Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1989, Síða 27
Helgi Selian:
Um Framkvæmdasjóð fatlaðra
Þegar þetta tölublað Frétta-
bréfsins kemur út, verður trúlega ljóst
hver orðið hefur skipting Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra, þess fjár sem sá
sjóður hefur yfir að ráða og nemur í ár
201 milljón.
Stjómamefnd um málefni fatlaðra
hefur setið löngum stundum við þá
óskemmtilegu iðju að skera niður eða
fella út hin þörfustu verkefni, ein-
faldlega af því að sótt er um nær þre-
falda upphæð þess sem til úthlutunar
er.
Og það skal tekið fram að ekki er
um neinar gerviumsóknir að ræða,
heldur er hver þeirra slík að ekkert væri
gleðilegra en geta orðið við henni að
fullu.
Frá ríkisstjóm kemur sú lína að
ekki skuli til neinna nýrra verkefna
veitt og það þýddi algera stöðnun t.d. í
uppbyggingu sambýla, enda fjárlög af-
greidd um áramót án neinna rekstr-
arfjárveitinga í nýjan rekstur, sem
stofnað yrði til á þessu ári.
Af takmörkuðu fé fram-
Ráðning gáta
á bls.19
1. Bjöm
2. Helgi
3. Torfi
4. Kristinn
5. Grimur
6. Hreinn
7. Hallur
8. Eilífur
9. Ófeigur
10. Meyvant
11. Álfur
12. Steinn
13. Vigfús
14. Kort
15. Dagur
16. Bogi
17. Ársæll
18. Ormur (Páll)
19. Brandur
20. Loftur
kvæmdasjóðs hlýtur stjómamefndin
samt sem áður að beina nokkrum
fjármunum til nýrra sambýla og freista
þess að knýja þannig á um fjárveitingar
til rekstrar þeirra á næsta ári.
A.m.k. er það trúa mín, að ef slík
skrúfa eða sá þrýstingur verður ekki til
staðar þá muni lítt stoða að sækja á
rekstur þeirra sambýla, sem hvergi sér
stað nema í áætlunum næsta árs þá.
Eitt er öruggt: Enginn mun sáttur
við úthlutun nú, enda víðast verið við
komið með kuta niðurskurðarins nema
þá þar sem um beinar skuldagreiðslur
er að ræða og er þó ekki alls staðar að
fullu greitt.
Hins vegar mun þess gætt svo sem
í fyrra að sjóðsfé verði til hins ýtrasta
nýtt, og þegar ljóst verður að ekki
komi til framkvæmda á árinu verður
endurúthlutað því sem fært þykir.
Benda má á að endurúthlutun á sl. ári
bjargaði mörgu betur á veg.
Hins vegar skal það svo tekið fram
að áhrif ráðuneyta eru alltof mikil um
skuldbindingar, þó blessunarlega hafi
mjög úr því dregið nú.
Undirritaður er ekki í efa um að
mótmæli stjómamefndar í fyrra við
vinnubrögðum ráðuneyta þá hefur þó
borið þennan árangur.
Ekki skal nein dul á það dregin, að
í mörgum verkefnum er hvergi til spar-
að, að ekki sé meira sagt og kröfur oft
langt umfram það sem hinn venjulegi
maður sættir sig vel við, fyrir sjálfan
sig, og er þá ekki verið að tala um sjálf-
sagðan sérbúnað vegna fötlunar.
Fulltrúar hagsmunasamtakanna
geta samt unað sæmilega sínum hlut,
enda skylt að líta yfir sviðið allt og
binda ekki allt við þrengsta sjónhring.
En mörg eru vonbrigðaefnin einnig.
Engum hygg ég sé þó ljósara en þeim,
að framkvæmdasjóðurinn verður að fá
eðlilegt fjármagn til framkvæmda
sinna og því er ekkert brýnna sem
bíður hagsmunasamtaka fatlaðra en að
sækja í sig veðrið gagnvart stjórnvöld-
um sem öðrum er áhrif hafa. Þar er
samvinnunefnd samtakanna nú á réttri
leið og við bíðum og vonumst til að
„Eyjólfar" íslenskra stjómvalda hress-
ist svo um munar.
Þá gæti orðið unandi að vera út-
hlutunaraðili framkvæmdafjár til
fatlaðra - að ég ekki segi ánægjulegt
hlutskipti eins og við vildum virkilega
sjá það.
En tölurnar munu síðar tala sínu
máli - og sumir verða sæmilega hressir
með sinn hlut - aðrir eflaust gramir, að
ég ekki segi ævareiðir. En muna skulu
allir það, að hefði sjóðurinn haft til
ráðstöfunar nokkurn veginn rétt
fjármagn samkvæmt lögum og hefði
haft á umliðnum árum, þá væri enginn
verulega óánægður í dag með sinn
hlut. Svo sáraeinfalt er nú það.
Helgi Seljan.
Hlerað í
hornum
Helgi Seljan mætti einum fyrr-
verandi „kollega" úr þinginu á
dögunum og tóku þeir tal sam-
an. Nokkuð þótti Helga sem
þingmaðurinn hefði smitast af
Bibbu á Brávallagötunni, þar
sem hann fullyrti eftir öðrum
ágætum manni: „Hann stóð á
því fjórum fótum“.
Fyrst á orðtæki er minnst, þá er
löngu þekkt viðkvæði þeirra
sómakvenna hér á skrifstof-
unni, að einhver komi loksins
eftir „djúpan disk“ og ekki síðra
er um það orðtæki þeirra að
einhver hafi farið „þegjandi og
hljóðandi".
Og þetta var gantast með löngu
fyrir tíma Bibbu.
Hins vegar var smiðnum í Mos-
fellsbæ fyllsta alvara, þegar
hann talaði svo í spakmælum
um sitt fag: „Ja, Róm var nú
ekki byggð á hveijum degi“, og
„Sjaldan fellur exin langt frá
eikinni". Og einnig þetta var
fyrir tíma hinnar bráðfyndnu
Bibbu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
27