Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Page 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1989, Page 26
Amað heilla LAUF FIMM ÁRA ann 1. apríl sl. hélt LAUF Landssamtök áhugafólks um floga- veiki afmælishóf í Iðn- aðarmannahúsinu við Hallveigarstíg. Tilefnið var að daginn áður þ.e.a.s. 31. mars voru liðin 5 ár frá stofnun samtakanna. í afmælishófið var LAUF-fé- lögum og velunnurum samtak- anna svo sem fulltrúum frá að- ildarfélögum Ö.B.Í. boðið. Þorlákur Hermannsson for- maður LAUF fór nokkrum orð- um um stofnun og starf sam- takanna undanfarin 5 ár jafn- framt því sem hann bauð gesti velkomna. Gunnar Guðmundsson pró- fessor flutti erindi um slysatíðni flogaveikra í umferðinni og studdist m.a. við hollenskar rannsóknir. Unnur Jensdóttir flutti 3 lög við undirleik Vil- Sigríður Ólafsdóttir. helmínu Ólafsdóttur. Sigríður Ólafsdóttir íyrrverandi formað- ur LAUF sagði m.a. frá því afmælisátaki sem fyrirhugað er á árínu, þ.e.a.s. fræðslu til almennings gegnum fjölmiðla svo og fræðslu í grunnskólum. Jafnframt sagði hún frá því að fjáröflun væri hafin meðal félaganna til tölvukaupa skrif- stofunni til handa. Heillaóska- skeyti hefði borist frá sænsku flogaveikisamtökunum ásamt ávísun upp á tæpar 25.000 kr. sem færu í tölvukaupasjóðinn. Ásgerður Ingimarsdóttir, Ö.B.Í. bar hlýjar kveðjur frá for- manni Ö.B.Í. og óskaði sam- tökunum alls hins besta um ókomna framtíð. Ólafur Ólafsson landlæknir þakkaði fyrir sig og óskaði LAUF til hamingju með daginn. Að þessu loknu var gestum boðið upp á kaffi og meðlæti. Samræður voru fjörugar undir borðum fram eftir degi. Mikill hugur er í fólki og gestir sam- mála um að LAUF-samtökin væru búin að sanna tilverurétt sinn. Mikilvægt væri því að halda ótrauð áfram. Ég held að hægt sé að full- yrða að fyrir þá sem starfað hafa með samtökunum að þetta hafi verið ógleymanlegur dagur. Fyrir hönd LAUF vil ég nota tækifærið og þakka aðildarfé- lögum Ö.B.Í. fyrir hlýhug í okk- ar garð og fýrir fallega blóma- skreytingu sem piýddi veislu- borðið. Sigríður Ólafsdóttir. Sigríður er eins og þama segir, fýrrverandi formaður LAUF, en starfar nú sem félagsráðgjafi hjá Svæðisstjóm um málefni fatlaðra í Reykjavík. Hún er þjóðfélagsfræðingur að mennt. Frá afmælishófi LAUF.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.