Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Page 22
greiða aukalega, ef um sértstök íjárútlát er að ræða og er fram- kvæmt mat reglulega. Vinnutíma aðstoðarmanns má haga á sex mismunandi vegu og greiðslur eru í samræmi við tilhögun. Greiðslur eru samkvæmt kjarasamningum og eru vísitölutryggðar. Ályktun ráðstefnunnar fer hér á eftir og segir okkur ým- islegt: Hún er þýdd úr ensku. 1. Fatlaðir njóti sömu mann- réttinda og aðrir borgarar. Til að svo megi verða þarf að tiyggja sjálfsforræði og félagslega sam- lögun. 2. Vísindalegar og tæknileg- ar framfarir minnki þær hömlur er hafa áhrif á daglegt líf fatl- aðra. Allir borgarbúar munu njóta betri lífsskilyrða vegna þessa. 3. Fatlaður borgari ætti að hafa rétt á húsnæði þar sem hann gæti búið einn eða haft aðstoð og hafa sjálfsákvörð- unarrétt um daglegt líf sitt. Allt húsnæði, nýtt eða gamalt ætti að vera aðgengilegt öldruðum og fötluðum borgurum. 4. Fötluðum ætti að vera fært að ferðast um í borgum, fijáls- um og öruggum og án hættu á óhöppum. Fatlaðir ættu að eiga sama val um ferðamáta og aðrir og með sömu kjörum. Mjög áríðandi er að tröppur og mis- hæðir verði fjarlægðar. Hönn- unargalla verður að laga og koma upp hljóðrænum og myndrænum leiðbeiningum. 5. Útrýming hindrana sem koma í veg fýrir eðlilegan lífs- máta fatlaðra, krefst einnig að- gerða við að auðvelda tjáskipti. Upplýsingamiðlun og nútíma tækni ættu að tryggja fötluðum samskipti við almenning og op- inberar stofnanir, sama hvers eðlis fötlun þeirra er. 6. Arðvænleg atvinna er mik- ilvægt skiljrrði fýrir samlögun fatlaðra við annað fólk. Til að svo megi verða þarf aðgengi að vera fýrir alla. Atvinnutækifæri og vinnuskilyrði þurfa að vera í þágu fatlaðra, einnig fagleg þjálfun, tæknileg hjálpartæki og persónuleg aðstoð. 7. Böm og unglingar ættu ekki að vera einangruð frá jafn- öldmm sínum vegna fötlunar sinnar. Samlögun ætti að byija á unga aldri og umfangsmikla áætlun þarf að gera. Nema burtu hindranir, stuðla að per- sónulegri ákvörðunartöku og gerð tæknilegra hjálpargagna. 8. Eldri borgumm fjölgar og hömlun eykst oftast með aldr- inum. Vandamál aldraðra em oft þau sömu og hjá fötluðum. Oft eiga fatlaðir í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar vegna skertrar sjónar eða heymar. Aðgerðir til að gera aldraða óháðari féiagslega og líkamlega, ættu að haldast í hendur í þágu fatlaðra. 9. Til að fatlaðir nái að sam- lagast þjóðfélaginu er nauð- synlegt að þeir fái að taka þátt í menningarlegri og stjómmáia- legri umræðu í sínu sveitarfé- lagi, til jafns við aðra borgara. 10. Ekki er nóg að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir athafnir og sjálfstæði fatlaðra. Það er siðferðileg skylda að gangast við mannréttindum allra borgara, og að sjálfsögðu fatlaðra sem annarra. Öll bæj- arfélög ættu að láta í té upp- lýsingar um hvert leita skuli til að njóta þessara réttinda. 11. Til að fatlaðir geti notið jafnréttis í þjóðfélaginu geta þeir þurft að fá aðstoð, svo sem við hreinlæti, til að geta axlað ábyrgð sína innan fjölskyld- unnar, á vinnustað, við nám, í tómstundastarfi og á ferðalög- um. Þessi þjónusta ætti að vera á vegum hins opinbera og með þeim hætti að notandinn fái sem mestu um ráðið um eigin gerðir. 12. Borgimar hafa miklu hlutverki að gegna í að bæta aðstöðu og lífsskilyrði fatlaðra. Sveitarstjómir geta haft bein áhrif á daglegt líf fatlaðra á flest- um sviðum. Ríkið verður að styðja þessi áform með því að gera nauðsynlegar lagabreyt- ingar og koma á efnahagslegum skilyrðum. 13. Hagur fatlaðra verði hafður í fyrirrúmi þegar stefnu- mörkun og áætlanir em gerðar. Með því að taka tillit til sérstöðu fatlaðra er stuðlað að bættum lífsskilyrðum allra borgaranna. 14. Sveitarfélög ættu að beita öllum ráðum til að lyðja líkamlegum og félgslegum hindmnum úr vegi fatlaðra. Taka ætti tillit til þarfa fatlaðra þegar byggingar em reistar eða ný þjónusta skipulögð. Þar sem sveitarfélag stendur fyrir þjálf- un eða sem vinnuveitandi, ætti það að móta viðhorfin. í vaxandi mæli ættu sveitarfélög að gefa gott fordæmi með því að sýna fram á hvað hægt er að gera til að fatlaðir samlagist öðmm borgurum. 15. Fatlaðir hafa þá skyldu og þann rétt að taka þátt í þróun sveitarfélags síns. Samstillt og ánægjulegt borgarlíf getur því aðeins þróast að allir þjóð- félagshópar og sérþarfir þeirra séu teknir til greina í öllu gjörðum sveitarfélagsins. Carl Brand. Fréttabréfið kann Carli bestu þakkir fyrir fróðlega lesningu. Úr tölvuheimi fatlaðra Nú er Isbliss loksins komið, en eins og fram kom í síðasta pistli þá hefur verið unnið að gerð þess undanfarin ár. í Morgunblaðinu þann 16. febrúar 1989 síðu 27 má lesa grein um hug- búnaðinn. IBM hefur ákveðið að veita fötl- uðum 40% afslátt af vél- og hugbúnaði til einkanota og geta þeir sem vilja kynna sér tilboðið, haft samband við undirritaðan eða snúið sér beint til Þórhalls Maack hjá IBM á íslandi síma 91-697700. Ú Vegna anna, þá er þessi pistill öllu styttri en ég hafði óskað, en ég vonast til að geta haft hann öllu meiri íjnæsta tölublaði. 4 * Tölvumiðstöð fatlaðra er til ‘húsa í húsnæði Hjálpartækjabankarts j að Hátúni 12 og síminn er 629494, t j » 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.