Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 21
Svona á handrið ekki að vera. Æskilegt væri að íbúar tækju meiri þátt í stjómun stofnana, þar sem slíkt glæði samstarfsvilja og sameiginleg- an áhuga. Með öðmm orðum, „Við mót- um okkar eigin borgir og þá munu þær skapa okkur lífs- máta“. 2. Umhverfið. Prófessor Eero Vilkonen frá Landssam- bandi fatlaðra (Finnlandi) talaði um aðgengismál fatlaðra. Borg- ir hefðu ekki verið hannaðar með þarfir fatlaðra að leiðar- ljósi. Þarft væri að fatlaðir tækju meiri þátt í opinberum málum þeim viðkomandi. Þróunin er í rétta átt en hún tekur langan tíma. Finnar hafa þó gert mikið átak í þeim efnum á undan- fömum ámm. 3. Hringborðsumræður. Sýnt var fram á að óaðgengileg þjónusta og sambandsleysi við aðra borgara væri höfuðvanda- mál fatlaðra. Er það tregða yfir- valda við að þjálfa fatlaða í virk- ari lífsmáta? Þarft væri að skil- greina ástæður þess hvers vegna yfirvöld em svo treg að bæta félagslegt samband fatl- aðra. 4. Húsnæði. Dr. Adolf Ratzka flutti erindi um hina ýmsu möguleika í húsnæðis- málum. 5. Hreyfanleiki. Ewald Pajouk frá Vestur-Þýskalandi sýndi skuggamyndir sem sýndu hvernig samgöngum fatlaðra væri háttað. Þróunin í þeim efnum virtist vera í rétta átt. 6. Þátttaka í atvinnulífinu. Michela Comte frá Frakklandi talaði um hinar margvíslegu lausnir sem finna verður vegna margra tegunda fötlunar. Lagði hún áherslu á þjálfun fatlaðra og benti á að atvinna tryggir þeim efnahagslegt sjálfstæði. 7. Aðgengi og þjónusta. Anlikki Kananoja félagsmála- stjóri Helsinkiborgar talaði um þörfina á að fullnýta þjónustu þá sem til staðar væri frá sjón- arhóli fatlaðra. Tryggja þarf tekjustofna til að gera almenna þjónustu og sérþjónustu sem tryggasta. Mikilvægt er að al- menningur og hinn fatlaði nýti sama umhverfi þannig að allir hittist í daglega lífinu. Almenn- ingur þyrfti að kynnast því að sá fatlaði hafi aðra eiginleika en fötlun sína. Öll þjónusta er mikilvæg, sérstaklega menntun og hvers konar þjálfun auk aðgangs að upplýsingum. 8. Lausn til langframa: Birthe Drenck frá Árósum í Danmörku skýrði frá þvi að íbú- ar borgarinnar væru 257.000 og að 250 einstaklingar hafi tekið þátt í tilraun (módel) sem byrjað var að gera árið 1976. Samkvæmt dönskum lögum segir: „Mikið fatlaðir eða þroskaheftir einstaklingar er dvelja í heimahúsum eiga rétt á aukagreiðslum vegna umönn- unar þeirra". Samkvæmt framangreindu er stefna stjómvalda að hvetja fatlaða til að búa á eigin heim- ilum en ekki stofnunum sem er einnig ódýrari lausn. Þetta tek- ur þó ekki til þjónustu þeirrar er félagsmálastofnun lætur í té, svo sem aðstoð við hreinsun, matreiðslu, þvott, innkaup og ummönnun. Framangreint er aðeins hluti þarfanna. Viðkom- andi á að vera fær um að meta heildarþörfina og vera ábyrgur fýrir daglegum rekstri heimilis síns og getur þá óskað eftir að fá fastan aðstoðarmann. Mál viðkomandi fer fýrir nefnd sem í em: Fulltrúi félagsmála- stofnunar, borgar- eða sveit- arfélags. Fulltrúi viðkomandi heilsugæslu. Persónulegur ráðgjafi, e.t.v. starfsmaður dvalarheim- ilis. Ráðgjafi frá félagi fatl- aðra. Á grundvelli niðurstöðu nefndarinnar er ákveðið í hve marga klukkutíma þörf er á að- stoðarmanni. Endurmat er svo gert árlega. Samkvæmt lífeyrislögum má Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.