Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Page 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Page 22
Stiklað á stóru hjá Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra Páll Svavarsson framkvæmdastjóri í stuttu viðtali Allir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára kannast við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og fjölmargir hafa notið góðs af fjölþættri starfsemi þess og þekkja þ.a.l. vel til þeirra megin- markmiða, sem félagið hefur, enda fel- ur heiti félagsins það sannarlega í sér. Einn fremur kaldan apríldag leit framkvæmdastjórinn Páll Svavarsson við hjá mér, hress og vaskur að vanda og ég tæpti á nokkru því við hann sem hugurinn gimtist helst að vita. Eg gef Páli orðið: Stofndagur félagsins var 2. mars 1952 svo félagið er farið að nálgast fjóra tugina. Félagið hefur aldrei verið fjölmennt, en félagsfólk starfað því betur og ötullegar að hinum brýnu bar- áttumálum. Nú er félagafjöldinn eitt- hvað um 200 eftir býsna væna aukn- ingu sl. ár. Ef ég hverf aftur til fyrstu áranna þá gekk hér lömunarveikifaraldur 1949- 51 og aftur 1955. Endurhæfingarstöð fyrir sér í lagi þessa lömunarveikisjúklinga var því höfuðbaráttumálið, sem unnið var að Páll Svavarsson. fyrstu árin og þú sérð að enn er verið að með aukningu og útvíkkun endurhæf- ingar. Félagið keypti 1956 húsið Sjafn- argötu 11, sem var einbýlishús á þrem- ur hæðum og var því afar óhentugt til þessara nota, en eftir nokkrar breyt- ingar og með góðra manna hjálp tókst að koma stöðinni í fulla notkun. Á þessum tíma var þetta eina end- urhæfingastöðin á landinu fyrir þessa sjúklinga. Áfram var hugsað fyrir hentugra og betra húsnæði og svo var byrjað að byggja. Og 1968 var húsnæðið á Háa- leitisbraut, þar sem við erum til húsa í dag, tekið í notkun. Varðandi endurhæfinguna er rétt að taka fram að í upphafi voru starfs- menn nær allt útlendingar, þá vom ekki til sérmenntaðir starfskraftar ís- lenskir. Svona gekk þetta til með sjúkraþjálfara allt fram um 1970. Ánægjulegt er að virða fyrir sér þá miklu og góðu breytingu, sem orðið hefur síðan þá. Ég ætla að víkja að endurhæfingarstöðinni síðar, en bendi á að í fleiru var Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra brautryðjandi. Við vorum t.d. fyrstir með sumardvalarheimili fyrir fötluð böm. Fyrst vomm við í leiguhúsnæði heimavistanna á Varmalandi í Borgarfirði og Reykjum í Hrútafirði - þannig gekk það í þrjú ár. Þá keyptum við Reykjadal í Mos- fellsbæ af kirkjunni sem hafði fengið jörðina í arf frá Stefáni Þorlákssyni (þeim sem Halldór Laxness gerði frægan í Innansveitarkróniku). Stefán byggði gamla húsið svo við erum á sögufrægum slóðum. Þetta var 1963 og síðan hefur þama farið fram starf- semi og gerir enn. Nú standa þar fyrir dyrum viðamiklar og dýrar endurbætur. Endumýja þarf bama- heimilisdeildina og byggja tvö ný svefnhús. Þama fer fram mjög viða- mikil starfsemi - í hvert skipti, eru þama 24 einstaklingar - en stefnt er að því að sem flestir komist að yfir sum- arið, sem er svo ósköp stutt hjá okkur. Milli 80 og 90 börn samtals voru þama á sl. sumri. Þróunin hefur í raun orðið sú að mjög hefur aukist ásókn þeirra sem verr eru famir og erfiðara eiga og ættu í raun og þyrftu að eiga gott athvarf annars staðar, svo virkilega vel væri við þá gert, en í þessu sem svo alltof mörgu öðru hefur hið opinbera gleymt Úr Reykjadal. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.