Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Síða 21
-------------y Hrossaraunir Asgerðar Þessi litla saga í ljóðum þarfnast smáskýringar. Forsaga málsins er sú að tveggja vetra foli að nafni Þeyr, sem er í eigu fjölskyldu okkar hafði gengið undir aðgerð þá, er gelding nefnist. Hann var hafður í gjörgæslu inni á túni en í næsta nágrenni eru tvær hrossagirðingar - önnur með stóði en hin með reiðhestum. Undirritaðri var falið af eigin- manni sínum (sem skrapp í lax!) að gefa folanum auga, þar sem aðeins var hálfur sólarhringur liðinn frá aðgerðinni - og svo hefst sagan: Hann leggur af stað í laxveiði glaður ljúflega skín hún sól frúin hún ætlar að fikra sig aftur fikra sig í sitt ból. Ei kemur henni blundur á brána brátt út um gluggann sér að eitthvað er ekki sem á það að vera nú ætla ég að segja þér. Þeyr er á hlaupum - þenur sig brattur þetta er ekki gott. Er hann úti eða er hann inni? Ei hefur sjónarvott. Ákveður samt að hann innan grindar aldeilis hlaupi hratt og ofan á koddann aumingja konan ósofin seinast datt. Lítur upp aftur að lítilli stundu Ijóslega núna sér að einhverjar skepnur eru á hlaupum alveldið hjálpi mér. Er þetta hestur - eða belja er þetta kannski Þeyr? Óðast nú fer í æði að telja ætli ég sjái þá meir? Öðru megin er alveg rétt tala ó, hvað fegin hún er. Horfir yfir hóla og bala hjartað nú síga fer. f girðingu sem að sex skyldi telja sjást nú aðeins fimm og folinn er horfinn með forláta meri og farinn á morguntrimm. Tínir á sig tötra í hvelli og trítlar sem óðast af stað krækir á sig kíkinum góða og keifar upp á hlað. Sér í fjarska hvar fákar þjóta frekar er risið lágt. Finnst ykkur ekki - gæðingar góðir að greyið eigi bágt? Hvað skal nú til vamar verða vorum sóma hér? Gengur á fund til Guðmundar bónda: Góði, ráddu mér. Hvað á að gera - hvert á að fara hollráður Guðmundur er láttu þá eiga sig alveg til morguns þá einhver mun hjálpa þér. Svo líður dagur og sólin er farin ei sálin er laus við stress öðru hvoru er alltaf að kíkja og ekki ýkja hress. Á fimmta tímanum frekar döpur fer hún að bryðja kex og sér út um gluggann að fákamir fríðu fimm - em orðnir sex! Ja, hver skollinn - nú er heima nú hætti ég að trúa meir. Dáindisvel nú er mig að dreyma drottinn minn - hvar er Þeyr? Ég geng á stað yfir hæðir og hóla og haltra yfir læki og dal. Þó arki ég áfram alveg til jóla ungann ég finna skal. Og loksins ég sé hann - hann lítur til mín: Leitarðu svona að mér? Nú þarftu ekki að örvænta áfram svona elskan mín - ég er hér. Við horfumst í augu og enn er það sannað sem einhvers staðar er skráð: Að sambandið milli mannsins og hestsins er myndað af leyniþráð. Á.I . Á.I. er vitanlega Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins sem eftir mikla eftirgangsmuni lét til leiðast að leyfa ritstjóra birtingu, sem þakkað er fyrir. Greindarlegir gæðingar. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.