Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Side 16
Þorlákur Hermannsson STARFSEMI LAUF: 31. mars 1984 voru formlega stofnuð í Reykjavík Landssam- tök áhugafólks um flogaveiki LAUF, skráðir stofnfélagar voru 107. LAUF eru því orðin 5 ára gömul samtök. Ari seinna eða 22.júní 1985 var stofnuð LAUF deild á Norðurlandi eystra. I dag eru félagar orðnir vel á þriðja hundrað. Aðalmarkmið samtakanna eru: 1. Fræðsla og upplýsingamiðl- un til félagsmanna og almenn- ings um flogaveiki. 2. Að bæta félagslega aðstöðu flogaveikra. 3. Að styðja rannsóknir á floga- veiki. Á þeim 5 árum sem samtökin hafa starfað hefur verið reynt að koma umfjöllun um flogaveiki upp á yfirborðið, þar sem að hún hefur alltaf verið feimnismál. Þögn, þekkingarleysi og for- dómar um flogaveiki hafa orðið þess valdandi að gróusögur og kerlingabækur hafa blómstrað. Til að fá fram sannleikann og umfjöllun um flogaveiki hafa samtökin haldið 20 kynningar- og fræðslufundi, gefið út tvö LAUF-blöð sem er frétta- og LANDSSAMTOK ÁHUGAFÓLKS UM FLOGAVEIKI 5 ÁRA kynningarrit samtakanna og einn fræðslubækling sem heitir Flogaveiki, Hvað er það? Hvemig skal bregðast við? LAUF er fullgildur aðili að samnorrænum flogaveikis- samtökum. Þau hafa átt fulltrúa á fjórum norrænum ráðstefnum um málefni flogaveikra svo og á þingi alþjóðasamtaka gegn flogaveiki. LAUF er einnig aðili að Ö.B.I: og verður seint þakkaður sá stuðningur og velvilji sem samtökin hafa sýnt félagsskap okkar. Félagar í LAUF búa vítt og breitt um landið og til að allir geti fylgst sem best með því hvað er að gerast, hefur stjóm LAUF sent út fréttabréf með jöfnu millibili síðustu 3 árin. Þar 1AUF er greint frá því helsta sem fjallað er um á fræðslufundum og félagsfundum auk annars sem fréttnæmt þykir. Þorlákur Hermannsson. Fyrsta stjórn LAUF. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.