörf plantna fyrir brennistein. Hann er mikilvægt byggingarefni í próteini og getur skortur takmarkað vöxt og þroska plantna, þó svo nægilegt magn sé af öðrum næringarefnum. Æskilegt áburðarmagn: 10-15 kg K/ha Kalí Upptaka á kalí fer fram snemma á vaxtarferlinum. Það getur flust til innan plöntunnar, frá eldri til yngri plöntuhluta. Kalí er sérstaklega mikilvægt með tilliti til vatnsbúskap plöntunnar. Æskilegt áburðarmagn: 40-60 kg K/ha Mikilvægt er að tryggja byggplöntum hæfilegt aðgengi að næringarefnum á réttum tímum vaxtarskeiðsins. Taka verður tillit til frjósemi jarðvegs og stilla af áburðargjöf í samræmi við væntingar um uppskeru. Fyrir hvert tonn af uppskeru eru fjarlægð um 20 kg N, 4 kg P og 13 kg K (1). Heimild: (1) Hermannsson J. 2017. Upplýsingar um kornrækt (på islandsk) (eng. A Farmer´s Handbook for Cereal Cultivation in the Northern Periphery and Arctic region), Northern Periphery and Arctic Programme (NPA) CAV Diary Number 304-8673-2014. Ida Storm, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda í Danmörku.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.