Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 7
um vik að mennta sig, fá atvinnu og aka bíl. Breski læknirinn Hughlins Jackson, sem uppi var á 19. öld, sagði flog ástand sem skapaðist af tímabundnum kröftugum, óeðlilegum taugaboðum í heila og flogaveiki ekkert annað en sjáanlegan hluta þess óeðlilega ferils. Jackson var sannfærður um að grundvallarmunur væri milli altækrar (generalised) flogaveiki og sértækrar (partial, focal) og var fyrstur til að beina athygli að sértæku flogaveikinni. Jackson hafði mikil áhrif á rannsóknir á flogaveiki og eru viðteknar skilgreiningar á sjúkdómnum í hans anda enn í dag. Algeng skilgreining á flogaveiki er áþessa leið: Flog eru einkenni um kröftug, tímabundin, óeðlileg taugaboð í heila af líkamlegum eða utanaðkomandi orsökum. Boðin eru annaðhvort takmörkuð við ákveðin svæði heilans, þ.e. sértæk. eða þau dreifast um hann allan, þ.e. altæk. Talað er um flogaveiki þegar um síendurtekin flogaköst er að ræða, sem einkennast af truflunum áhreyfingum, skynjunum, atferli, tilfinningum og meðvitund. Skilningur manna á flogaveiki byggir á því að hægt sé að greina í fyrsta lagi hvað það er sem gerist í heilanum við flog. I öðru lagi hvers vegna sumt fólk fær flog en annað ekki og í þriðja lagi hvers vegna flog kvikna fremur í einn tíma en annan. Heilalínurit, rafskaut á heilaberki og djúplögum hei la ásamt rannsóknum í lífefna- og lyfjafræði hafa veitt mikilvægar upplýsingar um óeðlileg rafboð og flogabylgjur. Margar orsakir floga eru þekktar svo sem ýmsir arfgengir sjúk- dómar, erfð tilhneiging til floga, hita- flog, vansköpun, súrefnisskortur, áverkar, æxli, smit- og efnaskipta- sjúkdómar, alkóhól og hrömunarsjúk- dómar. Varðandi flesta þessa þætti hafa orðið miklar framfarir við grein- ingu og rannsóknir. A hinn bóginn er það enn ráðgáta hvers vegna flog kvikna og slokkna í einn tíma fremur en annan þótt nokkrar flogakveikjur séu vel þekktar og aðrar liggi undir grun. Vegna margvíslegra orsaka floga- veikinnar, er vafalaust langt í land með að henni verði útrýmt, en það má fyrirbyggja hana á ýmsa vegu. í fyrsta lagi með betri umönnun og að- hlynningu bamshafandi kvenna og bættri fæðingarhjálp. Slíkt gæti hindrað fósturskaða, súrefnisskort og fæðingaráverka sem eru víða vanda- mál, einkum í þróunarlöndunum. I öðru lagi með því að forðast smit- sjúkdóma eins og heilahimnubólgu eða bregðast skjótt við þeim með lyfjagjöf. I þriðja lagi með því að reyna að koma í veg fyrir hitaflog með hitalækkandi aðgerðum og bregðast skjótt við hitaflogsástandi með lyfjagjöf. I fjórðalagi máhindramargs konar höfuðáverka með aukinni notkun umferðaröryggisbúnaðar svo sem bílbelta og öryggishjálma. Lyfjameðferð er algengust við flogaveiki og tekst með henni að ná stjóm á flogum fjölda sjúklinga. Það verður þó að vanda vel til lyfja- gj afar og aukaverkanir flogaveikilyfja eru mikið vandamál, e.t.v. mun meira en menn gera sér almennt grein fyrir. Sálfræðilegri meðferð hefur verið beitt til að koma í veg fyrir flog og draga úr styrk þeirra og ný tækni við heila- skurðaðgerðir og rafertingu lofar góðu. Eigi meðferð á flogaveiki að þjóna tilgangi sínum, þ.e.a.s. flogastjórn og bættri líðan sjúklingsins, þarf að skoða gagnverkandi áhrif milJi sjúklings, fjölskyldu hans og samfélagsins í heild og reyna að greina alla helstu þætti sem hafa áhrif á sjúkdóminn. Einnig þarf að gera sér grein fyrir því að flogaveikir eru sundurleitur hópur. Þar er t.d. að finna framámenn í þjóðfélaginu, menntamenn og listafólk, en einnig andlega þroskahefta einstaklinga sem vistaðir eru á stofnunum. Menn verða að hafa þessa breidd í huga, en nokkuð hefur borið á því að aðstæður þeirra síðarnefndu valdi ranghugmyndum um flogaveika í heild sinni. Það er óskandi að flogaveikir, læknar og aðrir meðferðaraðilar geti unnið saman á jafnréttisgrundvelli að lausn vandamála flogaveikra og að mörgu leyti eru horfumar bjartar vegna mikilla framfara við greiningu og meðferð sjúkdómsins. Erkióvinirnir, vanþekkingin og fordómamir, eru þó enn við líði og til að uppræta þá þarf fræðslu bæði sjúklingsins sjálfs og almennings. Um höfund: Þórey Olafsdóttir er félagsráð- gjafi og starfar mikið fyrir Lauf. Hún er nú ritari stjórnar Öryrkja- bandalagsins. Henni eru færðar góðar þakkir fyrir fróðlega grein. Frumvarp um tollalækkun á samkeppnisvörum Blindravinnustofu Á Alþingi hefur verið lagt fram frumvarp til laga um tollalækkun á „burstum og sópum með plastbaki og öðrum burstum”, til þess að vemda burstagerð blindra á Islandi. Flutningsmenn eru Ásgeir Hannes Eiríksson og fleiri. I greinargerð er frá því greint að við síðustu tollalagabreytingu hafi tollur á þessum vörum, sem Blindravinnustofan framleiðir, lækkað svo mjög, að sam- keppnisstöðu Blindrafélagsins hafi verið stefnt í hreinan voða. í lok greinargerðar segir svo: „Það er erfitt að vera blindur maður eða með stórlega skerta sjón. Það fólk hefur ekki sömu aðstöðu í þjóðfélaginu og fullsjáandi fólk. Auk þess fylgir blindunni oft mikil sálarkreppa og önnur vandamál sem annað fólk þekkir ekki. Þess vegna hefur áhugafólk um velferð blindra og hinir blindu sjálfir komið á fót vinnustað við hæfi. Að hafa slíka vinnu getur gert gæfumuninn í lífi þessa fólks. Framlög til vinnustofu blindra hafa verið ófullnægjandi í seinustu fjárlögum og því kreppir að þessum vinnustað. Þess vegna er þetta frumvarp flutt til að skapa blindum betra líf. Nú eru innflutningshöft og vemdartollar ekki æskileg þróun á oklcar tímum, nema þá sem nauðvöm og neyðarréttur fólks þegar innlendri starfsemi er hætta búin.” Rétt þykir svo að taka fram að halli Blindrafélagsins af starfsemi sinni er bættur, bæði á fjáraukalögum síðasta árs og á fjárlögum síðasta árs, svo og á fjárlögum þessa árs, svo samþykkt þessa frumvarps yrði verulegur búhnykkur fyrir Blindrafélagið. Ritstj. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.