Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Side 11
1. maí - Augljós árangur
Eins og þegar hefur verið greint frá
hefur samvinnunefnd samtakanna
Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins
ekki setið auðum höndum og m.a. voru
viðræður við launþegahreyfinguna of-
arlega á verkefnalista og ágætt bréf
samvinnunefndarinnar til forystu
launþega vakti víða athygli og við-
brögð, sum ekki nógu jákvæð, en
viðbrögð samt.
Þetta bréf og viðræðumar í heild
voru fyrst og síðast um baráttumál
fatlaðra og þá ekki hvað síst vistunar-
og húsnæðismálin.
Fullyrða má að virkileg gagnsemi
hafi orðið af þessum aðgerðum öllum.
Launþegasamtökin settu það m.a. sem
skilyrði við stjómvöld, er samningar
voru gerðir, að bætur almannatrygg-
inga skyldu hækka til fulls samræmis
við kauphækkanir og kjarabætur
samninganna.
Og í 1. maí ræðunum á Lækjartorgi
kom fram skýrt og ákveðið, að hin öfl-
uga hreyfing launþega í landinu er til
þess fyllilega reiðubúin að standa með
samtökum fatlaðra í hagsmuna- og
kjarabaráttu þeirra.
Því til sönnunar birtir Fréttabréfið
nú með góðu samþykki viðkomandi,
kafla úr ræðu Ögmundar Jónassonar
formanns BSRB sem að þessum mál-
óheimilt að aka henni.
Áður en slíkar greiðslur fara fram.
skal liggja frammi staðfest afrit af vá-
tryggingarskírteini.
Það er sérstök afgreiðslunefnd,
skipuð af ráðherra, sem sendir trygg-
ingaráði tillögur um, hverjir skulu
hljóta úthlutun bifreiðastyrkja hveiju
sinni.
2. Þeir, sem njóta örorkulífeyris,
örorkustyrks eða ellilífeyns og eru það
hreyflhamlaðir, að þeir þurfa nauð-
synlega á bíl að halda til að komast
leiðar sinnar, eiga rétt á bensínstyrk.
Foreldrar fatlaðra bama, sem eru
með bamaörorku eða barnafram-
færslu, eiga einnig rétt á slíkum styrk af
sömu ástæðu.
Tryggingalæknir sker úr um það,
hvort mönnum beri slíkur bensín-
styrkur.
3. Daggjaldanefnd sjúkrahúsa
ákveður daggjöldhinnaýmsustofnana
hveiju sinni.
Heilsuhæli N.L.F.Í., Hveragerði, fær
nú greiddar kr. 2.125 á dag frá
Tryggingastofnuninni með hveijum
um snéru sérstaklega:
Við tökum undir með Öryrkja-
bandalaginu og Þroskahjálp um úrbæt-
ur fyrir fatlaða í húsnæðismálum. Á
Suðvesturhominu einu eru nú tugir
fatlaðra einstaklinga sem búa við al-
gera neyð. Við skulum strengja þess
HEIT að þrýsta á það í sameiningu að
á þessu verði ráðin bót. Það er ekki
beðið um ölmusu, þess er krafist að
mannréttindi séu virt.
Hún sagði það konan á fundi hags-
munasamtaka fatlaðra og öryrkja í vet-
ur að framfærsla fatlaðra bama sem
ekki ættu kost á aðhlynningu sam-
félagsins, hefði á sínum tíma tekið mið
af lágmarkstaxta verkamanna, en um
nokkurt skeið hefðu þessar greiðslur
ekki fengist hækkaðar til samræmis
við taxtann. Hún spurði hvemig í
ósköpunum stæði á þessu og svaraði
sjálf: Ef allir þekktu vandann af eigin
raun, þá hefðu menn reynt að leysa
hann.
Allirforeldrarþekkjaþæráhyggjur
sem em samfara veikindum bama
þeirra. En foreldrar fjölfatlaðra bama
þurfa stöðugt og ævinlega - hvem dag
ársins - að búa við þetta álag.
Og nú spyrjum við:
Þurfa menn að kynnast vanda fatl-
aðra bama af eigin raun til að tryggja
sjúklingi.
Við vitum að Heilsuhælið hefur
krafið sjúklingana um aukagjald, en
það gjald er Tryggingastofnun og
daggjaldanefnd óviðkomandi. Heilsu-
hælið er sjálfseignarstofnun, og við
endurgreiðum ekki slík aukagjöld.
N.L.F.Í. fær ekki halladaggjald frá
Tryggingastofnun af þessum sökum.
Geta má þess að öryrkjar og ellilíf-
eyrisþegar halda bótum sínum, meðan
þeir dvelja í Hveragerði.
Hvað varðar vinnuheimili S.Í.B.S.,
Reykjalundi, þá fær það kr. 5.388 á dag
í rekstrardaggjald plús kr. 733 í halla-
daggjald með hveijum sjúklingi eða alls
kr. 6.121 á dag.
4. Þegar sjúklingur hefur dvalið 4
mánuði á sjúkrastofnun á sl. 24 mán-
uðum falla bætur almannatrygginga
niður. Þó eru alltaf greiddar bætur íyrir
mánuðinn, sem sjúklingur útskrifast
af sjúkrahúsi.
Ef sjúklingur hefur engar tekjur,
getur hann sótt um vasapeninga, sem í
dag eru kr. 5.024 á mánuði, þegar hin-
ar bætumar falla niður.
þeim mannréttindi?
Þurfa menn sjálfir að verða veikir
og vanmegna til að vilja hlúa að hinum
sjúku?
Þurfa menn sjálfir að verða at-
vinnulausir til að skilja að atvinna er
mannréttindi?
Svar okkar er NEI.
Verkalýðshreyfingin segir: Við
viljum þjóðfélag samhjálpar, réttlætis-
þjóðfélag, þar sem umhyggja er borin
fyrir fólki, einstaklingum, öllum ein-
staklingum.
Og næst þegar þeir slá upp rétt-
lætinu í línuritum og vaxtaskrám og
segja að ekki sé svigrúm fyrir hinn
sjúka, öryrkjann og hinn atvinnulausa,
þá segjum við.Nú er nóg komið. Við
höfum fengið nóg af handleiðslu
gróðamanna. Það er kominn tími til að
losa um þeirra vinaklær.
Við viljum samfélag sem er
sanngjamara og réttlátara, þess vegna
er baráttudagur okkar, dagur allra
Islendinga.
Þess vegna stöndum við saman.
Þess vegna sýnum við samstöðu.
Og þess vegna verður sigurinn
okkar.
Og Örn Friðriksson varaforseti
ASÍ sagði:
Verkalýðsbaráttan er ekki aðeins
spuming um hvað margar krónur við
fáum í umslögin heldur líka, hvað við
fáum fyrir þessar krónur? Ekki má
gleyma að félagsleg atriði, tryggingar,
húsnæði, heilbrigðisþjónusta og
möguleikar til menntunar skipta okkur
líka miklu. I mínum huga er þó
mikilvægast að verkafólki sé tryggð
atvinna. Atvinnuleysið sem nú er
umtalsvert kallar á afskipti verkalýðs-
hreyfingarinnar, af stjómmálum þjóð-
arinnar.
Með samstilltu átaki verkalýðs-
hreyfingar, ríkisvalds og vinnuveit-
enda, verður að útrýma böli atvinnu-
leysis.
Okkur ber skylda til þess að huga
að okkar minnstu bræðrum. I dag ríkir
neyðarástand hjá mörgum fjölskyld-
um sem búa við þær aðstæður að heim-
ilin eru notuð sem sjúkrahús fyrir
fjölfatlaða einstaklinga, sem ekki fá
húsnæði og aðstöðu við sitt hæfi.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11