Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 19
Úrvalið er nóg. Edda sér um það. kjallarann, þar samtals 682 fer- metrar. Byggingarnefndin var skipuð þeim Birni Tiyggvasyni, Ásgeiri Sigurðssyni og Hannesi Haukssyni. Starfsmenn með nefndinni voru Trausti Sigurlaugsson og Haukur Bjömsson. Sjálfsbjörg annaðist greiðslur og bókhald vegna framkvæmdanna í um- sjón Páls Valdimarssonar og El- ínar Ólafsdóttur. Að þessu verki, hönnun sem og öllum störfum öðmm, hafa ótal margir aðilar komið og skil- að sínu verki mjög vel. Með hinni nýju byggingu er bankinn búinn að fá eins góða aðstöðu og hægt er að ætlast til, á ákjósanlegum stað, mið- svæðis við reit höfuðstöðva Sjálfsbjargar og Oryrkja- bandalagsins. Geta skal þess að oft hefur rekstur verið erfiður og þá hafa eignaraðilar - Rauði krossinn og Sjálfsbjörg hlaupið undir bagga með ómetanleg óaftur- kræf framlög. Fullyrða má að framtak og fmmkvæði þessara tveggja eignaraðila hefur spar- að ríkisvaldinu stórar fjárhæðir og aukið þjónustu á þessu sviði. Við hér í Öryrkjabandalag- inu flytjum heilla- og ham- ingjuóskir starfsfólki, stjórn og eignaraðilum með hið glæsta og góða verk. Megi innstæður og útlán ávalt vera sannri farsæld fólg- in. H.S. Ásgerður framkvæmda- stjóri Ingimarsdóttir lét Fréttabréfinu í té gátur þessar, er faðir hennar , Ingimar Jóhannesson full- trúi fræðslumálastjóra hélt til haga. Gáta: 20 karlmannsnöfn. 1. Einn gerir á ísum herja. 2. Annar byijar viku hverja. 3. Með þriðja ervani að hús- um að hlúa 4. Hét hinn fjórði á guð að trúa 5. Fimmti hylur ásjónu íta. 6. Ei má skam á sjötta líta. 7. Sjöundi mér sýnist dott- inn. 8. Sá áttundi - það er meiri spottinn. 9. Dauðann níundi ei nálgast hót. 10. Nauða tíundi þyrfti um snót. 11. Hjá ellefta stendur heimskan hátt. 12. Heima í þeim tólfta sá hefur átt. 13. Þrettánda fysir fjöri að granda. 14. Fjórtándi sýnir mér skipun landa. 15. Fimmtándi á himni fæð- ist og deyr. 16. Fleygir sextándi hvöss- um geir. 17. Seytjándi er afleiðing unaðstíða. 18. Átjándi má í saurinn skríða. 19. Eg þeim nítjánda á eld- inn kasta. 20. Með andanum dreg ég þann tuttugasta. (Ráðning er á bls. 27) FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.