Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Blaðsíða 15
saman. Námskeiðshald yrði veigamik- ill starfsþáttur. 2) T úlkaþjónusta. Sú þjónusta er í algeru lágmarki í dag. Allt sem snertir félagslega þjónustu - almenna þjón- ustu í samfélaginu - strandar á túlka- leysi. Fá þarf túlka til miðstöðvar félagsins, sem ríkið greiðir fyrir, sem aðra sjálfsagða þjónustu. 3) Textasímar: Fá nýja og full- komnari textasíma í stað þeirra sem nú eru. Fá milligöngumiðstöð - opna allan sólarhringinn og um helgar. Samband við alla almenna þjónustu s.s. lækna, banka o.s.frv. þarf að vera fyrir hendi. 4) Sjónvarpsmál. Fá hálftíma fréttaskýringarþátt inn í sjónvarpið. Texta þarf íslenskt myndefni. Vinna að öðrum úrbótum s.s. kleift er. Skylda sjónvarpsins að sinna þessum stóra hópi heymarlausra og heyrnardaufra (aldraðir heymardaufir þ.m.t.). 5) Myndbönd. Sérstök mynd- bandanefnd nýstofnuð. Helstu verk- efni: Gerð kennsluefnis, barnaefni á táknmáli, fréttaskýringaþættir, aldrað- ir heyrnarlausir segi sína sögu o.s.frv. 6) Tryggingamál: Þau eru í meiri ólestri almennt hjá heymarlausum en öðrum öryrkjahópum. Lágt metnir til bóta og styrkja og sitja hvergi nærri við sama borð og aðrir. Knýja þarf á um tafarlausar úrbætur. 7) Barnaheimili: Bamaheimili verði reist fyrir heymarlaus börn. Þau eru í dag dreifð og að mestu án tákn- máls. Nauðsyn að þau fái táknmáls- umhverfi. Upplýsingamiðlun: Ná út til al- mennings - gefa út bækling m.a. sem dreift yrði til almennings og á vinnu- staði. Þessi atriði gefa nokkra innsýn í það fjölbreytta starf, sem framundan er hjá félaginu, en mörgum fleiri voru gerð góð skil. Þess var getið af formanni að þetta væri í fyrsta sinn á Norðurlöndum að öllum þessum margþættu málum væru gerð skil í einu - á einum degi. Af hálfu Öryrkjabandalags Islands sat Amþór Helgason formaður þess ráðstefnuna auk undirritaðs og fórum við margs fróðari heim og flytjum þakkir og árnaðaróskir um leið og við væntum þess að mega gera afmæli félagsins - og þá sögu þess góð og glögg skil á næsta ári. Helgi Seljan. Kona ein eystra fékk sér kú. Grann- kona hennar kom í heimsókn og frúin margblessaði það og dásamaði að hafa fengið kúna og klykkti út með þessu: Heldurðu að það sé nú munur að hafa svona mjólk frá eigin brjósti. Sama kona þótti fín enda efni óvenjugóð á þeirra tíma mælikvarða. Hún hreykti sér líka mjög af eign sinni og eitt sinn sagði hún: „Það er nú orðið svo yfirful lt í bollaskápnum hjá mér að það er ekki hægt að þverfóta þar fyrir leirtaui“. Tveir karlar eystra voru að baksa við að reikna, en gekk illa að láta niður- stöðuna koma heim og saman við það sem þeir héldu rétt vera. Þeir voru að draga frá og annar sagði þá: „Heyrðu, breytist ekki núllið eitthvað, þegar maður dregur sex frá því“? „Endemis rugl í þér“, svaraði hinn, „núll er alltaf núll“. Og meira um tölur. Menn voru að giska á baggafjöldann af túninu hjá sér - einn giskaði á 700, annar á 800, en sá þriðji kvaðupp úrmeðfjöldann: „Eng- inn vafi lagsmaður - þriggja stafa tala verður það - 1000 baggar“. Frægasti talnaleikur eystra er þó um konuna, sem spurð var hversu mörg systkini hún ætti: „Annað hvort átti h ún mamma 7 börn með 5 mönnum eða 5 börn með 7 mönnum". Svipað svar er frægt úr Vopnafirði, þegar drengur svaraði systkinatölu sinni svo: „Við erum sjö, mamma er elst“. Og yfir á virðulegri vettvang. Þing- maður einn hafði mjög að orðtaki „að mínu viti“ um hvaðeina. Einu sinni þegar hann hafði þrástagast á þessu í ræðustól var gripið fram í fyrir honum af Birni Pálssyni fiá Löngumýri, sem var orðheppinn með afbrigðum. „Að mínu viti er þetta svo - ja að mínu viti“. Og þá kom frá Birni: „Hvað er hátt- virtur þingmaður alltaf að tala um það sem ekki er til". Var nema von að ræðumanni yrði orðfall. Annar virðulegur þingmaður hóf ræðu sína svo eftir langa umræðu: „Hér hafa menn talað svo lengi af svo litlu viti og enn minni þekkingu, að ég hlýt að bæta þar við“. Og til að geyma gullkorn þeirrar ágætu þingkonu Sigurlaugar Bjamadóttur, þá sagði hún eitt sinn, er henni þótti þingmaður einn í salnum vera fullvantrúaður á orð sín: „Mér heyrist háttvirtur þingmaður hrista höfuðið“. Fráhöfðinu yfirtil fótanna. Lúðvík Jósepsson flutti oft langar ræður á þingi og eftir eina slíka var hann spurður, hvort hann þreyttist ekki við slíkar maraþonræður: Nei - ansaði Lúðvík að bragði - ekki finn ég til þess, ja, það væri þá helst að ég þreyttist í fótunum. Þingmenn voru í hópskoðun í Hjartavernd. Flokksbróðir Björns Pálssonar á Löngumýri en lítill vinur, kom úthiminlifandi og sagði: „Það var eins og ég vissi - þeir fundu ekkert að mér“. Þá blimskakkaði Björn, sem sat þarna og beið, á hann augunum og læddi út úr sér: „Einmitt það, - fundu þeir ekkert að já, ja þeir hafa þá ekki skoðað höfuðið“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.