Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 21
Svipmynd frá saumastofu Öryrkjabandalagsins í dag. viðbrennandiáhugafyrirVinnuheim- ilinu að Reykjalundi. Attum við þar strax sameiginlegt áhugamál. Til Reykjavíkur flyt ég svo 1951 á Freyjugötu 34. Þarbjuggum við Bjöm fyrstu árin í íbúð sem Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum átti, sá öðlingur. Og þama fer ég strax að sauma heima hjá mér. En svo veikist Bjöm á ný, fer að Vífilsstöðum og var þar hátt í ár. Og þá einmitt biður Helgi mig að hafa námskeið í saumaskap og sníðingu fyrir fólk. Og þetta er upphafið að því starfi, sem þú hefur síðan að meira og minna leyti helgað krafta þína, segi ég. En hvernig kemur svo Múlalundur inn í myndina? Múlalundur var stofnaður 1959. Fyrst var þar nær eingöngu um létta plastiðju að ræða og við hana unnu rétt eingöngu karlar, það vantaði eitt- hvað hentugt fyrir konur, svo sem saumastofu með einfaldan saumaskap. Þama var skarð sem þyrfti að fylla. Það sá stjórn Múlalundar, og strax og hún taldi sig færa til að færa eitthvað út kvíamar, var ráðist í að koma á fót saumastofu, og þá var leitað til mín, til að standa fyrir henni. En plássið var lítið og önnur aðstaða ekki góð, m.a. örðugleikar á að fá heppilegt verkefni fyrir konurnar og reksturinn því ekki hagstæður. Annað var með plastiðj- una, nú var hennar tími kominn, svo allt var þar hagstæðara. Endirinn varð því sá, að saumastofan var lögð niður sem slík. Annað var ekki hægt. Var þetta ekki töluverður von- brigðatíma fyrir þig, nafna mín? Jú, að vísu, en líka mikilvægur og lærdómsríkur að ýmsu leyti. Þá varð mér fyrst fyllilega ljóst, hvað vinnan er manneskjunni mikils virði, oft lík dýrmætri gjöf, sem gerir hvort tveggja að fylla hana gleði og gæða hana sjálfstrausti. Þessu kynntist ég hjá saumastofukonunum mínum, sem flestar voru fátækar, heilsuskertar og uppburðarlitlar, og einnig því að á svona vinnustað þarf móttakan sjálf í upphafi, ekki síður en annað að vera mótuð af hlýju og skilningi. Og hræðslan við háar kröfur og sína eigin vangetu má helst aldrei komast að. En hvað tókstu þér svo sjálf fyrir hendur? Eg lagði út í það ævintýri að stofna eigið fyrirtæki ásamt vinafólki mínu, klæðagerðina Elísu, sem var sauma- stofaog verslun (Elísubúðin). Nokkrar konur, sem áður unnu hjá mér á Múlalundi, komu þangað. Þær ásamt öðrum konum (fullorðnum) sem við réðum til okkar, reyndust okkur mjög góður vinnukraftur. Bjöm sá um allt bókhald. Starfs- andinn var frábær og við saumuðum þamaalltfrábamafatnaði til „selskaps- kjóla” og allt gekk ljómandi vel um 12 ára skeið eða þangað til EFTA kom og læsti í okkur klónum eins og í mörg önnur fyrirtæki, t.d. í innréttinga- og húsgagnaiðnaðinum. Hugsið ykkur. A skömmum tíma risu upp u.þ.b. 20 verslanir allt í kringum okkur, seljandi hræódýran fatnað sem unninn var hér og þar í heiminum af fólki með skammarlega lágt kaup. Það jaðraði við, að efni í eina flík frá okkur kostaði svipað og fínn kjóll í næstu búð. Það var auðvelt að kaffæra iðnað frá smáþjóðummeðþessulagi. Hjáokkur fór það þannig að ég keypti hlut vinkonu minnar í saumastofunni. Eg gat ekki hugsað mér að leggja hana niður, þriðji hluthafinn fékk búðina, fór að flytja inn, en keypti jafnframt af mér eftir ástæðum. Nú lagði ég mesta áherslu á að sauma fyrir staði, sem þurftu á fatnaði að halda fyrir sitt fólk, eins og spítala og hótel o.fl. Þetta gekk allt með mikilli vinnu, en þreytan og árin fóru smátt og smátt að segja til sín. OG ÞÁ KOM ÖRYRKJABANDALAGIÐ INN í MYNDINA Og tíminn leið og saumastofumálið beið í kyrrstöðu. Enda lá ekki á lausu hentugt og viðráðanlegt húsnæði um þessar mundir. En stórhýsi Öryrkja- bandalagsins risu af grunni hvert af öðru. 1961 varð Guðmundur Löve framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags- ins. Elskulegur maður með lifandi áhuga á öllum velferðarmálum öryrkjanna, m.a. saumastofunni svo að draumurinn góði fór að lifna á ný. Og eitt sinn bauð Guðmundur mér og öðrum, sem höfðu áhuga, áfund til sín á skrifstofu sína í Öryrkjabandalaginu til að ræða málið, og tók til daginn. Og þetta gekk, þangað komu um 7 manns, m.a. Oddur Ólafssona læknir. Þama var s vo rabbað fram og aftur um málið, meira að segja „hvað bamið okkar ætti að heita”. Fátt af þessu er mér nú minnisstætt, nema þegar Guðmundur Löve sagði: „Þegar tengiálma Öryrkja- bandalagsins er komin upp, á þar að fást gott pláss fyrir saumastofuna.” Þetta glæddi vonarneistann í mínu brjósti töluvert, en tími stofunnar minnar lét enn lengi á sér standa og kom þar margt til. Fyrst og fremst skyndilegt fráfall hins ágæta fram- kvæmdastjóra Guðmundar Löve 1978, svo hitt, hve hægt gekk með byggingu sjálfrartengiálmunnar. Þetta var löng bið fyrir okkur Bjöm sem bæði vorum veil til heilsu og tekin að eldast. Lokskom þó aðþvíað álmunni hafði þokað það áfram að okkur Bimi fannst tímabært að gera eitthvað, og við tókum ákvörðunina: Að skrifa, stjórn Öryrkjabandalagsins og bjóða henni saumastofuna okkar, með tilheyrandi vélum og tækjum, að gjöf fyrir Öryrkjabandalagið. Og þetta FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.