Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 10
Minning: Theodór A. Jónsson F. 28.06.1939 ■ D. 07.05.1989 Skarð er fyrir skildi. Theodór A. Jónsson var fæddur á Stað í Staðardal, Steingrímsfirði, annar sonur hjónanna Helgu Tómasdóttur og Jóns Sæmundssonar, bónda og hreppstjóra. Theodór var mikilhæfur og af- kastamikill félagsmálamaður. Hann stóð frá stofnun Sjálfsbjargar í eldlínu baráttunnar fyrir breyttu þjóðfélagi og bættum hag fatlaðra. Theodór var einn af stofnendum Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, 27. júní 1958, þá aðeins 18 ára að aldri. Hann var ritari Sjálfsbjargar í Reykjavík fyrstu tvö árin. Árið 1959 þegar Sjálfsbjargarfélögin stofnuðu með sér landssamband, var hann kjörinn varaformaður þess. Árið eftir varð hann formaður Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra. Þegar Theodór tók við for- mennsku hjá landssambandinu, voru Sjálfsbjargarfélögin sem mynduðuð það, átta að tölu, 28 árum síðar, árið 1988, þegar hann lét af formennsku, voru Sjálfsbjargarfélögin orðin fimmtán. Undir forystu hans hefur Sjálfsbjargarhreyfingin stöðugt sótt fram og hvergi hvikað í baráttunni fyrir samfélagi öllum til handa. Auk þess að vera mikilvirkur fé- lagsmálamaður, var Theodór stórbrotinn persónuleiki. Hann var sannur vinur vina sinna og það var hans líf og yndi að vera í góðra vina hópi. Theodór var ræðumaður góður og á viðeigandi stundum hélt hann stór- skemmtilegar tækifærisræður auk þess sem hann hélt fjörinu gangandi, þegar að Sjálfsbjargarfélagar hittust. Theodór var kjölfestan í starfi Sjálfsbjargar og honum verður best lýst með því að segja að hann hafi verið talandi tölvubanki um málefni fatlaðra og Sjálfsbjargar. Missir okkar Sjálfs- bjargarfélaga er því mikill og skarð Theodórs verður vandfyllt. Með sam- stilltum frumherjum Sjálfsbjargar vann Theodór stórvirki í því að breyta viðhorfum og aðstæðum í íslensku þjóðfélagi til hagsbóta fyrir fatlaða. Það væri ekki í Theodórs anda að leggja árar í bát þó móti blási, hann á það inni hjá okkur öllum að blásið sé í herlúðrana og ný sókn verði hafin fyrir betri framtíð, fyrir SAMFÉLAGI FYRIR ALLA. Látum merkið aldrei síga! Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra. KVEÐJA FRÁ ÖRYRKJABANDALAGI ÍSLANDS Theodór A. Jónsson fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar - Landssambands fatlaðra og framkvæmdastjóri þar er látinn. Hniginn er að velli mikill félagsmálagarpur og mikilhæfur foringi. Sjálfsbjörg hefur mikils misst, fatlaðir hafa misst einn sinn besta málsvara um áratugi. Hann fór í fylkingarbrjósti um fjölda ára og auðnaðist að sjá ýmsar draumsjónir rætast, sumpart fyrir mátt samtakanna, en ekki síður vegna farsællar forystu sinnar. Það eitt skal sagt nú við leiðarlok, að Öryrkjabandalagið sér nú á bak einum ötulasta liðsmanni sínum, en Theodór var í varastjóm þess og ávallt til taks þar sem annars staðar, þegar eftir var kallað. Honum em þökkuð gifturík störf heilum huga og við í Öryrkjabandalaginu kveðjum kæran vin og félaga hinztu kveðju. Spumingar þessar komu frá MS- félögum og þeim svaraði af mikilli ljúfmennsku og vinsemd; Margrét H. Sigurðardóttir deildarstjóri félags- mála- og upplýsingadeildar Trygg- ingastofnunar ríkisins. Og nú er svo bara að senda inn spumingar fyrir næsta tölublað Frétta- bréfsins og við munum reyna að veita þeim úrlausn. 1) Spurt er: Við hvaða reglur er miðað, þegar veittur er hærri bif- reiðastyrkurinn 400 þús. til meira fatlaðra? Verður viðkomandi hjóla- stólsöryrki t.d. að geta ekið sjálfur? 2) Spurt er: Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fólk fái bensínpeninga frá Tryggingastofnun rikisins? 3) Hvers vegna greiðir fólk í endurhæfingu aukagjald á Heilsuhæli N.L.F.Í. en ekki á Reykjalundi? Em þess dæmi að þessi gjöld séu felld niður eða tryggingar endurgreiði þau til ein- hverra hópa öryrkja eða einstakra illa staddra? 4) Hvaða reglur gilda um niðurfell- ingu bótagreiðslna vegna sjúkrahús- vistunar? Hver em rökin fyrir þeirri reglu? SVÖR: 1. Samkvæmt reglugerð nr. 170 frá 22. apríl 1987 var ákveðið að veita stjTki til bifreiðakaupa, sem kæmu í stað niðurfellingar á aðflutnings- gjöldum. Umsóknir um bifreiðastyrki skulu berast lífeyrisdeild Tiyggingastofnunar rikisins. Úthlutað er tvenns konar styrkjum, sem í ár em: 1) Kr. 130 þús. sé um að ræða fatlað fólk. 2) Kr. 400 þús. sé um að ræða mjög hreyfihamlað fólk. Greiðslur miðast við 600 bifreiðir á ári sbr. lið 1 og 50 bifreiðir á ári sbr. lið 2. Styrkir þessir em ekki veittir sama fólki nema á 3-4ja ára fresti. Skilyrði til úthlutunar em: 1) Ökuréttindi. 2) Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfi- hömlunar. 3) Umsækjendur skulu vera undir 75 ára aldri. Heimilt er að vikja frá 1. tl. mæli sérstakar ástæður með því. Þá skal umsækjandi tilnefna 2 ökumenn, sem aka mega bifreiðinni með tilliti til ábyrgðartryggingar hennar, öðmm er 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.