Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 6
Af störfum ræðara og stýrimanns Undanfarið hefur verið unnið að framkvæmd hinnar félagslegu fram- kvæmdaáætlunar Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins. I mörgu hefur verið að snúast og að mörgu þurft að huga. FUNDIR Á LANDSBYGGÐINNI Kynning á málefninu sem og sam- starfi Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags eru meðal þeirra verkefna sem unnið hefur verið að með ýmsum hætti s.s. með skrifum í blöð og tímarit. Þá hafa fundahöld úti á landi einnig verið notuð í sama tilgangi, auk þess sem leitast er við að finna leiðir til að samtökin geti í sameiningu náð ár- angri. I félagslegri framkvæmdaáætlun stendur m.a. að samtökin skuli hafa frumkvæði að almennum fundahöld- um víðs vegar um land og að mynda skuli 3-5 manna hóp á hverju svæði, er sjái urn kynningu og fræðslu til ýmissa aðila. Mikilvægt er að varpa ljósi á störf aðildarfélaganna á hverjum stað og viðra hugmyndir með framtíöina í huga. Þannig fæst betri yfirsýn en ella af aðstæðum og geta samtökin því komið sterkari fram. Reynt er að nýta ferðimar eins og kostur er. Skólar eru heimsóttir, þar sem námsefni um mál- efni fatlaðra er kynnt ásamt því sem sagt er frá Starfsþjálfun fatlaðra, starf- semi Tölvumiðstöðvar fatlaðra og fleiru sem til fellur. Ferlimálin eru skoðuð og athugað hvað betur má fara. Þessum málum er síðan fylgt eftir með bréfaskriftum og samtölum. AÐ NÁ TIL FLESTRA LANDSHLUTA Fyrsta ferðin var farin á Selfoss í nóvember síðastliðnum. Á fundinn mættu milli 40 og 50 manns. I des- ember var farið til Vestmannaeyja og fundur haldinn í Kertaverksmiðjunni þar sem 16 heimamenn mættu. Á þessum fundum urðu til hópar þar sem Þau skemmtu sér vel á námskeiðinu. í eru fulltrúar frá báðum samtökum. Þá fór stýrimaður á fund sem haldinn var á Isafirði á vegum Sjálfsbjargar. Ofan- greindar ferðir eru aðeins byrjunin og er áætlað að fara 8 ferðir á þessu ári. Tvær þær næstu verða farnar til Homa- fjarðar 9. febrúar og til Keflavíkur 23. febrúar næstkomandi. Þannig hyggj- umst við ná til flestra landshluta. NAMSKEIÐ I SAMVINNU VIÐ SKÁTA Þá er hafin samvinna við Bandalag íslenskra skáta um starfrækslu útivist- arnámskeiða sniðin að þörfum fatl- aðra. Tvö slík námskeið voru haldin síðastliðið sumar og þóttu takast vel. Farið var í Nauthólsvík þar sem ýmis verkefni voru leyst; t.d. kenntááttavita og farið í bátsferðir. Slökkvistöðin var skoðuð, farið til Krísuvíkur, um Reykjanessvæðið og að Bláa lóninu, Viðey var heimsótt og farið í útilegu í Heiðmörk þar sem kennt var að tjalda, elda mat á eldi og um kvöldið efnt til kvöldvöku. Skátarnir hafa látið í ljós ánægju með þessi námskeið og eru reiðubúnir til frekara samstarfs. Áætlað er að halda fleiri svipuð námskeið næsta sumar. Þá er ætlunin að efna til undir- búningsnámskeiðs fyrir leið- beinendur þar sem þeir fá tilsögn í ýmsu sem nauðsynlegt er að kunna skil á. NÁMSEFNI í FRAMHALDSSKÓLA Einnig hefur verið unnið að því að koma námsefni um málefni fatlaðra í framhaldsskóla. En nú eru Mennta- skólinn í Hamrahlíð og Menntaskólinn í Kópavogi þeir einu sem hafa slíkt efni á boðstólum. Samráð hefur verið haft við Guðrúnu Hannesdóttur sem sér um 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.